Læknablaðið - 15.04.2003, Side 33
FRÆÐIGREINAR / ALDRAÐI R
ir ekki aðeins einstaklingnum, heldur gefur einnig
vísbendingar um vandamál og gæði þjónustunnar. Þá
má tengja niðurstöður matsins við fjármögnun þar
sem mælitækið varpar ljósi á umönnunarþyngd.
Besta meðferð þeirra sem eru aldraðir og lasburða
byggir á heildstæðu mati. Þetta á ekki síst við í heima-
þjónustu þar sem flókið net heilbrigðisstarfsmanna
kemur að þjónustunni. Þetta skilar sérstaklega góð-
um árangri, þegar einn sérstakur heilbrigðisstarfs-
maður hefur umsjón með meðferðinni (15).
Sýnt hefur verið fram á meðferðargildi þess að
nýta MDS-RAI HC mælitækið í ítalskri rannsókn
(16). Ahrifin voru metin á færni og sjúkrahússinn-
lagnir. Matshópurinn var lagður sjaldnar á sjúkrahús
en samanburðarhópurinn (RR = 0,49,0,56 - 0,97) og
ADL færni var betri í matshópnum (51,7±36,1 vs
46,3±33,7; P = ,05) en heildarkostnaður var 21% lægri
en í samanburðarhópi. Sambærilegar niðurstöður
fengust úr tveimur viðbótarrannsóknum með mæli-
tækinu (17,18).
Verkir reyndust algengir hjá þeim sem nutu
heimaþjónustu heilsugæslunnar í þessari rannsókn.
Þetta hefur einnig sést erlendis (19). Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO) hefur flokkað verkja-
lyf eftir styrkleika. Skoðun á 3046 einstaklingum, 65
ára og eldri á Ítalíu, sýndi að 44% voru með verki
daglega. Af þeim sem voru með daglega verki fengu
25% fyrsta stigs WHO lyf; 6% annars stigs WHO lyf
og 3% þriðja stigs WHO lyf (til dæmis morfín). Sjúk-
lingar 85 ára og eldri, svo og þeir sem voru með vit-
ræna skerðingu, voru ólfklegri til þess að fá verkjalyf.
Hér sem á Italíu er full þörf á að skoða verki aldraðra
í heimahúsum nánar. Auk lyfja til inntöku má leiða
hugann að meðferð sem beinist að staðbundnum
verkjum þegar þeir eru til staðar, svo sem sterainn-
spýtingum, rafstraumsmeðferð, hita, bylgjum og í
sumum tilvikum liðskiptiaðgerðum.
Vitræn skerðing var hjá þriðjungi skjólstæðinga í
okkar rannsókn. Þeir sem hafa vitræna skerðingu
hafa gjarnan annan prófíl en þeir sem eru án slíkrar
skerðingar (20). Sýnt var fram á að um helmingur
þeirra sem hafði vitræna skerðingu hafði einnig færni-
skerðingu og dánartíðni þeirra var hærri. Þeir sem
höfðu vitræna skerðingu voru hins vegar með færri
meðvirka sjúkdóma og tóku færri lyf en þeir sem
voru skýrir.
Lyfjanotkun var mikil meðal skjólstæðinga heima-
þjónustu heilsugæslunnar. Hún stendur vissulega í
sambandi við það að um lasburða og fjölveika skjól-
stæðinga er að ræða. Fjöldi lyfja segir þó ekki alla
söguna, þó að fjöldinn sem slíkur veki spurningar.
Skammtastærðir, nákvæmar tegundir lyfja sem not-
aðar eru og tímalengd meðferðar og eftirlit ráða úr-
slitum um það hvort mikil lyfjanotkunin telst af hinu
góða eða hvort hana megi endurbæta með eftirliti.
Vitjanir heilsugæslulækna til aldraðra skjólstæð-
inga í heimaþjónustu heilsugæslunnar eru fátíðar nú
til dags (21). Vitjunum á Englandi og Wales hefur
fækkað þó að enn séu þær reglulegur liður í starfi
lækna þar (22). Bandarísk rannsókn dró fram viðhorf
lækna til vitjana og sýndi að vilji til vitjana tengdist
fyrri þjálfun og því hvort vitjanirnar voru gefandi
fyrir lækninn (23). Það er ýmislegt sem mælir með því
að læknar fari í vitjanir (24); það er þægilegt fyrir
lasburða sjúklinga að fá lækninn til sín og það getur
bætt samband læknis og sjúklings. Mikilvægt er fyrir
lækninn að sjá sjúklinginn í sínu eigin umhverfi og
setja heilsufarið í víðtækara félagslegt samhengi.
Með vitjunum tekur læknirinn víðtækari þátt í þeirri
teymisvinnu margra heilbrigðisstétta sem heima-
þjónustan er. Þessi rannsókn sem sýnir að stór hluti
skjólstæðinga hefur verki, depurðareinkenni og ýmis
önnur einkenni ætti að verða heilsugæslulæknum
hvatning til að fjölga vitjunum til aldraðra sjúklinga í
heimaþjónustu heilsugæslunnar.
Bent hefur verið á að móðurtæki MDS-RAI HC
fyrir hjúkrunarheimili hafi orðið til þess að bæta gæði
þjónustunnar með notkun gæðavísa (25). Vænta má
þess sama af heimaþjónustutækinu og víst er að ekki
nægir að þjónustan sé aðeins örugg og skaði ekki.
Hún verður að bæta lífsgæði sjúklingsins. Það er
keppikefli höfunda MDS-RAI mælitækjanna að skapa
heildstætt kerfi þar sem upplýsinga er aflað á sam-
ræmdan hátt og þær upplýsingar geti síðan ferðast
með einstaklingum milli þjónustustiga (26).
MDS-RAI HC mælitækið er gagnagrunnur fyrir
reglubundið eftirlit í heimahúsum sem greinir fjölda
viðfangsefna (27). Nokkur fjöldi vel gerðra rannsókna
hefur sýnt fram á gildi forvarnaheimsókna til aldr-
aðra (28-30). Enn einn ávinningur mælitækisins er að
greina sérstaklega þá sem nytu helst góðs af slíkum
forvarnarheimsóknum.
Höfundar telja að ofangreindar rannsóknarniður-
stöður styðji nokkrar ábendingar til þeirra sem vinna
að gæðaþróun heimaþjónustu heilsugæslunnar. í
fyrsta lagi getur stöðluð upplýsingaöflun með mæli-
tæki eins og MDS-RAIHC bætt þjónustu við aldraða
skjólstæðinga heilsugæslunnar. Með mælitækinu má
skilgreina gæðavísa sem hægt er að fylgja eftir reglu-
lega. Því væri vert að skoða gaumgæfilega innleiðslu
slíks mælitækis í daglegt klínískt starf. í öðru lagi
þurfa ýmis einkenni, til dæmis andleg, svo sem dep-
urð, og líkamleg, svo sem verkir, nánari athygli lækna
í heimaþjónustuteyminu. Reglulegar vitjanir lækna
til aldraðra í heimaþjónustu heilsugæslunnar, svo sem
á þriggja mánaða fresti eða oftar ef þörf krefur, gæti
bætt líðan þessa fólks. í þriðja lagi er mikilvægt að
skoða með hvaða hætti megi rjúfa einangrun, draga
úr einmanakennd og auka útiveru þeirra sem lítið
eða ekkert fara út fyrir hússins dyr. Þetta er nauðsyn-
legt til þess að hugmyndin um það að styðja beri
eldra fólk til þess að búa á eigin heimili sem lengst
vinni ekki gegn lífsgæðum þessara einstaklinga.
Læknablaðið 2003/89 317