Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 43
FRÆÐIGREINAR / BRJÓSTAMINNKUN
undirstrika að allt að 11 ár liðu frá því að fyrstu kon-
urnar fóru í aðgerð þangað til að spurningalistinn var
sendur.
Mörgum finnst ef til vill að 40% fylgikvillar sé há
tala. Sumar rannsóknir hafa reyndar sýnt fram á mun
lægri tíðni (3), en aðrar mjög áþekkar tölur (til dæmis
13). Að okkar mati er skýringanna að leita meðal
annars í mismunandi skilgreiningu á minniháttar
fylgikvillum. í aðgerðinni felast stórir sárafletir og
nokkuð mikill saumaskapur. Því er eðlilegt að upp
komi minniháttar sáravandamál og er spurning hvort
um raunverulega fylgikvilla er að ræða (samanber
skilgreiningu).
Hvað sem því líður sýnir þessi rannsókn glögglega
að konunum finnast þessir fylgikvillar almennt ekk-
ert tiltökumál þegar sárin eru gróin.
Eins hafa aftursæjar rannsóknir eins og þessi sínar
takmarkanir, en stundum er erfitt að lesa úr upplýs-
ingum fengnum úr sjúkraskrám. Sem dæmi er skrán-
ing minniháttar fylgikvilla, en oft á tíðum var erfitt að
átta sig á því hvaða fylgikvilli kom í byrjun því þeir
skarast oft á tíðum (6% sjúklinga skráðir með fleiri
en einn fylgikvilla).
Fram kemur í töflu III að ekki er marktækur mun-
ur á tíðni fylgikvilla milli skurðlækna 1,2 og 3, en at-
hyglisvert að það er marktækur munur á BMI milli
skurðlæknanna.
Eins og fram kemur í niðurstöðum frá spurninga-
lista fannst flestum konum helsti galli aðgerðar vera
örin og er vert að hafa það í huga þegar konur eru
upplýstar um aðgerðina.
Einnig er umhugsunarvert að í þessari rannsókn
eru þrjár konur sem greinast með brjóstakrabbamein
(1%) og má spyrja sig hvort ástæða sé til að fram-
kvæma alltaf brjóstamyndatöku hjá konum, til dæmis
eldri en 35 ára, fyrir aðgerð.
Það er ljóst að mjög mörgum aðferðum við að
minnka brjóst hefur verið lýst og ákveðnar aðferðir
hafa náð vinsældum á mismunandi tímum. Hvort ein
aðferð er betri en önnur verður látið ósagt hér, en
ljóst er að rannsóknir hafa sýnt fram á mjög mismun-
andi árangur hvað varðar fylgikvillana (samanber
ofan).
Það má segja að mest notaða aðferðin til að
minnka brjóst í þessari rannsókn var barn síns tíma.
Aðrar áherslur eru í dag. Annað sem hefur breyst er
að mun algengara er að skurðlæknar sprauti blöndu
af staðdeyfingu með adrenalíni í brjóstin áður en að-
gerðin hefst, en það hefur verið sýnt fram á minni
blæðingu í aðgerð ef þetta er gert (22).
Að lokum má geta þess að innlagnatími hjá þess-
um sjúklingahópi (eins og margra annarra) hefur
styst verulega síðustu ár og eru sjúklingar í dag jafn-
vel sendir heim samdægurs.
Heimildir
1. Letterman G, Schurter M. The effects of mammary hyper-
trophy on the skeletal system. Ann Plast Surg 1980; 5: 425-31.
2. Aston J, Beastley W, Thorne HM. Grabb and Smith’s Plastic
Surgery, 5 th. ed. Lippincott-Raven, 1997.
3. Hugo NE, McClellan RM. Reduction mammaplasty with a
single superiorly-based pedicle. Plast Reconstr Surg 1979; 63:
230-4.
4. McKissock PK. Reduction mammaplasty with a vertical
dermal flap. Plast Reconstr Surg 1972; 49: 245-52.
5. Orlando JC, Guthrie RHJ. The superomedial dermal pedicle
for nipple transposition. Br J Plast Surg 1975; 28: 42-5.
6. Pitanguy I. Surgical treatment of breast hypertrophy. Br J
Plast Surg 1967; 20: 78-85.
7. Ribeiro, L. A new technique for reduction mammaplasty. Plast
Reconstr Surg 1975; 330-4.
8. Robbins TH. A reduction mammaplasty with the areola-
nipple based on an inferior dermal pedicle. Plast Reconstr
Surg 1977; 59: 64-7.
9. Skoog, T. A technique of breast reduction, transposition of the
nipple on a cutaneous vascular pedicle. Acta Chir Scand 1963;
126:453-65.
10. Strombeck JO. Reduction mammaplasty. Surg Clin North Am
1971;51:453-69.
11. Strombeck, J. O. Mammoplasty: Report of a new technique
based on the two-pedicle procedure. Br J Plast Surg 1960; 13:
79-90.
12. Boschert MT, Barone CM, Puckett CL. Outcome analysis of
reduction mammaplasty. Plast Reconstr Surg 1996; 98: 451-4.
13. Dabbah A, Lehman JAJ, Parker MG, Tantri D, Wagner DS.
Reduction mammaplasty: an outcome analysis. Ann Plast
Surg 1995; 35: 337-41.
14. Hughes LA, Mahoney JL. Patient satisfaction with reduction
mammaplasty: an early survey. Aesthetic Plast Surg 1993; 17:
345-9.
15. Miller AP, Zacher JB, Berggren RB, Falcone RE, Monk J.
Breast reduction for symptomatic macromastia: can objective
predictors for operative success be identified? Plast Reconstr
Surg 1995; 95: 77-83.
16. Schnur PL, Schnur DP, Petty PM, Hanson TJ, Weaver AL.
Reduction mammaplasty: an outcome study. Plast Reconstr
Surg 1997; 100: 875-83.
17. Udesen A, Lundhus E, Geertsen UA. Breast reduction
surgery. County of Velje; A 12-year follow-up study. Ugeskr
Laeger 1994; 156: 7680-4.
18. Kinell I, Beausang-Linder M, Ohlsen L. The effect on the
preoperative symptoms and the late results of Skoog's
reduction mammaplasty. A follow-up study on 149 patients.
Scand J Plast Reconstr Hand Surg 1990; 24: 61-5.
19. Mandrekas AD, Zambacos GJ, Anastasopoulos A, Hapsas
DA. Reduction mammaplasty with the inferior pedicle
technique: early and late complications in 371 patients. Br J
Plast Surg 1996; 49: 442-6.
20. Blomqvist L. Reduction mammaplasty: analysis of patients'
weight, resection weights, and late complications. Scand J
Plast Reconstr Hand Surg 1996; 30: 207-10.
21. Bolger WE, Seyfer AE, Jackson SM. Reduction mammaplasty
using the inferior glandular pedicle: experiences with 300
patients. Plast Reconstr Surg 1987; 80: 75-84.
22. Brantner JN, Peterson HD. The role of vasoconstrictors in
control of blood loss in reduction mammaplasty. Plast
Reconstr Surg 1985; 75: 339-41.
Læknablaðið 2002/88 919