Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2002, Page 63

Læknablaðið - 15.12.2002, Page 63
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 110 Blóðfitulækkandí lyf Notkun blóðfitulækkandi lyfja af tegundinni HMG CoA redúktasa hemlar, öðru nafni statín, hefur farið ört vaxandi undanfarin tíu ár eins og sjá má á súluritum hér að neðan. Spáin fyrir 2002 byggist á sölu fyrstu níu mánaða ársins. A tímabilinu hafa sex mismunandi statín verið á markaði hér. 1988 kom lóvastatín og 1989 pravastatín en þau hafa aldrei komist verulega í notkun. Simvastatín kom 1991 en notkun þess fór ekki að aukast verulega fyrr en 1995 eftir að fræg fjölþjóðarannsókn staðfesti gagnsemi þess. Heldur hefur dregið úr notkun þess síðustu ár eftir að atorvastatín kom á markað 1998. Það lyf virðist nú njóta ört vaxandi vinsælda. Cerívastatín kom á markað í byrjun árs 2000 en hvarf aftur á miðju næsta ári vegna óviðunandi aukaverkana án þess að ná teljanlegri sölu hér á landi. Þrátt fyrir mikinn kostnað vegna þessara lyfja verður þessi þróun þó að teljast jákvæð því allt bendir til að nú séu þeir, sem mest þurfa á þessum lyfjum að halda, einmitt að fá þau og vaxandi notkun atorva- statíns er þar að auki hagstæð þar eð dagskammtur þess er að meðaltali ódýrastur. Eggert Sigfússon Höfundur er deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Notkun blóðfitulækkandi lyfja 1993-2002 HMG CoA redúktasa hemlar (CIOAA) DDD á 1000 íbúa á dag □ ■ □ □ □ □ Cerívastatín Atorvastatín Simvastatín Pravastatín Lóvastatín Fluvastatín Milljónir króna 700-i 600- 500- 400- 300- 200- 100- 0- 1993 n 1994 Verðmæti á apóteksverði - CIOAA Cerívastatín Atorvastatín Simvastatín Pravastatín Lóvastatín Fluvastatín Læknablaðið 2002/88 939

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.