Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 40

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 40
FRÆÐIGREINAR / SIÐFRÆÐI STOFNFRUMULÆKNINGA í (5) leiðir Dorothy C. Wertz líkur að því að á sumum hinna 400 glasa- frjóvgunarstofa í Banda- ríkjunum sé að finna allt að 1000 frosna afgangs- vísa. Það er þó líklega nokkuð mikið yfir meðal- tali. Böm sem fæðast eftir glasafrjóvgun í Bandaríkj- unum eru hins vegar til- tölulega fá miðað við mörg önnur lönd, eða um 1 % (í Sádi-Arabíu eru 4% ný- bura „glasabörn“ (11)). hent á ári hverju en áætla má að um sé að ræða tugi ef ekki hundruð þúsunda í heiminum öllum'. Einrœktaðir fósturvísar I röðum vísindamanna er það hinn einræktaði fóstur- vísir, eða sá sem fenginn er með kjarnaflutningi, sem bundnar eru mestar vonir við. Slík einræktun er þó þyrnir í augum ýmissa sem þykir að nú fyrst hafi helgi mannlífs eignast hættulegan óvin. Með einræktun sé maðurinn farinn að beygja reglur náttúrunnar um of þar sem einræktaðir fósturvísar eru ekki búnir til úr sæði og eggfrumu eins og við kyn- og glasafrjóvgun. Maðurinn tekur sér með einræktun óheimilað vald. Aðrir sjá hins vegar í þessu „ónáttúrulega“ ferli aðra og ólíka hlið til réttlætingar aðferðinni (9). Þar sem einræktaður fósturvísir getur aðeins orðið til á tilraunastofu er það ekki náttúrulegur gangur hans að verða að fóstri. Slíkur fósturvísir hefur ein- faldlega engan náttúrulegan tilgang. Þar eð almennt er talið óveijandi að einræktaður fósturvísir verði að manni (10) eða komist lengra en upp á fósturvísastig finnst mörgum sem það liggi fyrir að ljá honum ann- að hlutverk. Liggur í því samhengi beinast við að hann þjóni hlutverki stofnfrumuuppsprettu. í annan stað hefur einræktaður fósturvísir ekki einstakt erfðamengi og er því ekki einstakur í sama skilningi og aðrir fósturvísar sem verða til við hefðbundna æxl- un eða glasafrjóvgun. Hér er hins vegar því til að svara að hæpið er að réttlæta einræktun í æxlunarskyni með þeim rökum að fósturvísinum verði eytt á síðari stigum. Þótt sam- staða náist um að rangt sé að leyfa einræktuðum fóst- urvísi að þroskast frekar er því ósvarað hvort ein- ræktunin sé í upphafi verjanleg. Sömuleiðis er hæpið að ætla að skilgreina einstaklingshugtakið út frá ein- stöku erfðamengi því að í reynd eru fjölmörg dæmi um tvo eða fleiri einstaklinga með sömu genaupp- skrift, nefnilega eineggja fjölbura. Að auki er lítið vit- að um hvaða hlutverki ytra byrði eggfrumunnar gegn- ir í þroska fóstursins, sem gerir DNA-uppskrift að enn hæpnari mælistiku á einstakling. Umræðan um kjarnaflutning hefur endurtekið hnotið um óttann við hina hálu braut (slippery slope). Samkvæmt þeirri hugmynd er hætt við að eitt skref sem ef til vill þykir sjálfsagt í dag leiði til annars sem þykir sjálfsagt í ljósi þess fyrra og svo koll af kolli. Þegar litið er til baka kemur hins vegar í ljós að skrefið frá upphafsreitnum er orðið of stórt. Þegar um kjarnaflutning er að ræða beinast áhyggjumar að því að leyfi til einræktunar í lækningarskyni leiði til einræktunar í æxlunarskyni, en slík klónun er al- mennt ekki samþykkt af alþjóðasamfélaginu og liggja til þess margvísleg rök. Svar þeirra sem ekki vilja úti- loka einræktun í lækningaskyni á þessum forsendum er að í stað þess að hindra mögulegan læknisfræðileg- an ávinning kjarnaflutnings ætti að vera einfaldlega nóg að banna einræktun í æxlunarskyni. Menn hræð- ast hins vegar að með bættum skilyrðum til einrækt- unar verði tækninni beitt utan sjónmáls laga og reglna og þá sé voðinn vís. Til þess að sneiða hjá þeim fjölmörgu siðfræðilegu vandamálum sem notkun fósturvísa sem stofnfrumu- uppspretta hefur í för með sér vilja margir leggja áherslu á endurhæfingu stofnfrumna fullorðinna en þeim fylgja engin vandkvæði önnur en þau sem lúta að lífsýnum almennt. Til þess að öðlast nægilegan skilning á því hvernig slík endurhæfing fer fram gæti þó fyrst þurft að fara fram mikið rannsóknarferli þar sem stofnfrumur fósturvísa koma við sögu. Málið er því ekki alveg leyst. Önnur meðrök endurhæfingar fullorðinsfrumna eru að ekki verði nægt framboð eggja til að anna eftirspurn framtíðarinnar og því gætu stofnfrumulækningar byggðar á stofnfrumum fósturvísa aðeins orðið á færi hinna ríku (4). Að vissu leyti má segja að umræðan um stofn- frumur fósturvísa sé háð framförum í læknavísindum. Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að stofnfrumulækningar beri árangur en burðarsterk rök ásamt árangursríkum tilraunum á dýrum gefa ástæðu til bjartsýni. Ef skýlaust mætti sýna fram á lækningamátt stofnfrumna yrði þáttur heilbrigðis meðal þeirra sem aðhyllast sérstöðuvið- horfið að líkindum veigameiri en sá sem byggir á sið- ferðilegri sérstöðu fósturvísisins. Eins og greint hefur verið frá hér að ofan snýst umræðan um siðferðilegt réttmæti þess að nota stofn- frumur fósturvísa til lækninga í grundvallaratriðum um siðferðisstöðu fósturvísisins, upphaf lífsins og helgi þess. í tilviki sérstöðusinna vegur meintur heil- brigðisávinningur einnig þungt. Afstaða manna til málsins litast mjög af menningar- og trúarlegum bakgrunni og ólíkum reynsluheimi. Þetta sést best á því hversu mismunandi tökum mismunandi þjóðir hafa tekið umræðuna, en um það verður fjallað síðar. Á íslandi fjalla engin lög beint um stofnfrumur fóst- urvísa heldur falla rannsóknir á þeim undir tækni- frjóvgunarlög nr. 55/1996, greinar 11 og 12. Fram til þessa hefur hin læknisfræðilega og siðfræðilega um- ræða um stofnfrumur takmarkast við fámennan hóp sérfræðinga á þessu sviði. Þótt eðlilegt sé að sér- fræðingar séu í fylkingarbrjósti umræðunnar eiga þessar mikilvægu siðferðisspurningar erindi til okkar. Þess vegna er nauðsynlegt að allur almenningur leggi sitt til málanna. En hvaða stefnu mun Island taka í framtíðinni og á hvaða forsendum? Þakkir Við þökkum Jóhanni Ágúst Sigurðssyni, Linn Getz og Vilhjálmi Árnasyni fyrir yfirlestur handrits og góðar athugasemdir. Nýsköpunarsjóður námsmanna og Vísinda- og þróunarsjóður Félags íslenskra heimilislækna styrkti rannsóknina. 324 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.