Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 22
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGLEKI
Tíðni
Fjöldi nemenda
Mynd 1. Tíðni þvagleka á meðal stúlkna í framhaldsskólum við spurningunni: „Hve oft
fannst þúfyrir þvagleka síðasta mánuð?"
Adstæður
Alltaf
An sýnilegrar ástæðu
Eftir þvaglát og
_ búnar að klæða sig _
f líkamsrækt eða við
líkamlega áreynslu
í svefni
Við hnerra eða hósta
Við hlátur eða fliss
Áður en komist
var á salerni
Aldrei -fundu ekki
fyrir þvagleka
1 (0%)
■ 12(3%)
■ 18(5%)
■ 17 (5%)
2 (1%)
■■ 30(8%)
wmm 37 (10%)
■■■ 36(10%)
200(57%)
-1—1—1—1—1—1—1—1—1—1—1—1—1—1—1
0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 280 300
Fjöldi nemenda
Mynd 2. Svör við spurningunni: „Við hvaða aðstœður fannstþúfyrirþvagleka?'
Þvagleki
Fjöldi nemenda
Mynd 3. Huglœgt mat nemenda á magni þvagleka við spurningunni: „Hversu mikill er
þvaglekinn venjulega?"
Aðferð
Urtakið sem var valið af handahófi náði til 311
stúlkna á aldrinum 16-19 ára úr sex framhaldsskólum
á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi (Borgarholts-
skóla, Fjölbrautarskólanum Ármúla, Flensborgar-
skóla, Iðnskólanum í Reykjavík, Kvennaskólanum í
Reykjavík, Menntaskólanum í Kópavogi, Mennta-
skólanum á Laugarvatni og Fjölbrautarskóla Suður-
lands). Þetta samsvarar 3,7% af fjölda stúlkna í þess-
um aldurshópi á landinu, samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands.
Notast var við alþjóðlegan staðfærðan spurninga-
lista sem samanstendur af fjórum spurningum um
þvagleka. Þar var spurt um hversu oft og við hvaða
aðstæður þvagmissir á sér stað og þau áhrif sem þetta
hefur á daglegt líf viðkomandi. Miðað var við reynslu
stúlknanna á undanförnum fjórum vikum. Auk þess
voru tvær spurningar þar sem spurt var um hvort þær
hefðu fengið einhverja fræðslu um grindarbotnsvöðva
og eða kennslu í grindarbotnsæfingum í framhalds-
skóla (sjá meðfylgjandi spurningalista á bls. 307).
Fengið var leyfi hjá viðkomandi skólayfirvöldum
áður en spurningalistinn var lagður fyrir nemendur.
Listarnir voru lagðir fyrir einn bekk úr hveijum ár-
gangi, það er fjóra bekki í hverjum skóla. Miðað var
við að að minnsta kosti helmingur nemenda í hverj-
um bekk væri kvenkyns.
Spurningalistamir voru eingöngu lagðir fyrir stúlk-
ur en strákarnir voru fjarri á meðan þær svöruðu list-
unum. Þeim var gert ljóst að þátttakan væri algjörlega
frjáls og ekki væri hægt að rekja svörin til einstak-
linga. Rannsakendur (BH og KH) voru viðstaddir
þegar stúlkurnar fylltu út spurningalistana og svör-
uðu þeir þeim spurningum sem upp komu við útfyll-
ingu þeirra. Svarblöðum var komið fyrir í ómerktum
umslögum. Rannsóknin stóð yfir í tíu daga.
Úrvinnsla: Gögnin voru slegin inn í Excel forrit. Not-
ast var við lýsandi tölfræði til að koma skipulagi á
niðurstöður og taka þær saman. Ályktunartölfræði
var notuð til að meta heildareinkenni hóps frá upp-
lýsingum um þýði. Meðaltöl og staðalfrávik voru not-
uð við þær niðurstöður sem voru á þrepaskala. T-próf
var notað til að ákvarða tölfræðilega marktækni
áhrifa bráða- og áreynsluþvagleka á daglegt líf nem-
enda. Kí-kvaðrat var notað til að ákvarða tölfræði-
lega marktækni á tíðni þvagleka hjá þeim nemendum
sem fengu fræðslu og þeim sem fengu enga fræðslu.
Niðurstöður
í úrtakinu voru 311 nemendur. Alls svöruðu 294 sem
er 94,5% svarhlutfall. Ófullnægjandi svör voru 17 og
voru þau ekki tekin með.
Á mynd 1 má sjá fjölda og hlutfall nemenda sem
fundu fyrir þvagleka síðustu fjórar vikur fyrir rann-
sókn. 94 stúlkur fundu fyrir þvagleka, eða um þriðj-
ungur (32%) þátttakenda. Þessi 32% tíðni er afdrátt-
arlaus (absolute) tíðni þvagleka, það er óháð því
hvort einkennin höfðu áhrif á daglegt líf nemenda.
Meirihluti þeirra (rúmur fimmtungur heildarfjölda
svarenda, eða 21%), fann fyrir þvagleka einu sinni í
viku eða sjaldnar.
Á mynd 2 má sjá við hvaða aðstæður nemendur
fundu fyrir þvagleka. Þeir máttu krossa við fleiri en
einn svarmöguleika sem skýrir að fleiri hafa leka en
fram kemur á mynd 1.
Við skilgreiningu á tegundum er áreynsluþvagleki
306 Læknablaðið 2003/89