Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 23
Faraldsfræði í dag
Áhætta og lýðheilsa
í nýlegri umfjöllun um klíníska faraldsfræði var
rætt um nokkrar stærðir sem notaðar eru til að lýsa
niðurstöðum klínískra íhlutunarrannsókna (clinical
trials) þar sem könnuð er gagnsemi (og áhætta) af
ákveðinni meðferð. Þarna var meðal annars um að
ræða hlutfallslega áhættuminnkun (relative risk re-
duction) og skilyrðislausa eða algera áhættuminnkun
(absolute risk reduction). Þessar stærðir endurspegla
áhrif tiltekinnar íhlutunar eða meðferðar í rannsókn-
arhópnum og geta gefið vísbendingar um árangur
sem vænta má í svipuðu þýði ef meðferðinni er beitt
þar. Þessar stærðir eru því gagnlegar til að átta sig á
lýðheilsuáhrifum af meðferðinni. í áhorfsrannsókn-
um (observational studies) er áhrifum áhættuþáttar
hins vegar oft lýst sem hlutfallslegri áhættu (relative
risk) þar sem líkur á útkomu eða sjúkdómi eru born-
ar saman meðal tveggja hópa, annars vegar þeirra
sem hafa áhættuþáttinn en hins vegar þeirra sem
hafa hann ekki. Hlutfallsleg áhætta segir til um að
hve miklu leyti einstaklingur með áhættuþáttinn er
líklegri til að fá sjúkdóminn en einstaklingur án
áhættuþáttarins. Há hlutfallsleg áhætta er oft sterk
vísbending um að orsakasamband sé til staðar milli
áhættuþáttar og útkomu en fleira kemur þar til eins
og áður hefur verið rætt. Jafnvel þegar leiddar hafa
verið sterkar líkur að orsakasambandi gefur hlut-
fallsleg áhætta ein sér ekki upplýsingar um áhrif
áhættuþáttarins á lýðheilsu. Mjög há hlutfallsleg
áhætta hefur litla þýðingu fyrir lýðheilsu ef um sjald-
gæfan áhættuþátt er að ræða en tiltölulega lág hlut-
fallsleg áhætta getur hins vegar haft veruleg áhrif á
lýðheilsu ef áhættuþátturinn er algengur. Þannig geta
lýðheilsuaðgerðir gegn tiltölulega veikum en algeng-
um og umbreytanlegum áhættuþáttum gagnast betur
en aðgerðir gegn sterkari og sjaldgæfari áhættuþátt-
um.
Til að túlka skýrar áhrif áhættuþáttar með tilliti til
hópa eða þýðis, það er með tilliti til lýðheilsu, þarf að
nota önnur hugtök sem lýsa hlutdeild áhættuþáttar-
ins í tilurð sjúkdómsins í þýðinu. Einfaldast þessara
hugtaka er hlutdeildaráhætta (attributable risk, risk
difference). Hlutdeildaráhætta er fengin með því að
reikna einfaldlega mismuninn á nýgengi sjúkdómsins
meðal þeirra sem hafa áhættuþáttinn og hinna sem
hafa hann ekki. Hlutdeildaráhætta lýsir þeirri um-
framáhættu (á að fá tiltekinn sjúkdóm) sem er til
staðar meðal þeirra sem eru útsettir fyrir áhættu-
þættinum miðað við þá sem eru það ekki, og segir
þannig til um skilyrðislaus eða alger áhrif áhættu-
þáttarins (absolute effect). Ólíkt því sem gildir um
hlutfallslega áhættu byggist túlkun hlutdeildaráhættu
á því að orsakasamband hafi þegar verið staðfest eða
sé að minnsta kosti nokkuð vel grundvallað hlutdeild-
aráhætta er í eðli sínu í raun ekki túlkanleg nema or-
sakasamband liggi fyrir. Ef engin tengsl eru milli
áhættuþáttar og útkomu mun nýgengi sjúkdómsins
vera hið sama meðal þeirra sem hafa áhættuþáttinn
og hinna sem hafa hann ekki og hlutdeildaráhættan
verður engin. Ef orsakasamband er hins vegar til
staðar verður hlutdeildaráhættan einhver og stærð
hennar segir til um fjölda tilfella af sjúkdómnum
(meðal þeirra sem hafa áhættuþáttinn) sem beinlínis
stafa af áhættuþættinum eða fjölda tilfella sem mætti
koma í veg fyrir ef áhættuþátturinn væri fjarlægður.
Auk hlutdeildaráhættu má reikna hlutfall tilfella
meðal þeirra sem hafa tiltekinn áhættuþátt sem
koma mætti í veg fyrir með því að fjarlægja áhættu-
þáttinn.
Þetta hlutfall (attributable risk percent, attribu-
table proportion) af heildarfjölda sjúkdómstilfella
meðal þeirra sem eru útsettir fyrir áhættuþættinum
er sá hluti tilfella sem beinlínis orsakast af honum og
er stundum kallað orsakabrot (etiologic fraction).
Ef um er að ræða verndandi þátt en ekki áhættu-
þátt er á samsvarandi hátt unnt að reikna hlutdeildar-
vernd (attributable protection) og verndarbrot (pre-
ventive fraction), en þessar stærðir endurspegla þann
aukna fjölda eða hlutfall sjúkdómstilfella sem til hefðu
orðið ef hins verndandi þáttar hefði ekki notið við.
Hlutdeildaráhætta og orsakabrot eru óháð því hve
algengur áhættuþátturinn er meðal þýðisins í heild.
Þessi hugtök eiga aðeins við um hlutdeild ákveðins
áhættuþáttar í tilurð sjúkdómsins meðal þeirra sem
áhættuþáttinn hafa. í lýðheilsutilliti er ekki síður gagn-
legt að átta sig á hlutdeild áhættuþáttar í tilurð sjúk-
dómsins í þýðinu í heild. Slík þýðishlutdeildaráhætta
(population attributable risk) er fengin með því að
reikna mismuninn á nýgengi sjúkdómsins í heildar-
þýðinu annars vegar en nýgengi hans meðal þeirra
sem hafa ekki áhættuþáttinn hins vegar. Þessi stærð
segir til um þann umfram fjölda tilfella í þýðinu (sem
er blanda einstaklinga með og án áhættuþáttar) sem
ætla má að rekja megi til áhættuþáttarins. Á sama
hátt og orsakabrot er reiknað fyrir einstaklinga með
áhættuþáttinn má reikna orsakabrot þýðis (popula-
tion attributable risk percent). Orsakabrot þýðis lýsir
hlutfalli sjúkdóms í þýðinu sem orsakast af áhættu-
þættinum og mætti hindra með því að fjarlægja hann.
María
Heimisdóttir
mh02@isl.is
Læknablaðið 2002/88 937