Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 3
FRÆÐIGREINAR
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
291 Ritstjórnargreinar:
Langtímaáhrif kannabisneyslu
Vilhjálmur Rafnsson
295 Forvarnir og heilsuvernd - Uppbygging á geðheilbrigðis-
þjónustu barna og unglinga
Helga Hannesdóttir
299 Litlir fyrirburar á íslandi. Lífslíkur og fötlun
Ingibjörg Georgsdóttir, Atli Dagbjartsson
Lífslíkur lítilla fyrirbura hafa aukist verulega þrátt fyrir að hlutfallslega séu
nú fleiri litlir fyrirburar í hverjum fæðingarárgangi. Aukin þekking,
reynsla, betra eftirlit, meðferð á meðgöngu og tækniframfarir seinni ára
hafa bætt lífsmöguleika veikra nýbura og það endurspeglast í lágum
burðarmálsdauða hérlendis.
305 Tíðni þvagleka meðal stúlkna í framhaldsskólum
Guðmundur Geirsson, Bente Hansen, Kristrún Hermannsdóttir
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þvagleka meðal ungra
kvenna á framhaldsskólastigi og hve mikla fræðslu þær hafa fengið í
þjálfun grindarbotnsvöðva. Alls svöruðu 294 stúlkur og um þriðjungur
þeirra hafði fundið fyrir þvagleka, þar af voru 11% sem misstu þvag
tvisvar eða oftar í viku.
313 Heilsufar, hjúkrunarþörf og lífsgæði aldraðra sem nutu
heimaþjónustu heilsugæslunnar 1997
Pálmi V. Jónsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir,
Maríanna Haraldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Anna Birna Jens-
dóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Ómar Harðarson, Hrafn Pálsson
Vaxandi áhersla er lögð á að aldraðir geti búið heima sem lengst, en rann-
sóknir á högum aldraðra íslendinga sem njóta þjónustu í heimahúsum eru
takmarkaðar. Markmið þessarar rannsóknar var að lýsa heilsufari, líðan og
aðstæðum slíks fólks með tilteknu mælitæki sem skoðar líkamlegt og
andlegt heilsufar, færni og félagslegt umhverfi. Niðurstöður rannsóknar-
innar benda til að með enn frekari notkun tækisins og auknum vitjunum
lækna megi búa öldruðum enn ánægjulegra ævikvöld heima hjá sér.
321 Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga.
Siðfræðileg álitamál
Flóki Guðmundsson, Trausti Óskarsson
Rannsóknir á stofnfrumum hafa veitt mönnum nýja von í baráttunni við
fjöimarga illvíga og þungbæra sjúkdóma. Stofnfrumur geta fjölgað sér
endalaust og sérhæft sig, einkum þykja stofnfrumur úr fósturvísum öflugar
á þessu sviði. Þar sem fóstrið hættir að þroskast þegar frumurnar eru
fjarlægðar vekur aðgerðin knýjandi siðferðisspurningar. Hér er fjallað um
þau sjónarmið sem hæst ber í umræðunni um réttmæti þess að nota
stofnfrumur úr fósturvísum til lækninga.
Heimasíða Læknablaðsins
http://lb.icemed.is
4. tbl. 89. árg. Apríl 2003
Aðsetur
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Símar
Læknafólög: 564 4100
Læknablaðið: 564 4104
Bréfasími (fax): 564 4106
Laeknablaðið á netinu
http://lb.icemed.is
Ritstjórn
Emil L. Sigurðsson
Hannes Petersen
Jóhannes Björnsson
Karl Andersen
Ragnheiður Inga Bjarnadóttir
Vilhjálmur Rafnsson ábm.
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@icemed.is
Auglýsingastjóri og ritari
Ragnheiður K. Thorarensen
ragnh@icemed.is
Blaðamennska/umbrot
Þröstur Haraldsson
umbrot@icemed. is
Upplag
1.600
Áskrift
6.840,- m.vsk.
Lausasala
700,- m.vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt
til að birta og geyma efni
blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki
að hluta né í heild án leyfis.
Prentun og bókband
Prentsmiðjan Gutenberg hf.,
Síðumúla 16-18,
108 Reykjavík
Pökkun
Póstdreifing ehf.,
Dugguvogi 10,
104 Reykjavík
ISSN: 0023-7213
Læknablaðið 2003/89 287