Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 74

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 74
RÁÐSTEFNUR / ÞING • Ellefta ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla íslands ~~ 3. og 4. janúar 2003 Munið að skrá þátttöku og taka fram ef þátttökugjald er greitt af stofnun/fyrirtæki Staðsetning: Ráðstefnan fer fram í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Þátttakendur: Þátttaka í dagskrá ráðstefnunnar miðast fyrst og fremst við kennara og starfsmenn deildanna en kennarar og starfsmenn annarra deilda Háskóla íslands eru jafnframt velkomnir. Ennfremur er gert ráð fyrir þátt- töku starfsmanna stofnana sem tengjast deildunum, kennslusjúkrahúsum landsins og öðrum kennslustofnunum deildanna. Aðilum sem vinna að rannsóknum í samvinnu við starfsmenn læknadeildar, lyfjafræðideildar og tann- læknadeildar er einnig boðin þátttaka. Þátttökugjald: Kr. 3500 almennt gjald, kr. 1500 fyrir háskólanema. Ekki verður tekið við greiðslu með kortum. Greiði stofnun/deild þátttökugjald/-gjöld fylgi skrifleg beiðni til framkvæmdastjóra ráðstefnunnar. Erindi og veggspjöld: í frjálsum erindaflutningi fær flytjandi 10 mínútur sem skiptast þannig: sjö mínútur í kynn- ingu og þrjár í umræðu. Tímamörkum verður nákvæmlega fylgt. Stærð veggspjalda er 90 cm (breidd) og 120 cm (hæð). Höfundar komi með veggspjöld tilbúin til uppsetningar. Auk frjálsra erinda verða gestafyrirlesarar boðnirtil ráðstefnunnar. Ágrip: Ágrip erinda og veggspjalda verða gefin út í Fylgiriti Læknablaðsins sem mun koma út fyrir ráðstefnuna. Auk þess mun dagskrá ráðstefnunnar birtast þar. Tæknibúnaður: Boöið verður upp á tölvuskjávarpa (windows stýrikerfi) og skyggnuvél við flutning erinda. Skráning: Hjá framkvæmdastjóra ráðstefnunnar Birnu Þórðardóttur, símar: 862 8031 / 552 1570 / 552 9075 (h); netfang: birna@birna.is. Þátttakendur er hvattirtil að skrá sig tímanlega Vísindanefnd læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Eiín Soffía Ólafsdóttir Sigfús Þór Elíasson Gísli Sigurðsson Svandís Sigurðardóttir Jórunn Erla Eyfjörð Þór Eysteinsson Við rúmstokkinn Sjúkratilfellafundur Fræðslustofnunar lækna verður haldinn að Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. desember næstkomandi frá kl. 10:00 til 11:30. Léttur morgunverður er frá kl. 9:30-10:00. 58 ára gömul kona með áreynslubundna verki og máttleysi í ganglimum og lækkað kalk í blóði Kynning á sjúkratilfelli: Gunnar Tómasson unglæknir Myndgreining: Verður tilkynnt síðar Umræða um tilfelli: Ólafur Skúli Indriðason Vefjameinafræði: Sigfús Þ. Nikulásson Allir læknar og 4.-6. árs læknanemar eru hvattir til að mæta. Fundurinn er í boði GlaxoSmithKline. Fræðslustofnun lækna 950 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.