Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 35
FRÆÐIGREINAR / ATVINNUSJÚKDÓMAR
Pá hefur blóðhagur með deilitalningu verið mældur.
Alls voru 67 einstaklingar rannsakaðir og þar af var
gerð ein rannsókn hjá 27, þannig að þeir voru ein-
göngu rannsakaðir þegar þeir hófu vinnu og unnu
síðan það stutt að þeir voru hættir áður en kom að
næsta eftirliti sem var á tveggja mánaða fresti þegar
vinnsla var í gangi. Af þeim 40 starfsmönnum sem til
voru fleiri en ein eftirlitsrannsókn af voru sjö sem
svöruðu spurningum um einkenni á vinnustað ját-
andi. Enginn þeirra hafði breytingar á blóðhag eða
blástursprófum á þessu eins árs tímabili. Fimm þeirra
notuðu svokallaða ferskloftgrímu vegna þess að ein-
kenni komu fram þrátt fyrir breytingar. Einkenni
allra þeirra hurfu eða minnkuðu verulega við notkun
grímunnar sem tekur inn andrúmsloft frá ómenguð-
um stöðum. Fjórir þeirra höfðu fyrri sögu um ein-
kenni tengd kúfiskvinnslu. Tveir starfsmenn sem
höfðu einkenni áður notuðu ekki grímu og hafði ann-
ar þeirra ekki frekari einkenni en einn starfsmaður
hélt áfram vinnu grímulaus og hafði áfram einkenni.
Engin ný tilfelli komu upp af kúfisksótt á eftirfylgd-
artímanum.
Kúfisksótt
Ofsanæmislungnabólga (hypersensitivity pneumon-
itis, extrinsic allergic alveolitis) er langlíklegasta
greiningin og verður nefnd hér kúfisksótt. Öll ein-
kenni sem starfsmenn lýsa eru dæmigerð fyrir ofsa-
næmislungnabólgu (2). Blóðnasir sem nokkrir lýsa er
óvenjulegt einkenni en skýrist væntanlega af því hve
mikið er af ofnæmisvakanum í vinnuumhverfinu. Of-
næmisvakinn er langlíklegast prótín úr skelfiskinum
og á þrennt sinn þátt í að valda einkennum hjá
starfsmönnum:
• hitun fisksins/skeljanna
• endurnýting vatnsins
• úða- og dropamengun
Margar gerðir ofsanæmislungnabólgu eru þekkt-
ar. Sú sem best er þekkt, þar á meðal á íslandi, er hey-
sótt. Hún kemur fram þegar bændur gefa hey sem
hefur verið illa þurrkað þannig að hitakærar bakterí-
ur hafa vaxið í heyinu. Hlutar þeirra þyrlast upp í
loftið og berast ofan í lungun. Einkenni koma gjarn-
an fram fjórum til sex klukkustundum síðar og lýsa
sér sem hiti, hrollur, höfuðverkur, mæði og særindi í
öndunarfærum (2). Heysótt var fyrst lýst í heiminum
árið 1790 á íslandi (3). Með nútíma heyverkun, það
er heyrúllum, hefur tíðni þessa sjúkdóms minnkað
mjög mikið á íslandi. Er hann nú afar fátíður. Mein-
gerð þessara sjúkdóma hefur verið vel lýst á undan-
förnum árum (4, 5, 6). Ofnæmi fyrir skelfiski er vel
þekkt bæði hjá þeim sem hans neyta og einnig hjá
þeim sem vinna hann (7). Hér getur verið um að ræða
bráðaofnæmi með mótefnum af IgE gerð og einnig
hefur húðbólgum og asma verið lýst (8,9). Lýst hefur
verið ofsanæmislungnabólgu hjá skelfiskvinnslufólki
(10,11). Ekki eru þó til lýsingar á kúfisksótt fyrr svo
vitað sé til.
Margvíslegar ráðleggingar voru gefnar til að draga
úr einkennum hjá starfsfólki HÞ. Þar á meðal má
nefna:
• draga úr úða- og dropamengun
• stöðva/draga úr endurnýtingu vatns
• endurhanna loftræsingu þannig að loftflæði
verði sem mest fyrir vitum starfsmanna
• kæling kúfisksins strax eftir suðu getur reynst
hjálpleg
Einnig voru gefnar leiðbeiningar um eftirlit með
heildarmagni prótína í lofti og læknisskoðanir til að
fylgjast með heilsufari starfsmanna, sérstaklega með
tilliti til kúfisksóttar.
I framhaldi af þessu var enn og aftur ráðist í viða-
miklar endurbætur á húsnæði vinnslunnar. Gerðar
voru miklar úrbætur á loftræsingu sem miða að því að
ferskt loft sé alltaf fyrir vitum starfsmanna. Þetta var
gert með miklum og jöfnum loftskiptum og tryggt
jafnt og óhindrað loftflæði á fersku lofti, jafnframt
sem dregið var mjög úr endurnýtingu vatns. Reynt
hefur verið að endurbæta svo vinnslulínuna að starfs-
menn séu sem minnst á þeim svæðum þar sem mögu-
leiki á prótínmengun er mestur. Þetta hefur leitt til
þess að mun færri hafa fengið einkenni og þeir sem
fengið hafa einkenni hafa geta losnað við þau að
mestu með notkun á ferskloftsgrímum.
Það er niðurstaða okkar að greining kúfisksóttar sé
fyrst og fremst klínísk, það er byggist á sögu og skoð-
un. Rannsóknir geta sýnt ýmis ósérhæf frávik rétt á
meðan á köstum stendur eins og lýst er að framan og
eru því ekki sérstaklega hjálplegar en geta greint
aðrar mismunagreiningar. Enn fremur virðast flestir
sem við þessa vinnslu starfa mynda mótefni gegn
skelfisknum án tillits til einkenna kúfisksóttar eins og
lýst hefur verið í heysótt.
Ekkert í niðurstöðum þessarar rannsóknar bendir
til að einstök og stutt köst kúfisksóttar valdi heilsu-
tjóni til lengri tíma. Enginn hefur þó verið útsettur
fyrir kúfiski í langan tíma. Með tilliti til reynslu af
svipuðum sjúkdómum eins og heysótt er afar mikil-
vægt að bregðast fljótt við einkennum þar sem þau
eru líkleg til að valda með tímanum varanlegri skerð-
ingu á lungnastarfsemi ef um langvarandi útsetningu
er að ræða.
Verður það sameiginlega á ábyrgð atvinnurek-
anda og heilsugæslu á staðnum að upplýsa alla nýja
starfsmenn um sjúkdóminn og mikilvægi þess að láta
strax vita af einkennum svo hægt sé að gera viðeig-
andi ráðstafanir eins og fyrr er lýst áður en varanlegt
heilsutjón hlýst af.
Þetta er reyndar ekki alltaf eins einfalt og sýnist,
bæði vegna þess að starfsmenn eru af mörgum þjóð-
ernum og tungumálaerfiðleikar oftar en ekki til stað-
ar, og svo hitt að aðrir atvinnumöguleikar á staðnum
Læknablaðið 2002/88 911