Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 39
FRÆÐIGREINAR / SIÐFRÆÐI STOFNFRUMULÆKNINGA
við að frjálsræðið leiði til þankagangs sem sé vara-
samur fyrir mannkynið. Þótt tilgangurinn sé ef til vill
göfugur þá eru hugsanlegar aukaverkanir meðalsins
of miklar.
Mat sérstöðumanna virðist fyrst og fremst vera
byggt á grunni tveggja þátta: annars vegar því vægi
sem siðferðilegri sérstöðu fósturvísisins er gefin og
hins vegar þeirri skyldu sem við höfum gagnvart þeim
sem eru veikir, það er vemdun heilbrigðis. Spurning-
in er svo hvenær hagur fullveðja mannveru vegur
þyngra en hagur fósturvísis. Eðli sjúkdómsins sem
glímt er við vegur hér augljóslega þungt og ólíkt per-
sónusinnum er umræðan oftast einskorðuð við lífs-
hættulega og/eða erfiða sjúkdóma sem engin önnur
lækning hefur fundist við.
Uppruni fósturvísa
Þótt þeir sem aðhyllast sérstöðuviðhorfið samþykki
sem grundvallarsjónarmið að heilbrigðisávinningur-
inn vegi stundum þyngra en réttur fósturvísis, sér-
staklega í tilviki alvarlegra sjúkdóma, þá er ágrein-
ingur um hvort uppruni fósturvísis, sem taka á stofn-
frumurnar úr, skipti máli. Fósturvísar geta orðið til
með þrennum hætti: við kynfrjóvgun, glasafijóvgun
og við kjarnaflutning úr líkamsfrumu yfir í eggfrumu.
I daglegu tali er slíkur kjarnaflutningur nefndur ein-
ræktun eða klónun.
Fósturvísar sem verða afgangs við glasafrjóvgun
Það er skoðun margra að fósturvísa megi eingöngu
búa til í æxlunartilgangi. Þó að fjöldi fósturvísa verði
afgangs við glasafrjóvgun þá er eðli slíkra aðgerða
annað en stofnfrumutaka. Sköpun þeirra er liður í
ákveðnu æxlunarferli og því að áliti margra fullkom-
lega réttlætanleg. Þar sem glasafrjóvganir eru leyfðar,
til dæmis á Islandi, má færa fyrir því rök að fátt hindri
notkun afgangsfósturvísa úr glasafrjóvgun. Ekki er
verið að skapa fósturvísa í þeim eina tilgangi að ná úr
þeim stofnfrumum heldur eru þeir fósturvísar notað-
ir sem annars yrði eytt að ákveðnum tíma liðnum.
Þeir fá þannig nýtt og „göfugt" hlutverk til viðbótar
við æxlunarhlutverkið: að bæta líf og heilsu manna.
Það er ekki gengið í berhögg við hagsmuni afgangs-
vísanna því fyrir þeim liggur ekki að þroskast frekar
og því er ekki gripið inn í neitt vaxtarferli. Siðferðis-
staða þeirra er öll önnur en fósturvísanna sem veljast
til ígræðslu í móður.
Þetta virðist af mörgum ástæðum álitlegasta leiðin
og sú sem minnstu íjaðrafoki veldur. Þó eru margir
sem óttast að áhugi vísindamanna muni leggja óeðli-
legan þrýsting á foreldra til að gefa fósturvísa sína (6).
Frumforsenda fyrir notkun fósturvísa er því upplýst og
óþvingað samþykki foreldra eða egggjafa. Einnig er
persónuvemd eggja/fósturvísagjafa nauðsynleg sem
og fyrirbygging gróðavonar viðkomandi aðila.
Framleiðsla fósturvísa í þeim eina tilgangi að ná úr
þeim stofnfrumum
Þótt sýnt sé að mörgum fósturvísum sem til verða í
glasafrjóvgunarferlinu bíði þau örlög að verða eytt er
slíkt réttlætt, eins og rakið var hér á undan, á þeim
forsendum að frumhlutverk þeirra sé að skapa líf.
Hvað þá með það háleita markmið að bæta og varð-
veita líf? Þetta er spurning þeirra sem vilja ganga
skrefinu lengra og leyfa framleiðslu fósturvísa í þeim
eina tilgangi að nota stofnfrumur þeirra til lækninga.
Ef glasafrjóvganir réttlætast af tilganginum hlýtur
svo einnig að vera í tilviki lækninga á sjúkdómum á
borð við Parkinson og mænuskaða. Að dómi margra
er undarlegt að leyfðar séu rannsóknir og tilraunir á
fósturvísum í því skyni að betrumbæta glasaftjóvgun-
araðferðir en slíkar rannsóknir séu bannaðar þegar
tilgangurinn er að bæta meðferð ýmissa alvarlegra
sjúkdóma eins og raunin er á Islandi (Lög um tækni-
frjóvgun nr. 55/1996. Reglugerð um tæknifrjóvgun nr.
568/1997). Þykir sem forgangsröðun í lækningu sjúk-
dóma sé hér um margt undarleg, það er að ófrjósemi
sé skipað ofar alvarlegum sjúkdómum sem hafa veru-
leg áhrif á getu fólks til eðlilegs lífs. Talsmaður þess
að skapaðir séu fósturvísar vegna stofnfrumna þeirra
eingöngu neitar því að helgi lífs sé stefnt í voða með
slíkum aðgerðum. Með því að leyfa slíkt skipi mann-
lífið einmitt þann sess sem því ber, þar sem fullþrosk-
að líf hljóti ávallt að vega þyngra en líf á frumstigi.
Ef grannt er skoðað má þó sjá að myndun fóstur-
vísa í þeim eina tilgangi að ná úr þeim stofnfrumum
vekur upp áleitnari spurningar en notkun afgangs-
vísa. Þessar spurningar snúa þó ekki allar beint að
fósturvísinum sjálfum og helgi hans. Annar þáttur
snýr að hlut „foreldra“ fósturvísisins. Að baki hverj-
um fósturvísi eru bæði sæðis- og egggjafi. Talsvert til-
finningalegt umrót getur fylgt gjöf af þessu tagi og þá
sérstaklega ef gjöfin er þvinguð fram eins og margir
óttast að verði raunin. Þvingunin getur verið marg-
vísleg: frá sjúklingi og aðstandendum hans sem eygja
í fósturvísunum von um bata, frá vísindasamfélaginu
og ekki síst þvingun af efnahagslegum toga. Allflestir
hafna því að fósturvísar gangi kaupum og sölum af
virðingu við mannlífið og helgi þess. En í egggjöfinni
er falin talsverð áhætta fyrir konuna sem óvíst er að
hún taki án þess að hljóta einhveija umbun fyrir (8),
enda eru fordæmi um greiðslur af þessu tagi í tilvik-
um glasafrjóvgunar. Það er hins vegar skiljanlegra að
móðirin láti eftir egg sem verða afgangs í aðgerð sem
miða að þeim persónulegu hagsmunum hennar að
ala barn.
Þar sem heldur ólíklegt er að skortur verði á af-
gangsfósturvísum í bráð þykir því mörgum sem æski-
legt sé að fresta umræðunni um framleiðslu fóstur-
vísa með annað yfirmarkmið en æxlun þar til stofn-
frumulækningar eru famar að skila einhveijum ár-
angri og sýnt er að þær séu raunverulegur kostur. Erf-
itt er að segja til um hve mörgum afgangsvísum er
Læknablaðið 2003/89 323