Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LUNGNASJÚKDÓMAR Frá Landlæknisembættinu Öndunarmælingar á heilsugæslustöðvum Til að greina lungnasjúkdóma eru tæki til öndunar- mælinga mjög mikilvæg. Blástursmælir (spirometer) er eitt þessara tækja og ætti að vera hluti af þeim grunnbúnaði sem til er á heilsugæslustöðvum. Með slíku tæki má til dæmis greina hvort um er að ræða lungnasjúkdóm sem leiðir til herpu eða hvort um er að ræða teppu. Teppusjúkdómar í lungum eru al- gengir og er áætlað að 5% fullorðinna sé með asma og hjá börnum er hlutfallið enn hærra. Þá er áætlað að tíðni langvinnra lungateppusjúkdóma muni auk- ast mjög á komandi árum og verði enn meira heil- brigðisvandamál en nú er. Blástursmæli má nota til greiningar og mismunagreiningar þessara sjúkdóma og það má nota hann til að meta árangur meðferðar. Þá er einnig vaxandi áhugi á því að nota blásturs- mælingar til að greina langvinna lungnateppu á byrj- unarstigi og beina reykleysismeðferð sérstaklega að þeim hópi. Með því mætti draga úr tíðni langvinnra lungateppusjúkdóma svipað og gert hefur verið við hjarta- og æðasjúkdóma. Nú reykja um það bil 25% fullorðinna íslendinga. Af þeim hópi er líklegt að um 15-25% fái langvinna lungateppu. Um 45 ára aldur er hægt með lungnablástursprófum að greina þá reyk- ingamenn sem eru í mestri hættu að fá langvinna lungnateppusjúkdóma. Með öflugu forvarnarstarfi og eftirliti má forða þessum einstaklingum frá frekari lungnaskaða sem kemur ekki í ljós klínískt fyrr en 10- 15 árum seinna. Af ofanskráðu er ljóst mikilvægi blástursmæla í greiningu og meðferð lungnasjúk- dóma. Fyrri hluta ársins 2000 var gerð könnun á vegum Landlæknisembættisins á því hversu margar heilsu- gæslustöðvar ættu öndunarmæla. Kom þar í ljós að aðeins rúmlega helmingur heilsugæslustöðva í land- inu átti slíkan búnað. Víða var um að ræða gömul tæki sem voru orðin lítið notuð og óáreiðanleg. Þá vantaði víða betri þjálfun starfsfólks bæði í að fram- kvæma prófin á réttan hátt og að lesa úr þeim. Var talið augljóst að hér þyrfti að bæta mikið úr. A vegum Landlæknisembættisins er starfandi vinnu- hópur sem hefur að markmiði að efla notkun tækja til öndunarmælinga í heilsugæslu á íslandi. Þessi vinnu- hópur í samvinnu við Tóbaksvamanefnd og lyfjafyrir- tækið GlaxoSmithKline stofnaði árið 2001 félagsskap sem fékk nafnið Loftfélagið. í þessum félagsskap starfa heilbrigðisstarfsmenn sem áhuga hafa á öndunar- mælingum og að efla vitneskju um lungnasjúkdóma. Má þar nefna lækna með ýmsar sérgreinar, hjúkrun- arfræðinga og lyfjafræðinga. Seinni hluta árs 2001 gaf Loftfélagið öndunarmæla af gerðinni Spiro 2000 frá Medikro á 25 heilsugæslustöðvar um land allt. Hér er um að ræða mjög fullkomna öndunarmæla sem eru tölvutengdir og vinna í PC-tölvuumhverfi og nýtast því vel á tölvuvæddum heilsugæslustöðvum. Jafnframt þessu var farið með fræðsluefni á fundi um allt land og kennd grundvallaratriði öndunarmælinga. Yfir 200 starfsmenn heilsugæslustöðva voru fræddir á þessum fundum og var afhent mappa með fræðsluefni um lungnasjúkdóma og öndunarmælingar. Fyrri hluta ársins 2002 fengu síðan fleiri stöðvar afhenta öndun- armæla þannig að alls eiga 35 af 53 heilsugæslustöðv- um á Islandi þessa gerð af öndunarmælum og auk þess eiga hinar stöðvarnar aðrar gerðir þannig að nú eiga allar heilsugæslustöðvar öndunarmæla. Að auki fékk Læknadeild Háskóla íslands einn mæli til þjálf- unar fyrir nema. Vorið 2002 var aftur haldin fræðsla um öndunar- mælingar og reykleysismeðferð með átta fundum um land allt. Þannig eiga allar heilsugæslustöðvar nú að geta framkvæmt öndunarmælingar og eru starfsmenn stöðvanna hvattir til að nota þessi tæki til að aðstoða við greiningu og meðferð lungnasjúkdóma. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir Sigurður Guðmundsson landlæknir 928 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.