Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 38
FRÆÐIGREINAR / SIÐFRÆÐI STOFNFRUMULÆKNINGA horfið og sjá engan meinbug á fósturvísarannsókn- um, og hins vegar þeir sem eru talsmenn lífvemdunar og eru í sinni ströngustu mynd með öllu mótfallnir slíkum rannsóknum (tafla I). Þriðja hópinn skipa svo þeir sem taka hófsamari afstöðu til siðferðisstöðu fósturvísa og fóstra en geta verið ýmist með eða á móti því að fósturvísar séu notaðir sem uppspretta stofnfrumna, þó af öðrum ástæðum en fyrrnefndu hópamir. Pann hóp er við hæfi að kalla sérstöðu- sinna. Ýmis rök geta verið á lofti innan þessa þriðja hóps sem bæði persónu- og lífvemdunarsinnar grípa til í röksemdum sínum, en til þess að flækja ekki mál- in er æskilegt að halda nokkuð skýrri flokkaskipan. Persónuviðhorf Samkvæmt persónuviðhorfinu þarf meira en þá staðreynd eina að lífvera tilheyri tegundinni homo sapiens, til þess að hún njóti þeirra siðferðilegu rétt- inda sem við eignum venjulega manneskjum (3). Til að hljóta slík réttindi þarf lífveran að vera persóna. Skilgreiningar persónusinna á persónuhugtakinu geta verið með ýmsu móti, en þeim er sammerkt að leggja til grundvallar einhvers konar sjálfsvitund. Fósturvís- ar uppfylla ekki það skilyrði. Gjarnan er bent á að mennskur fósturvísir sé ekki meira en mögulega allar frumur mannslíkamans sem ekki sé eytt þegar stofn- frumur hans eru fjarlægðar heldur einfaldlega stýrt til ákveðinnar frumu frekar en annarrar (4). Fram að fjórtánda degi getur fósturvísirinn ennþá skipt sér og þannig orðið að fleiri en einum (eineggja fjölburar) og því skýtur skökku við að líta á hann sem einstaka og helga veru. Persónusinnar líta því svo á að fóstur- vísirinn njóti ekki siðferðisréttar umfram aðra frumu- klasa og því megi nota hann sem tæki í þágu þeirra sem eru persónur: hugsanlegur læknisfræðilegur ávinningur helgi fullkomlega meðalið. í raun er það krafa þeirra er aðhyllast þetta viðhorf að rannsóknir verði settar í fullan gang svo þróa megi lækningar til höfuðs sjúkdómum sem takmarka farsæld eiginlegra persóna. Lífverndunarviðhorf Lífverndunarsinnar líta á fósturvísi sem smæsta form manneskju sem nýtur þar með fullra réttinda sem slík, þar með talinn óskoraðan rétt til lífs (5). Líf- vemdunarsinnar horfa þó ekki framhjá þeirri stað- reynd að fósturvísirinn hefur lítil auðkenni manns á fyrstu stigum þroska síns en vekja athygli á að þroska- ferill þeirrar mannveru sem fóstrið verður síðar sé samfelldur allt frá getnaði og því í vissum skilningi um sama einstakling að ræða. Þar af leiðir að fóstur- vísirinn á skýlausan rétt á fullri vernd án tillits til þess hverjum tilgangi hann getur þjónað fyrir aðra (sbr. yfirlýsingu frá Páfagarði 25. ágúst 2000). Þeirri álykt- un að einfaldlega sé verið að stýra fósturvísinum en ekki eyða, vísa lífverndunarsinnar á bug með þeirri röksemd að inngrip af slíku tagi meini fósturvísinum að verða að náttúrulegri heild allra þeirra frumna sem hann hefur möguleika til og því sé ekki „bara verið að stýra“ honum í aðra og sérhæfðari átt heldur gjörbreyta hlutverki hans (4). Síst minnkar svo órétt- mætið ef sýnt er að fósturvísirinn getur orðið að tveimur eða fleiri einstaklingum í stað eins. Öll af- skipti sem ekki eru í þágu fósturvísisins sjálfs eru með öllu óréttlætanleg. Tilgangurinn helgar aldrei meðal- ið. Lífverndunarsinnar eru algjörlega mótfallnir því að framleiddir verði fósturvísar í þeim eina tilgangi að ná úr þeim stofnfrumum. Eðli sínu samkvæmt hafnar þetta sjónarmið allri tækni sem miðar að því að skapa fósturvísa sem síðar verður eytt á einn eða annan hátt. Þeir sem aðhyllast lífverndun eru því í reynd á móti glasafijóvgunum þar sem afgangs fóst- urvísar verða til en gætu litið á slíkar framkvæmdir sem óhaggandi veruleika og því samþykkt að nýta megi fósturvísana sem verða afgangs, öðrum til góðs í stað þess að þeim sé hent (6). Dæmigerðara fyrir lífverndun er þó að hafna slíkum rökum (7). Sérstöðuviðhorf Viðhorf þeirra sem hvorki taka undir persónu- né lífverndunarsjónarmið heldur einhvers staðar mið- svæðis má setja undir einn hatt og kalla sérstöðuvið- horfið. Þessi hópur er ekki eins afgerandi í afstöðu sinni til notkunar stofnfrumna úr fósturvísum til lækn- inga og andstæðu viðhorfin tvö heldur einkennist af sundurleitni og ágreiningi um hversu langt megi ganga. Miðjuhópurinn er þó skipaður einstaklingum sem eiga sameiginlega þá afstöðu til fósturvísisins að þrátt fyrir að vera ekki meira en frumumassi þá hafi hann í krafti möguleikans til að verða að mannveru siðferði- legt vægi umfram önnur slík form, ekki þó til jafns við fullþroskaðan einstakling. Okkur ber því að sýna fósturvísum vissa virðingu vegna þessarar sérstöðu án þess að þeir eigi þar með alltaf rétt á fullri vernd. Oftar en ekki öðlast fóstrið aukið siðferðislegt vægi eftir því sem líður á þroskann (gradualism) (5). Sér- stöðusinnar vilja gjarnan meta hvert tilvik fyrir sig í stað þess að setja blákalt bann eða gefa algjört frelsi til stofnfrumutöku úr fósturvísum. Þó er að finna innan hópsins þá sem taka afgerandi afstöðu á móti því að fósturvísar séu notaðir sem uppspretta stofn- frumna. Margir hræðast það að með auknu fijálsræði verði helgi mannlífsins skoðuð með meiri léttúð en áður. Verið sé að meðhöndla grunnefnivið mannsins á þann hátt að það sé ógnun við mannlega reisn og þannig sé virðingu fyrir mannlífi stefnt í voða. Þessum áhyggj- um vex fiskur um hrygg þegar ljóst er að nokkur þrýstingur er frá hinum frjálsa markaði til leyfis- skyldu rannsókna af þessu tagi, það er að efnahags- legur ávinningur sé látinn vega þyngra en önnur og „háleitari" viðmið. Hér er ekki um að ræða ótta við að réttindi fósturvísisins séu fótumtroðin heldur ótta 322 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.