Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 49

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GJÖF TIL LÍ / LYFJAEFTIRLIT / BÓKARFRÉTT Gjöf til Læknafélags íslands 60 árgangar af Læknablaðínu Á DÖGUNUM kom Gunnlaugur Snædal læknir og fyrr- verandi formaður Læknafélags Reykjavíkur og stjórn- armaður í Læknafélagi Islands færandi hendi í Hlíða- smára 8. Hann hafði meðferðis 60 árganga af Lækna- blaðinu, fagurlega innbundna, og afhenti þá LI að gjöf. Þarna er um að ræða alla árganga frá því blaðið hóf göngu sína árið 1915 fram til 1974. Sigurbjörn Sveinsson formaður LI veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði fyrir hana. Bað hann Gunnlaug síðan að aðstoða sig við að stimpla fyrsta árganginn með sérstökum stimpli sem hann hafði látið útbúa og merkja það þannig bæði gefanda og þiggjanda. Með Gunnlaugi í för voru tveir synir hans, Jón og Kristján, og einnig sonardóttirin Jóhanna Kristjánsdóttir. Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ og Gunnlaugur Snædal stimpla fyrsta árganginn. Fallið frá innheimtu lyfjaeftirlitsgjalds í ÁGústmánuði í sumar ritaði Sigurbjörn Sveins- son formaður LÍ bréf til Lyfjastofnunar þar sem hann mótmælti innheimtu lyfjaeftirlitsgjalds fyrir árið 2002. Nú hefur Lyíjastofnun svarað þessu bréfi og er það svar svohljóðandi: Lyfjaeftirlitsgjöld árið 2002 Vísað er í bréf Læknafélags íslands, dags. 20. ág- úst, vegna álagningar lyfjaeftirlitsgjalda árið 2002. Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun taka fram að stofnunin hefur fallið frá álagningu lyfjaeftirlits- gjalds árið 2002 á einstaka lækna, sem kaupa lyf í heildsölu í eigin nafni. Engar breytingar hafa verið gerðar vegna innheimtu eftirlitsgjalds á læknastöðvar. Fjársýsla ríkisins hefur verið upp- lýst um þessa ákvörðun og mun stofnunin end- urgreiða þeim sem hafa greitt eftirlitsgjöld í samræmi við það. F.h. Lyfjastofnunar, Daníel Viðarsson Sviðstjóri gæða- og eftirlitssviðs Gunnlaugur Snœdal og sonardóttirin Jóhanna á milli sonanna Jóns (til vinstri) og Kristjáns. Gjöfin er á borðinu fyrir framan þau. Handbók um reykleysi Út er komin handbók fyrir heil- brigðisstarfsfólk sem fjallar um reyk- leysismeðferð og tóbaksvarnir. Bók- in nefnist Tært loft og er unnin með hliðsjón af breskri bók, „Cleaning the air“, en staðfærð og löguð að ís- lenskum aðstæðum. í henni er að finna leiðbeiningar fyrir heilbrigðis- starfsfólk um hvernig það getur að- stoðað fólk við að hætta að reykja á sem áhrifaríkastan hátt. Tilgangur bókarinnar er að • auka þekkingu heilbrigðisstarfs- manna á áhrifum reykinga á lýð- heilsu • kynna helstu ákvæði tóbaksvarna- laga • veita heilbrigðisstarfsfólki upp- lýsingar um reykleysismeðferð í því skyni að bæta hæfni þeirra og öryggi á því sviði • styðja heilbrigðisstarfsfólk til að veita markvissa aðstoð til reyk- leysis Tært loft REYKUYUSMtOFERO OC TÓ8AKSVARNIR HANDBÓK fyrir HEILBRIGOISSTARFSFOLK • kynna úrræði og helstu leiðir við framkvæmd reykleysismeðferðar • bæta þekkingu heilbrigðisstarfs- fólks á lyfjameðferð við tóbaks- fíkn með og án nikótíns og auka hæfni þess til að ráðleggja reyk- ingamönnum um lyfjameðferð og gerð áætlunar fyrir hvern og einn. Bókin fæst hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. (Ur fréttatilkynningu) Læknablaðið 2002/88 925

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.