Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNASKOP
Húmor er ódýr og laus við aukaverkanir
Rætt við Stein Tyrdal húmorritstjóra norska læknablaðsins
Húmor og heilsa var yfirskrift á námskeiði sem
haldið var í byrjun nóvember á vegum Endurmennt-
unarstofnunar Háskóla íslands. Þar voru flutt mörg
lærð erindi um hlutverk kímni og húmors í störfum
heilbrigðisstétta og gerður góður rómur að. Einn
þeirra sem erindi fluttu á námskeiðinu var norski
bæklunarskurðlæknirinn Stein Tyrdal en hann ber
titilinn „humorredakt0r“ á tímariti Norska læknafé-
lagsins, auk þess að vera forseti samtakanna Nordisk
selskab for medisinsk humor.
Blaðamaður Læknablaðsins hitti Stein Tyrdal að
máli milli erinda og bar undir hann þá sögu sem hann
hafði heyrt að hann hefði eiginlega ráðið sig sjálfur til
starfa við tímarit norskra lækna.
„Þetta gerðist þannig að ég fékk nokkuð alvarlegan
lungnasjúkdóm og hafði verið settur á stóran skammt
af steralyfjum. Við það hætti ég að sofa og átti rétt eins
á hættu að það færi að styttast í þessu hjá mér. Þá
ákvað ég að koma tvennu í verk sem ég hafði trassað
lengi. í fyrsta lagi hóf ég framleiðslu á nýrri tegund af
felguskrúfum sem eru merktar „Uppi að framan; niðri
að framan“ og svo framvegis. Það hafði alltaf farið í
taugarnar á mér að hafa þessar skrúfur ómerktar. Ég
fékk svo styrk frá norsku byggðastofnuninni til að
stofna fyrirtæki um þessa uppfinningu mína.
Hitt var að sækja um starf húmorritstjóra á norska
læknablaðinu. Ég hafði tekið eftir því að þegar lækn-
ar hittust sögðu þeir gjarnan sögur úr starfinu. Þenn-
an menningarkima vildi ég opna og sýna öðrum. Mér
fannst þetta eiga erindi í tímarit norskra lækna og
bauðst til þess að ritstýra föstum dálki í ritinu um
húmor. Vaninn á blaðinu er sá að bregðast við hug-
myndum um nýja fastaþætti með því að humma þá
fram af sér þar til viðkomandi missir áhugann en að
þessu sinni brá Magne Nylenna ritstjóri hart við þeg-
ar hann fékk bréfið frá mér, bauð mér í mat og þrem
dögum eftir að ég sendi bréfið var ég ráðinn. Það sem
ég held að hafi ráðið úrslitum um að ég fékk starfið
var að ég skrifaði í umsóknarbréfið að ef ég fengi
starfið myndi ég örugglega skemmta mér vel en ef
ekki þá hefði ég skemmt mér vel. Ég get því með
góðri samvisku gefið atvinnulausum það ráð að sækja
um störf sem ekki eru til og hafa því ekki verið aug-
lýst. Þá þurfa þeir ekki að óttast samkeppnina."
Hluti af mannlegum samskiptum
Þetta var fyrir fimm árum en frá ársbyrjun 1998 hefur
þátturinn Leger pa tvers verið fastagestur á síðum
Þröstur norska læknablaðsins sem kemur út á 10 daga fresti.
Haraldsson En hvernig hafa lesendur brugðist við?
„Viðbrögðin hafa verið afskaplega jákvæð. Ég ótt-
aðist í fyrstu að nú myndi ég endanlega eyðileggja
mannorð mitt með því að halda úti þætti með eintómu
bulli og kjaftæði. Hver myndi treysta einhverjum
brandarakalli til að skera sig upp? En þeim fjölgar
stöðugt sem segja mér að dálkurinn minn sé það fyrsta
sem þeir lesa í blaðinu. Ég fæ stöðugan straum af
sögum frá kollegum og nú á ég alltaf hálfs árs skammt
af þeim í tölvunni minni. Ég þarf því ekki lengur að
byggja eingöngu á þeim sögum sem ég kann.“
- Færðu aldrei viðbrögð á þá lund að nóg sé nú að
þurfa að sýna sjúklingum fyllstu kurteisi þótt menn
þurfi ekki að vera fyndnir líka?
„Nei, við þurfum ekki endilega að vera fyndnir.
Rannsóknir sýna að sjúklingar vilja framar öllu fá
rétta meðhöndlun. En þeir vilja gjarnan eiga góð sam-
skipti við lækninn og það gerist ef menn eru mann-
eskjulegir. Húmor er hluti af mannlegum samskipt-
um enda hlær fólk og hefur það gott þegar samskiptin
eru góð. Það þurfa læknar að hafa í huga, til dæmis
þegar þeir eru að gantast við ritarann á stofunni. Þá
hættir þeim við að skrúfa fyrir gamanið þegar sjúk-
lingurinn birtist og þar með finnst honum verið að
halda sér utan við. Að sjálfsögðu eiga læknar ekki að
leika trúð eða reyta af sér brandara og alls ekki að
beita fyndni lil að laða að sér sjúklinga. En þeir eiga
að vera opnir fyrir því sem er broslegt, jafnvel gálga-
húmor ef þeim finnst það hæfa og þeir skynja að sjúk-
lingurinn hefur þörf fyrir það. Þeir verða hins vegar
að geta greint á milli ólíkra tegunda af húmor. Sum
gamanmál geta brotið sjúklinginn niður meðan önn-
ur byggja upp og styrkja.“
Þola meira en við höldum
- Þú sagðir í erindi þínu að heilbrigðisstarfsmönnum
hætti til að svara ekki þegar sjúklingar bregða fyrir
sig húmor og að læknar væru verstir með þetta. Eru
læknar almennt húmorlausir?
„Nei, læknar eru almennt afskaplega skemmtileg-
ir og með vel þroskað skopskyn. Hins vegar eru þeir
svo uppteknir af læknaeiðnum sem mælir svo fyrir að
þeir megi ekki á neinn hátt særa sjúklinginn. Húmor
getur verið meiðandi ef honum er beitt af óvarkárni.
Hann á það til að vera svartur og sé honum beitt
ótæpilega getur sú hlið orðið ríkjandi. Menn verða að
gæta þess að beita húmor á réttum tíma og í réttu
samhengi, að öðrum kosti geta menn valdið fólki
sársauka að nauðsynjalausu.
Hafi menn ekki góða reynslu af því að beita húm-
or í samskiptum við sjúklinga er algengt að þeir bregð-
930 Læknablaðið 2002/88