Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Bréf til Arna Kristinssonar Opið svar við bréfi kolleganna í „Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna" Kollegar góðir! Þakka ykkur fyrir bréfið og allt gamalt og gott bæði fyrr og síðar. Ég er vanur að svara bréfum, ekki síst þegar um er að ræða jafn ágætt og merkilegt bréf og þetta. Hitt hlýtur ykkur að vera ljóst að ég mun ekki hlýða kallinu og bað símastúlku í fyrirtækinu ykkar og íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), „Þjónustumið- stöð rannsóknarverkefna", að senda mér ekki fleiri bréf. Ég vil í fyrsta lagi ekki láta bendla nafnið mitt við IE enda hef ég löngu sagt mig úr gagnagrunnin- um, blessuð sé minning hans. I öðru lagi verð ég að játa fyrir ykkur og öðrum kembileitarmönnum að ég hef takmarkaða trú á slíkri leit. Munurinn á þeim og fjárleitum er sá að í fjárleitum er leitað á afmörkuð- um landssvæðum að tiltölulega ákveðnum, mörkuð- um fjölda fjár sem er fé og lítur út eins og fé, en í gena- kembileitum er verið að leita á óendanlegu svæði að óendanlegum fjölda einhvers sem ekki er vitað hvort er fé eða eitthvað annað. Ég fæ að vissu leyti skilið að jafn vel gefnir menn og þið létuð blekkjast af Kára í upphafi, en erfiðara er að skilja að nú þegar genabólan er sprungin og tætlurnar liggja á víð og dreif um lækningaheiminn, þar á meðal litla heiminn okkar, skulið þið, svo ágæt- ir fræðimenn í læknisfræði, vera reiðubúnir að reyna að tjasla tætlunum saman, fyrir hvað og hvern? Ég held að læknastéttin sé á villigötum í leit sinni að fjöl- genasjúkdómum og svo í kembileitum að forstigum sjúkdóma. Því miður sýnist mér að afraksturinn sé ekki sérlega mikill og að óhjákvæmilegir fylgikvillar, líkamlegir og félagslegir, geti orðið verri en það sem átti að fyrirbyggja, en auðvitað skapa þessar aðgerðir læknastéttinni hróður og eitthvað í aðra hönd. Ég vona að þið gefið mér það til sakir elli og þar af leiðandi byrjandi elliglapa þó mér finnist á stund- um ég vera staddur í vísindaskáldsögu. Því langar mig að ljúka þessu tilskrifi með dæmi um hugsanlegan framgang mála í framtíðinni eins og hann kemur mér fyrir mínar gömlu sjónir. Fyrir um það bil þrem vikum fæddist hraust og fallegt sveinbarn á fæðingardeild Landspítalans. For- eldramir eru bæði hraust ungmenni á þrítugsaldri. Af móðurforeldrum piltsins er það að segja að móðirin er Hkamlega hraust en þjáðist af þunglyndisköstum í æsku. Faðirinn hefur slitgigt í hnjám en er að öðru leyti hraustur. Af föðurforeldrum piltsins hefur afinn krabbamein í blöðruhálskirtli og amman hefur haft iktsýki, afabróðir piltsins hafði sykursýki en var auk þess alltof feitur stórdrykkjumaður. Ömmubróðir dó úr magakrabba en hafði Kka hjartabilun. Móður- amma piltsins hefur geðklofa, móðurömmusystir hef- ur háþrýsting og asma og önnur móðurömmusystir dó úr brjóstakrabbameini. Móðurafi hefur langvinna hjartabilun og tveir móðurafabræður dóu úr krabba- meini í blöðruhálskirtli. Móðurömmubróðir hafði sykursýki og framdi sjálfsmorð. Svona í lokin má geta þess að langalangalangafi dó úr Alzheimer. Látum þetta nægja en eflaust mætti finna fleiri sjúkdóma í ættinni ef vel er leitað. Gerum ráð fyrir að innan ára- tugs verði hægt að búa til genakort fyrir einstaklinga. Foreldrar drengsins vilji undirbúa framtíð hans af kostgæfni og láti því gera kort fyrir hann svo hægt sé að fyrirbyggja væntanlega sjúkdóma og finna strax lyf sem kunna að hæfa ákveðnum þáttum í genaflórunni. Sjálfsagt vill faðirinn kaupa líftryggingu handa syninum en þá vill tryggingaragentinn fá að skoða genakortið. Þá eru umhverfisþættirnir eftir, en án efa verða einhveijir til að kortleggja þá í framtíðinni og þá má tengja umhverfisþáttakortið, genakortið og ættartöluna saman í gagnagrunni sem yrði í vörslu þjóðhöfðingja á borð við Davíð Oddsson framtíðar- innar og í einkaeign Kára Stefánssonar og deCODE framtíðarinnar. Ég sé fram á blómatíð íslendinga, en hlýt þó að vera þakklátur fyrir að verða þá undir grænu torfunni sem mun, hvað sem kembileitum líður, hylja okkur öll að lokum. Árni Björnsson Með vinar- og kollegialkveðju Árni Björnsson Arshátíð LR verður haldin 18. janúar Læknablaðið 2002/88 929 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.