Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGLEKI algengastur, eða 55%. Áreynsluþvagleki er skil- greindur við hnerra eða hósta, hlátur eða fliss, í lík- amsrækt eða við líkamlega áreynslu. Athyglisvert er að samtals níu stúlkur, eða um 3%, misstu einvörðungu þvag við hlátur eða fliss en ekki við aðrar aðstæður. Bráðaþvagleki var til staðar hjá alls 24%, en þar er átt við þvagleka sem verður án áreynslu á leið til salernis. Aðrar aðstæður eru 21%, en þar má nefna skömmu eftir þvaglát, í svefni eða án sýnilegrar ástæðu. Mynd 3 sýnir hvernig nemendur skilgreindu magn þvaglekans. Flestir þeirra sem höfðu þvagleka töldu það vera lítið (28%). Engar staðlaðar skilgreiningar eru á magni þvaglekans. Niðurstöðurnar eru því ein- göngu huglægt mat nemenda. Sjötíu og sjö nemendur af 294 (26%) töldu þvag- leka hafa einhver áhrif á þeirra daglega líf (mynd 4), mælt á kvarðanum 0-10 þar sem 0 er skilgreint sem engin áhrif og 10 sem mjög mikil áhrif. Þegar skoðað er meðaltal áhrifa á daglegt líf allra nemenda á skal- anum 0-10 er það «2,2± 2,2, en «2,8+2,1 ef einungis er reiknað hjá þeim sem telja að þvaglekinn hafi áhrif á daglegt líf. Af öllum þeim sem fundu fyrir þvagleka segja 63% að þvaglekinn hafi áhrif á daglegt líf en 27% segja að hann hafi það ekki. Á mynd 5 er sýndur samanburður á áhrifum bráða- og áreynsluþvagleka á daglegt líf nemenda. Ef reiknað er meðaltal afdráttarlausrar tíðni á áhrifum bráðaþvagleka er hún =2,7±2,7 en áhrif áreynsluþvag- leka er ss2,5±2,4. Ef hins vegar meðaltal áhrifa bráða- þvagleka, sem hefur áhrif á daglegt líf, er skoðað er það =s3,3±2,6 og áhrif áreynsluþvagleka er «3,2±2,4. Þessi munur er ekki tölfræðilega marktækur (p=0,7). Fræðsla um grindarbotnsvöðva í framhaldsskól- um er lítil. Langflestir nemenda höfðu enga fræðslu fengið (78%). Aðeins 22% nemenda höfðu einhverja fræðslu fengið og einungis 5% höfðu fengið meira en litla fræðslu (mynd 6). Af þeim nemendum sem höfðu haft þvagleka höfðu 28% fengið fræðslu, en 33% enga fræðslu. Þessi fimm prósentustigamunur er ekki tölfræðilega marktækur. Eins og mynd 7 sýnir er verkleg kennsla í grindar- botnsæfingum ekki mikil. Tæpur fjórðungur nem- enda (18%) hafði fengið einhveija kennslu, en ein- ungis 4% meira en 1-2 kennslustundir á önn. Fjöldi nemenda mlkll Engin áhrif 0-------------------------------------------------------------- 10 áhrif Mynd 4. Mat á áhrifum þvagleka á daglegt llf Mynd 5. Samanburður á áhrifum bráða- og áreynsluþvagleka á daglegt líf í réttu prósentuhlutfalli. Fræðsla I I I I I I I I I I l I I I I I 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 280 300 Fjöldi nemenda Mynd 6. Frœðsla um grindarbotnsvöðva hjá framhaldsskólanemum. Umræður I þessari fyrstu rannsókn, sem gerð er hér á landi á tíðni þvagleka meðal kvenna á aldrinum 16-19 ára, kemur í ljós að um 32% þeirra höfðu fundið fyrir þvag- missi þær fjórar vikur sem spurt var um. Rúmlega 11% sögðust hafa misst þvag 2-3svar eða oftar í viku. Um fjórðungur stúlknanna telja að einkennin hafi áhrif á þeirra daglega líf. Alþjóðasamtök um rannsóknir á þvagleka (Inter- national Continence Society, ICS) hafa skilgreint þvagleka sem ástand þar sem ósjálfráður og sannan- legur þvagmissir orsakar bæði félagsleg og hreinlætis- vandamál fyrir viðkomandi einstakling (5). Eina leið- in til að meta sannanlega þvagmissi er vigtun á bleyju eða bindi á ákveðnu tímabili. Slíkar mælingar yrði erfitt að framkvæma í svo stórum hópi ungra stúlkna Læknablaðið 2003/89 307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.