Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 11
RITSTJÓRNARGREINAR
Forvarnir og heilsuvernd - Uppbygging á
geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga
í heilbrigðisáætlun heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins er talið að árlega nái geðheilbrigðis-
þjónusta til um 0,4-0,5% barna á aldrinum 0-18 ára,
þar af sinnir Barna- og unglingageðdeild Landspítala
0,1-0,2%. Geðraskanir barna og unglinga eru því eitt
stærsta heilbrigðisvandamálið á íslandi í dag saman-
borið við nokkur nágrannalönd okkar. Á Norður-
löndunum er talið að geðheilbrigðisþjónustan nái til
allt að 2% barna árlega. Ljóst er því að aðeins mjög
takmarkaður hópur barna og ungmenna með geð-
raskanir fær greiningu og meðferð hér á sama með-
ferðarstigi og á hinum Norðurlöndunum. Nýleg far-
aldsfræðileg rannsókn á algengi geðraskana í Hol-
landi sýndi fram á að 7% barna og unglinga voru með
alvarlegar geðraskanir en 19% með talsverðar geð-
raskanir og það miklar að meðferð þótti æskileg. í
áætlun frá Evrópunefnd sérfræðinga í barna- og ung-
lingageðlækningum er gert ráð fyrir að 11 meðferðar-
pláss á barna- og unglingageðdeildum standi til reiðu
fyrir hverja 100.000 íbúa.
Barna- og unglingageðlækningar hafa verið stund-
aðar á Landspítala frá árinu 1970, í fyrstu á sjálfstæðri
deild í tengslum við Barnaspítala Hringsins, en eftir
1983 undir yfirstjórn prófessors í geðlækningum full-
orðinna á Landspítala. Yfirstjórn hefur því lotið svið-
stjórn fullorðinsgeðlækninga síðastliðin 20 ár.
Barna- og unglingageðlæknisfræðin varð sjálfstæð
sérgrein í Evrópu árið 1993. Evrópunefnd sérfræð-
inga í barna- og unglingageðlækningum hefur starfað
frá árinu 1992 og aðalmarkmið hennar hefur verið að
samræma kennslu læknaskóla og sérnáms en að auki
að stuðla að efldri þjónustu í greininni. Á síðustu tíu
árum hafa orðið framfarir í sérgreininni nema ef til
vill á Islandi.
Víða er sérnám í barna- og unglingageðlækning-
um fimm ár og í öllum Evrópulöndum nema á íslandi
eru prófessorar í sérgreininni auk fjölda dósenta og
lektora. Einnig hefur orðið allveruleg aukning á
fjölda barna- og unglingageðlækna. Greint verður
hér á eftir í fáum orðum frá þróuninni í nokkrum
löndum.
í Danmörk hefur sérfræðinámið verið endurskoð-
að en þar eru barna- og unglingageðlækningar sjálf-
stæð sérgrein. Fram að 1993 var sérgreinin undir full-
orðinsgeðlækningum.
í Finnlandi voru veittar sérstakar fjárveitingar til
uppbyggingar á barna- og unglingageðlækningum
fyrir þremur árum, eða 11 milljónir evra fyrir árið
2000, sex milljónir evra fyrir 2001 og þrjár milljónir
evra fyrir 2002. Peningunum hefur aðallega verið
varið í að auka fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir börn
fyrstu fimm æviárin innan ung- og smábarnaverndar.
Barna- og unglingageðlæknar í Finnlandi hafa einnig
fengið auknar fjárveitingar til að takast á við áfengis-
og fíkniefnavanda unglinga. í nýjum finnskum lögum
er kveðið á um að geðlæknisfræðilegri athugun og
greiningu á börnum beri að ljúka innan þriggja vikna
frá því barni er vísað til greiningar. Tvær sérgreinar
eru í Finnlandi, barnageðlækningar frá 0-12 ára og
unglingageðlækningar frá 12-20 ára.
Á Ítalíu hefur á síðustu árum verið stefnt að því að
fá 150 nýja sérfræðinga í barna- og unglingageðlækn-
ingum hveiju ári. Þar eru 18 læknaskólar eða háskól-
ar sem mennta barna- og unglingageðlækna og 24
prófessorar í barna- og unglingageðlækningum.
í Hollandi hefur megináhersla síðastliðin tíu ár
verið lögð á samstarf innan heilsugæslu í barna- og
unglingageðlækningum og samkvæmt lögum er ný
reglugerð um þessa þjónustu. Barna- og unglinga-
geðlækningar eru enn stjórnunarlega undir fullorð-
insgeðlækningum þannig að vandamál hefur verið að
eyrnamerkja fé til sérgreinarinnar.
í Noregi eru nú 170 barna- og unglingageðlæknar
og þar er talinn vera mikill skortur á þeim læknum. I
greininni eru sjö prófessorsstöður við læknadeildir.
Sérnámið er fjögur ár en margir ljúka því á fimm og
hálfu ári. Norðmenn líta á Ítalíu sem fyrirmynd að
uppbyggingu og skipulagningu í barna- og unglinga-
geðlækningum. Lögð er áhersla á að sjá sem flesta
sjúklinga og stefnt er að því að þjónustan nái til 5%
barna og unglinga, en nú þegar fá 3% þeirra þjónustu.
ísland er eina landið í Evrópu sem ekki á prófess-
or í barna- og unglingageðlækningum eins og áður
segir. Læknadeild Háskóla íslands þarf að beita sér í
þessu máli. íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér það
markmið að vinna að þeirri samræmingu sem átt hef-
ur sér stað meðal Evrópulanda í barna- og unglinga-
geðlækningum á síðustu tíu árum. ísland er nú þegar
stjórnunarlega séð mörgum árum á eftir þróuninni í
Evrópu. Barna- og unglingageðlækningar eru í eðli
sínu forvamarlækningar og litlar efasemdir eru um
að þær borgi sig í framtíðinni fyrir hlutaðeigandi
sjúklinga og samfélagið í heild.
Heimildir
Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Heilbrigðis-og Tryggingamála-
ráðuneytið, Reykjavík 2001.
Hannesdóttir H. Studies on child and adolescent mental health m
Iceland. Turun Yliopisto, Turku 2002.
Helga
Hannesdóttir
Höfundur er barna- og
unglingageðlæknir.
Læknablaðið 2003/89 295