Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 31

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 31
FRÆÐIGREINAR / ALDRAÐIR Tafla II. Andleg líðan, einvera og útivist. Einkenni % Dapurt yfirbragö 18,8 Eimanakennd 21,3 Leiðist 18,3 Draga sig í hlé 16,3 Gráta 8,6 Viðvarandi reiói 6,6 Endurteknar kvartanir 6,2 Einvera allan daginn 27,4 Einvera meira en hálfan daginn 39,3 Engin einvera 33,3 Tafla III. Útivist é einni venjuiegri viku síðasttiðna 30 daga og notkun hjéipartækja. Útivera % Aldrei 18,4 Einn dag vikunnar 24,2 Tvo til sex daga vikunnar 39,1 Daglega 18,4 Hjálpartæki Inni 54,5 Úti 33,2 Stafur inni 19,1 Stafur úti 34,0 Hækja eða göngugrind inni 23,0 Hækja eða göngugrind úti 15,2 Hjólastóll inni 3,5 Hjólastjóll úti 5,5 Metið var hvort dregið hafði úr félagslegri, trúar- legri eða starfslegri þátttöku á síðasta 90 daga tíma- bili. Ekki hafði dregið úr félagslegri þátttöku hjá meirihluta hópsins, eða 66,1%. Hjá þeim hópi sem dregið hafði úr félagslegri þátttöku höfðu 26,8% eng- ar áhyggjur af slíku en um 7% höfðu áhyggjur af breyt- ingunni. Fjórðungur taldi sig þurfa aukinn tilfinn- ingalegan stuðning. Utivist var metin þannig að skráð var hversu marga daga farið var út úr húsi (í skemmri eða lengri tíma) miðað við venjubundna viku síðastliðna 30 daga, sjá töflu III. Almennar og persónulegar athafnir daglegs lífs Með persónulegum athöfnum daglegs lífs síðastliðna sjö daga er átt við hreyfifærni í rúmi, flutning í og úr rúmi, færni til að ganga milli staða á heimilinu, færni til að klæðast, matast, færni við salernisferðir og færni við persónulegt hreinlæti. Flestir voru sjálfbjarga með alla þætti athafna daglegs lífs, eða frá 85-95% eftir því hvaða athöfn átti hlut að máli. Sjálfsbjargar- geta við böðun var hins vegar veruleg skert og aðeins 29,6% voru sjálfbjarga. Flestir þurftu aðstoð við hluta af böðun, eða 53,7%, og fáir voru alveg ósjálf- bjarga, eða 4,3%. Hjálpartækjanotkun er sýnd í töflu III. Klukku- Umönnun - klukkustundir á skjólstæðing (síðastliðna 14 daga) Heimavitjun Heimavitjun Heimilishjálp Sjálfboðaliðar sjúkraliða hjúkrunar- fræðings Alls ■ Alls___|A UB BC 6JD Mikill breytileiki var í færni til almennra athafna daglegs lífs (IADL). Priðjungur var sjálfbjarga með undirbúning máltíða og sama er að segja um fjár- málaumsýslu. Færri voru sjálfbjarga við heimilisstörf, lyfjanotkun, innkaup og ferðir (16%-22%). Áber- andi flestir voru einfærir um að nota síma, eða 86%. Flestir töldu sig fá næga aðstoð í almennum at- höfnum daglegs lífs, en þó töldu 10% sig þurfa aukna aðstoð. Tímafjöldi í klukkustundum sem skjólstæð- ingarnir fengu í aðstoð frá fjölskyldu og vinum á einni viku var samtals þrjár klukkustundir virku dagana en þrjár og hálf klukkustund um helgar. í ljós kom að um það bil 8% stuðningsaðila taldi sig ekki lengur geta annast ættingja sína vegna eigin heilsuleysis, en 10% stuðningsaðila til viðbótar lýstu eigin kvíða, áhyggjum og reiði vegna umönnunar ættingja sinna. Formleg heimaþjónusta Mynd 1 sýnir þá formlegu þjónustu sem heimahjúkr- un, heimilishjálp, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, félags- ráðgjafar, talþjálfar og sjálfboðaliðar veita. Á einni viku var veitt að meðaltali sjö klukkustunda þjónusta frá þessum aðilum að sjálfboðaliðum undanskildum. Heilsa og einkenni Langflestir halda þyngd sinni, eða 88,7% en 11,3% léttast, það er léttast án ásetnings um 5% eða meira á síðastliðnum 30 dögum, eða 10% eða meira á síðast- liðnum 180 dögum. Daglega verki höfðu 45%, 20% höfðu verki sjaldnar en daglega en verkjalausir voru 35%. Þriðjungur þeirra sem hafði verki var fjölverkja. í helmingi tilfella var verkjum haldið niðri með lyfj- um. Tæplega helmingur allra í heimahjúkrun eða 47,1%, telur heilsufar sitt lélegt. í ljós kemur að fimmti hver skjólstæðingur telur sig betur kominn annars staðar, eða 19,7%. Heildarfjöldi lyfja þeirra sem njóta heimaþjónustu heilsugæslunnar er sýndur á mynd 2 en eftir flokkum í töflu IV. Mynd 1 sýnir hve miklum tíma starfsmenn heima- þjónustu heilsugœslunnar og heimilishjálpar Félags- þjónustunnar verja í um- önnun skjólstœðinga á tveimur vikum. í Ijós kom að algengasta þjónustan sem skjólstœðingar fá eru heimsóknir hjúkrunar- frœðinga og sjúkraliða heimahjúkrunar og aðstoð frá heimilishjálp. Algeng- asta aðstoðin erfólgin í böðun og lyfjatiltekt. A, B, C, D táknar einstakar heilsugœslustöðvar. Læknablaðið 2003/89 315

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.