Læknablaðið - 15.04.2003, Page 25
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGLEKI
hafði aðeins meiri áhrif en áreynsluþvagleki en munur-
inn var ekki marktækur. Þvagleki sem kemur um leið
eða í kjölfar hláturs eða fliss („giggle incontinence“) er
vel þekktur meðal stúlkna og yngri kvenna. Ástæður
þessara einkenna, sem oftast minnka eftir 20 ára aldur,
eru óljósar og eru þrýstimælingar í blöðru og klínísk
skoðun oftast eðlileg. í rannsókninni kemur fram að
um 3% kvennanna höfðu þessi einkenni.
Mjög stór hluti nemenda hafði ekki fengið neina
fræðslu (78%) eða kennslu (82%) um þjálfun grind-
arbotnsvöðva í framhaldsskóla. Þetta sýnir að slfkri
fræðslu er verulega ábótavant enda ekki að finna í
námskrá um íþróttir. Á sama hátt verður ekki séð að
þeir sem hafa tekið slíka fræðslu upp á sína arma séu
endilega íþróttakennarar. Munurinn á nemendum
með þvagleka sem höfðu fengið fræðslu og þeim sem
ekki höfðu fengið fræðslu reyndist ekki vera marktæk-
ur. Þetta bendir ekki til að fræðsla hafi fyrirbyggjandi
áhrif á tíðni þvagleka. Hins vegar er ekki hægt að segja
til um hvort þeir nemendur sem fengu fræðslu hafi
þegar verið með þvagleka eða fengið hann seinna.
Hvers vegna fá svona ungar stúlkur þvagleka?
Nauðsynlegt er að heilbrigðiskerfið rannsaki þessar
ástæður tii að fá hugmyndir um hvernig best sé að
fyrirbyggja og um leið ef til vill að spara fjármuni.
Heimildir
1. Makinen J, Gronroos M, Kiilholma P, Tenho T, Pirhonen J,
Erkkola R. Incidence of urinary incontinence in adult Finnish
women. Duodecim 1992; 108: 481-5.
2. Nemir A, Middleton RP. Stress incontinence in young nulli-
parous women. Am J Obstet Gynecol 1954; 68:1166.
3. Halldórsson S, Eggertsdóttir GG, Kjartansdóttir S. Könnun á
algengi þvagleka meðal kvenna og árangri einfaldrar með-
ferðar í héraði. Læknablaðið 1995; 81: 309-17.
4. Geirsson G, Einarsson GV, Guðmundsson EO, Gíslason P.
Pvagleki meðal íslenskra kvenna-faraldursfræðileg rannsókn.
Læknablaðið 2002; 88: 313.
5. Abrams P, Blaivas JG, Stanton SL, Andersen JT. The standar-
disation of terminology of lower urinary tract function. Br J
Obstet Gyneacol 1990; 97:1-16.
6. Hunskaar S, Burgio K, Diokno AC, Herzog AR, Hjálmás K,
Lapitan MC. Epidemiology and Natural History of Urinary
Incontinence. In Abrams P, Cardozo L, Khouri S and Wein L.
editors. Incontinence. Health Publication Ltd 2002:165-201.
7. Wolin L. Stress incontinence in young, healthy nulliparous
female subjects. JUrol 1969; 101: 545.
8. Yarnell JW, Voyle GJ, Richards CJ, Stehenson TP. The preva-
lence and severity of urinary incontinence in women. J Epi-
demiol Community Health 1981; 35: 71.
9. Holst K, Wilson PD. The prevalence of female urinary incon-
tinence and reasons for not seeking treatment. N Z Med J 1988;
101:756.
10. Peyrat L, Haillot O, Bruyere P, Boutin JM, Bertrand P, Lanson
Y. Prevalence and risk factors of urinary incontinence in
young and middle-aged women. BJU Int 2001; 89: 61-6.
11. Bo K, Mæhlum S, Oseid S, Larsen S. Prevalence of stress
urinary incontinence among physically active and sedentary
female students. Scand J Sports Sci 1989; 11:113-6.
12. Bo K, Boren JS. Prevalence of stress and urge urinary incon-
tinence in elite athletes and controls. Med Sci Sports Exerc
2001; 11:1797-802.
Þakkir
Þakkir fær dr. Sigurbjöm Árni Amgrímsson fyrir leið-
sögn við framkvæmd og gerð þessa lokaverkefnis til
BS-prófs við íþróttafræðasetur, Kennaraháskóla Is-
lands og Eiríkur Jónson, yfirlæknir, fýrir yfirlestur
greinar.
Viðauki
Spurningalisti vegna þvagleka
Margar konur finna stundum fyrir þvagleka.
Við erum að kanna hversu margar konur finna
fyrir þvagleka og hversu mikil áhrif hann hefur
á líf þeirra.
1. Hefur þú fengið einhverja fraeðslu um grind-
arbotnsvöðva í framhaldsskóla? (Fræðsla
er skilgreind sem bókleg kennsla um or-
sök, forvörn og afleiöingar lélegra grindar-
botnsvöðva og verkleg þjálfun grindar-
botnsvöðva). Merktu við einn reit.
□ enga
□ litla
□ miðlungs
□ mikla
2. Hve mikla kennslu hefur þú fengið í þjálfun
grindarbotnsvöðva í íþróttatimum i fram-
haldsskóla? Merktu viö einn reit.
□ aldrei
□ 1-2 sinnum yfir önn
□ 2-4 sinnum yfir önn
□ tveggja vikna fresti
□ einu sinni í viku
Vinsamlegast svaraðu naestu fjórum spurning-
um með tilliti til þess hvernig þér leið síöustu
fjórar vikur.
3. Hversu oft fannst þú fyrir þvagleka?
(merktu í einn reit)
□ aldrei
□ 1 sinni í viku eða sjaldnar
□ 2-3 sinnum í viku
□ u.þ.b. daglega
□ nokkrum sinnum á dag
□ stöðugt
4. Við hvaða aðstæður fannst þú fýrir þvag-
leka? (vinsamlega merktu við allt sem við
á)
□ aldrei - finnur ekki fyrir þvagleka
□ áður en þú kemst á salernið
□ þegar þú hlærð eða flissar
□ þegar þú hnerrar eða hóstar
□ þegar þú sefur
□ þegar þú stundar líkamsrækt/við líkam-
lega áreynslu
□ þegar þú hefur haft þvaglát og ert búin að
klæða þig
□ án sýnilegrar ástæðu
□ alltaf
5. Við viljum fá mat þitt á magni þvaglekans.
Hversu mikill eða lítill er þvaglekinn venju-
lega (hvort sem þú notar vörn eða ekki)?
Merktu í einn reit.
□ enginn
□ lítiö magn
□ miðlungs magn
□ mikiö magn
6. Á heildina litið, hversu mikil eða lítil áhrif
hefur þvaglekinn á daglegt líf þitt? Vin-
samlega merktu í reit á bilinu 0 (engin
áhrif) og 10 (mjög mikil áhrif).
Engin áhrif mjög mikil áhrif
0123456789 10
Læknablaðið 2003/89 309