Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNASKOP
ist við með því að halda honum utan við þau. Mér
finnst rangt að bregðast þannig við. I fyrsta lagi þola
sjúklingar meira en við höldum, í öðru lagi hafa sjúk-
lingar þörf fyrir að læknirinn bregðist við öllum hlið-
um þeirra en noti ekki bara illskiljanleg orð og síðast
en ekki síst geta læknar ekki hagað sér eins og þeir
séu hafnir yfir allar hefðir og venjur í mannlegum sam-
skiptum. Þá brenna þeir út fyrir tímann.“
Ekki mælanleg áhrif, en ...
- í umræðum um húmor og heilsu er oft nefnt að
húmor geti unnið gegn því að læknar brenni út, en
eru einhverjar sannanir til fyrir því að húmor hafi
lækningamátt?
„Af og til eru birtar niðurstöður rannsókna sem
sýna að lífsglatt og jákvætt fólk hafi betri lífslíkur en
þeir sem eru geðvondir og þverir. Vandinn við þessar
rannsóknir er að þær eru ekki nógu margar og niður-
stöðumar misvísandi. Það er í sjálfu sér eðlilegt því
allur kraftur rannsakenda fer í að rannsaka það sem
gerir okkur veik og að finna svör við því. Við höfum
ekki rannsakað hinn jákvæða kraft sem býr í mannin-
um. Þetta sést ágætlega á lyfleysurannsóknum. Þær
leiða í ljós að 30-80% af áhrifamætti lyfja felst í því að
þau eru til, í táknrænu gildi þeirra. Eg skrifa oft út
verkjalyf til sjúklinga minna en segi þeim síðan að
leysa þau út og geyma þau í náttborðskúffunni. Þar
verka þau best. Öryggistilfinningin sem fylgir því að
eiga lyfin vís í skúffunni er mjög mikilvæg sjúklingn-
um. Þetta þurfa læknar að notfæra sér, rétt eins og
húmorinn sem hefur svipuð áhrif og lyfleysa. Það má
því segja að húmor hafi ekki bein og mælanleg líkam-
leg áhrif heldur sé áhrifamáttur hans fyrst og fremst
félagslegur og sálrænn.“
Besta ráðiö gegn streitu
Þegar talið berst að læknahúmor sjá menn oftast fyrir
sér lækninn að tala við sjúkling á stofu sinni. En hvað
Stein Tyrdal bœkhmar-
skurðlœknir og húmorrit-
stjóri tímarits Norska
lœknafélagsins.
um húmor á sjúkrahúsum? Þar eru aðstæður oft tví-
sýnar, sjúklingur og læknir á leið í aðgerð sem getur
farið á ýmsa vegu. Er pláss fyrir húmor þar?
„Já, sé nokkurs staðar þörf fyrir húmor þá er það
á sjúkrahúsunum. Við vitum að sjúklingar þjást oft af
streitu þegar þeir koma á sjúkrahús, þeir eru kvíðnir
og óöruggir. Við vitum líka að ef hægt er að draga úr
streitu hjá sjúklingnum ganga skurðaðgerðir jafnan
betur og alls kyns smávandamál verða ekki til trafala.
Streita getur líka dregið úr krafti ónæmiskerfisins og
kemur við sögu í allt að 70% sjúkdóma. Þess vegna er
mikilvægt að beita öllum brögðum til að draga úr
streitu og fá sjúklinginn til að slaka á.
Þar kemur húmorinn að góðum notum því hann
er eitt allra besta ráðið sem við höfum til að draga úr
streitu. Hann hefur líka þá kosti að vera ódýr og að
heita má laus við aukaverkanir," sagði Stein Tyrdal
húmorritstjóri frá Noregi.
Launalækkun
Atvinnan er ekkert grín,
engin ráð ég þekki,
stöðugt lækka launin mín
löglega eða ekki.
Finnst mér enn á FSA
fjarska gott að vinna,
þó læknis gömul gloría
gefi minna og minna.
Samið var í sumar leið
við sérfræðingaskara,
en við launaseðlaseið
set ég fyrirvara.
Það er hvorki ljúft né létt
í ljósi fyrri tíðar
að áskilja sér allan rétt
á endurskoðun síðar.
Aldarfarið um ég veit
ekkert nú á dögum
enda kominn ofan úr sveit,
algjört barn í lögum.
Yngri-Rauð ég aldrei sel,
er þó sjaldan feginn,
svon’ er að reyna að vinna vel
og vera hýrudreginn.
Brynjólfur
Ingvarsson
Höfundur er geðlæknir
á Akureyri.
Læknablaðið 2002/88 931
L