Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 42

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 42
FRÆÐIGREINAR / BRJÓSTAMINNKUN Fig. 2. Questionnaire: The patients’ opinion ofthe overall result ofthe operation. Table IV. Number ofpatients operated by different operation methods. Number of Operation method patients (%) Bilateral Strömbeck - horizontal bipediculer 165 (64) Medial Strömbeck - medial unipediculer 42 (16.5) Hugo - superior unipediculer 37 (14.5) Mc Kissock - vertical bipediculer 3 (1) Free transplantation of areola 11 (4) ferðin, Bilateral Strömbeck, er lítið notuð í dag. Ekki var gerð tilraun til að finna hvort fylgni var milli tíðni fylgikvilla og aðgerðategunda, vegna tiltölulega lítils fjölda í flestum hópum. Þess má geta að flestir hóp- anna eru einnig samsettir (fleiri skurðlæknar). Ein kona greindist med lungnarek sex dögum eftir að- gerð. Þrjár konur greindust með brjóstakrabbamein í smársjárskoðun og fóru síðar í aðgerð vegna þess. Niðurstöður spumingalista Eins og fram hefur komið svöruðu 195 konur (75,6%) spurningalistanum. Allflestar konurnar, eða 183 (93,8%), sögðust hafa haft líkamleg einkenni fyrir aðgerð, en flestar af þeim, eða 160 (82%), sögðust einnig hafa haft félagsleg vandamál. 129 (66,1 %) kon- ur svöruðu játandi spurningunni um ættgengi. Ríf- lega helmingur, eða 101 (51,8%), höfðu reynt aðrar úrlausnir áður en til aðgerðar kom (megrun, sérhann- aðir brjóstahaldarar, sjúkraþjálfun, nudd og fleira). Mynd 2 sýnir árangur aðgerðar að mati sjúklinga. 170 (87,2%) konur sögðu helstu kosti aðgerðar vera minni líkamleg einkenni. 46 (23,6%) fannst útlit fyrst og fremst betra (15% svöruðu bæði), átta (4,1%) svör- uðu ekki en tvær (1,0%) sögðu enga kosti. 85 (43,6%) konum fannst ör aðalgalli aðgerðar. 61 (31,3%) fannst aðrir gallar til dæmis að ekki geta mjólkað, Ijót brjóst, Fig. 3. Questionnaire: Did the operation meet expectations? tilfinningaleysi í geirvörtum og fleira. 9% kvennanna fannst hvort tveggja. 36 (18,5%) fannst engir gallar og 16% svöruðu ekki. 104 (53,3%) kvennanna fannst útlit öra mjög gott (19 %) eða vel viðunandi (34%). 60 (30,8%) fannst örin þolanleg og 29 (14,8%) fannst þau slæm. Tvær (1%) svöruðu ekki. 28 (14,3%) kon- ur höfðu þegar farið í aðgerð til að fjarlægja örin en 46 (23,6%) sögðu að þess þyrfti en voru ekki búnar að fara í aðgerð. 128 (65,6%) sögðu að ekki þyrfti að laga örin. Sumar svöruðu fleiri en einum lið (3,5%). Mynd 3 svarar spurningunni hvort árangur að- gerðar var í hlutfalli við væntingar. Spurt var um varanleg einkenni eða lýti eftir aðgerð. 145 (74,4%) svöruðu spurningunni neitandi. 37 (18,9%) fannst ör- in varanleg lýti en 16 (8,2%) annað, til dæmis misstór brjóst, ljót bijóst og fleira. Sumar svöruðu fleiri en einum lið. 95 (48,7%) höfðu verið frá vinnu, námi eða heimilisstörfum í fjórar til átta vikur, 51 (26,1%) í tvær til fjórar vikur og 27 (13,8%) í tvær vikur eða skemmri tíma. 14 (7,2%) lengur en í átta vikur en átta konur (4,1%) svöruðu ekki/munduekki. 178 (91,3%) kvennanna sögðust ráðleggja öðrum konum aðgerð ef þær yrðu spurðar. 11 (5,6%) myndu ekki ráðleggja aðgerð, fjórar (2,0%) vissu ekki og tvær (1,0%) svöruðu bæði já og nei. Umræða og ályktun Niðurstöður frá spurningalista eru áþekkar öðrum spurningalistum sem uppbyggðir hafa verið með lík- um hætti (12, 13, 16, 17), að allflestar konur sem gengist hafa undir aðgerð vegna stórra brjósta eru ánægðar með árangurinn (80,5% í þessari rannsókn). Afdrif þeirra tæplega 25% kvenna sem ekki svöruðu spurningalistanum er erfitt að spá um, en það ber að 918 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.