Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 11
RITSTJÓRNARGREINAR Forvarnir og heilsuvernd - Uppbygging á geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga í heilbrigðisáætlun heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins er talið að árlega nái geðheilbrigðis- þjónusta til um 0,4-0,5% barna á aldrinum 0-18 ára, þar af sinnir Barna- og unglingageðdeild Landspítala 0,1-0,2%. Geðraskanir barna og unglinga eru því eitt stærsta heilbrigðisvandamálið á íslandi í dag saman- borið við nokkur nágrannalönd okkar. Á Norður- löndunum er talið að geðheilbrigðisþjónustan nái til allt að 2% barna árlega. Ljóst er því að aðeins mjög takmarkaður hópur barna og ungmenna með geð- raskanir fær greiningu og meðferð hér á sama með- ferðarstigi og á hinum Norðurlöndunum. Nýleg far- aldsfræðileg rannsókn á algengi geðraskana í Hol- landi sýndi fram á að 7% barna og unglinga voru með alvarlegar geðraskanir en 19% með talsverðar geð- raskanir og það miklar að meðferð þótti æskileg. í áætlun frá Evrópunefnd sérfræðinga í barna- og ung- lingageðlækningum er gert ráð fyrir að 11 meðferðar- pláss á barna- og unglingageðdeildum standi til reiðu fyrir hverja 100.000 íbúa. Barna- og unglingageðlækningar hafa verið stund- aðar á Landspítala frá árinu 1970, í fyrstu á sjálfstæðri deild í tengslum við Barnaspítala Hringsins, en eftir 1983 undir yfirstjórn prófessors í geðlækningum full- orðinna á Landspítala. Yfirstjórn hefur því lotið svið- stjórn fullorðinsgeðlækninga síðastliðin 20 ár. Barna- og unglingageðlæknisfræðin varð sjálfstæð sérgrein í Evrópu árið 1993. Evrópunefnd sérfræð- inga í barna- og unglingageðlækningum hefur starfað frá árinu 1992 og aðalmarkmið hennar hefur verið að samræma kennslu læknaskóla og sérnáms en að auki að stuðla að efldri þjónustu í greininni. Á síðustu tíu árum hafa orðið framfarir í sérgreininni nema ef til vill á Islandi. Víða er sérnám í barna- og unglingageðlækning- um fimm ár og í öllum Evrópulöndum nema á íslandi eru prófessorar í sérgreininni auk fjölda dósenta og lektora. Einnig hefur orðið allveruleg aukning á fjölda barna- og unglingageðlækna. Greint verður hér á eftir í fáum orðum frá þróuninni í nokkrum löndum. í Danmörk hefur sérfræðinámið verið endurskoð- að en þar eru barna- og unglingageðlækningar sjálf- stæð sérgrein. Fram að 1993 var sérgreinin undir full- orðinsgeðlækningum. í Finnlandi voru veittar sérstakar fjárveitingar til uppbyggingar á barna- og unglingageðlækningum fyrir þremur árum, eða 11 milljónir evra fyrir árið 2000, sex milljónir evra fyrir 2001 og þrjár milljónir evra fyrir 2002. Peningunum hefur aðallega verið varið í að auka fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir börn fyrstu fimm æviárin innan ung- og smábarnaverndar. Barna- og unglingageðlæknar í Finnlandi hafa einnig fengið auknar fjárveitingar til að takast á við áfengis- og fíkniefnavanda unglinga. í nýjum finnskum lögum er kveðið á um að geðlæknisfræðilegri athugun og greiningu á börnum beri að ljúka innan þriggja vikna frá því barni er vísað til greiningar. Tvær sérgreinar eru í Finnlandi, barnageðlækningar frá 0-12 ára og unglingageðlækningar frá 12-20 ára. Á Ítalíu hefur á síðustu árum verið stefnt að því að fá 150 nýja sérfræðinga í barna- og unglingageðlækn- ingum hveiju ári. Þar eru 18 læknaskólar eða háskól- ar sem mennta barna- og unglingageðlækna og 24 prófessorar í barna- og unglingageðlækningum. í Hollandi hefur megináhersla síðastliðin tíu ár verið lögð á samstarf innan heilsugæslu í barna- og unglingageðlækningum og samkvæmt lögum er ný reglugerð um þessa þjónustu. Barna- og unglinga- geðlækningar eru enn stjórnunarlega undir fullorð- insgeðlækningum þannig að vandamál hefur verið að eyrnamerkja fé til sérgreinarinnar. í Noregi eru nú 170 barna- og unglingageðlæknar og þar er talinn vera mikill skortur á þeim læknum. I greininni eru sjö prófessorsstöður við læknadeildir. Sérnámið er fjögur ár en margir ljúka því á fimm og hálfu ári. Norðmenn líta á Ítalíu sem fyrirmynd að uppbyggingu og skipulagningu í barna- og unglinga- geðlækningum. Lögð er áhersla á að sjá sem flesta sjúklinga og stefnt er að því að þjónustan nái til 5% barna og unglinga, en nú þegar fá 3% þeirra þjónustu. ísland er eina landið í Evrópu sem ekki á prófess- or í barna- og unglingageðlækningum eins og áður segir. Læknadeild Háskóla íslands þarf að beita sér í þessu máli. íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér það markmið að vinna að þeirri samræmingu sem átt hef- ur sér stað meðal Evrópulanda í barna- og unglinga- geðlækningum á síðustu tíu árum. ísland er nú þegar stjórnunarlega séð mörgum árum á eftir þróuninni í Evrópu. Barna- og unglingageðlækningar eru í eðli sínu forvamarlækningar og litlar efasemdir eru um að þær borgi sig í framtíðinni fyrir hlutaðeigandi sjúklinga og samfélagið í heild. Heimildir Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Heilbrigðis-og Tryggingamála- ráðuneytið, Reykjavík 2001. Hannesdóttir H. Studies on child and adolescent mental health m Iceland. Turun Yliopisto, Turku 2002. Helga Hannesdóttir Höfundur er barna- og unglingageðlæknir. Læknablaðið 2003/89 295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.