Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Stjóm Læknafélags íslands Heilafok um stöðu læknisins - Hafa völd og áhrif lækna í íslenska heilbrigðiskerfinu minnkað? Ef svo er, þurfa læknar að hafa áhyggjur af því? Um þetta var rætt á stjórnarfundi á Hótel Rangá fyrir skömmu Þorvaldur Ingvarsson lœkningaforstjóri FSA flytur erindi sitt um lœkninn sem stjórnanda. Stjórn Læknafélags ís- lands hélt stjórnarfund á Hótel Rangá föstudaginn 21. mars. I fimm klukku- stundir ræddu stjórnar- menn stöðu lækna í heil- brigðiskerfinu, leiddir áfram af Elínu Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins sem fengin var sérstak- lega til að haida mönnum við efnið. Útkoman varð hin fróðlegasta og verður hér á eftir reynt að gefa nokkra mynd af því sem þama fór fram. Þrír stjórnarmanna, þeir Ófeigur Þorgeirsson, Páll H. Möller og Sigurð- ur E. Sigurðsson, höfðu haft veg og vanda af und- irbúningi fundarins og Ófeigur setti fundinn og útskýrði tilgang hans og fyrirkomulag. Hópurinn lagði fimm spurningar fyrir fundarmenn og má segja að fyrsta spurningin hafi verið kjarni þeirra allra en hún var svohljóðandi: Hafa læknar sífellt minni áhrif í sínu nánasta starfs- umhverfi og að sama skapi minni áhrif á stefnumörk- un og útfærslu heilbrigðiskerfisins? Hinar spurning- arnar fjórar voru svo tilbrigði við þetta stef og verða tíundaðar þegar að þeim kemur í frásögninni. Styrkur og veikleiki Fyrsti dagskrárliður var erindi Þorvalds Ingvarssonar lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri (FSA) sem var gestur fundarins. Erindi hans nefndist Læknirinn sem stjórnandi í heilbrigðiskerf- inu. Þorvaldur sló því föstu í upphafi að læknar hefðu mikil áhrif á heilbrigðisstofnunum og þannig ætti það líka að vera. Hitt væri svo annað mál hvort læknum fyndist þeir hafa nægilega mikil áhrif. Þorvaldur rifjaði upp að hann hefði setið marga aðalfundi LÍ þar sem rætt var um nauðsyn þess að Þröstur koma á stjórnunarfræðslu fyrir lækna. Loks hefði það Haraldsson orðið að veruleika og þá mættu fimm læknar, þar af tveir unglæknar í fæðingarorlofi. Það var allur áhug- inn. Aðrar stéttir, og þá einkum hjúkrunarfræðingar, hafa sýnt mun meiri áhuga á stjórnun. Þannig bauð FSA í samvinnu við Háskólann á Akureyri upp á stjórnunarnám fyrir hálfu öðru ári. Þátttakendur í því eru átta hjúkrunarfræðingar og einn læknir. Eftir að Þorvaldur hafði lýst helstu kostum góðs stjórnanda lagði hann mat á styrk og veikleika lækna að þessu leyti. Styrkur læknisins felst einkum í fag- legri hæfni, góðri menntun og fjölhæfni. Veikleikar eru hins vegar þeir helstir að fáir læknar hafa mennt- un í stjórnun og rekstrarfræði. Læknar eru oft önnum hlaðnir og sinna stjórnuninni sem aukastarfi og hafa yfirleitt litla innsýn í störf annarra heilbrigðisstétta. Þorvaldur sagði það reynslu sína að læknar sýndu lítinn áhuga á starfsmannamálum og gæðaþróun. Þeir mættu yfirleitt ekki í starfsmannaviðtöl og hefðu ekki áhuga á gæðamálum. Þetta væri mjög slæmt vegna þess að eins og stjórnkerfinu er háttað um þessar mundir þýddi lítið fyrir stjórnendur ríkisstofn- ana að setja fram kröfur um auknar fjárveitingar án þess að rökstyðja þær vel og sýna fram á fagleg gæði þjónustunnar. Þorvaldur sagði að læknar bæru því oft við að þeir væru svo önnum kafnir við að sinna sjúk- lingum sínum að þeir mættu ekki vera að því að stjórna. En er það svo? spurði hann. Hverjir eyða mestum tíma með sjúklingum? Hann sagði það sjaldgæft að læknar kæmu til hans til að ræða faglegar nýjungar. Mest af hans tíma færi í launamál. Það bæri hins vegar mikið á gagnrýni á stjómendur. Því væri til dæmis oft haldið fram að yfir- stjórnin á Landspítala hefði ekkert vit á því sem hún væri að gera. Þar eru samt tveir læknar af fimm. Eru það ekki réttu læknarnir? Þorvaldur lauk máli sínu á því að segja að það vantaði lækna sem væru tilbúnir að leggja fyrir sig stjórnun í fullu starfi. Stjórnvöld og embættismenn í heilbrigðiskerfinu litu mjög til lækna eftir ráðgjöf og ljóst væri að það fari vaxandi í framtíðinni eftir því sem þörfin fyrir forgangsröðun eykst. Hann sæi líka teikn um að yngri læknar hugsuðu öðruvísi en þeir eldri og benti á að þess væru mörg dæmi meðal nýút- skrifaðra lækna að þeir legðu fýrir sig framhaldsnám á sviði stjórnunar, rekstrarfræði, heilsuhagfræði eða lögfræði. 328 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.