Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2003, Side 45

Læknablaðið - 15.04.2003, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ 1. Hafa læknar sífellt minni áhrif í sínu nán- asta starfsumhverfi og að sama skapi minni áhrif á stefnumörkun og útfærslu heilbrigðis- kerfisins? Elín Hirst beindi þessari spurningu fyrst til Sigur- björns Sveinssonar formanns. Hann ræddi um þær breytingar sem orðið hafa á heilbrigðiskerfinu frá því það komst fyrir í einni skúffu í dómsmálaráðuneyt- inu. Nú hefur yfirstjórnin þanist út og nýir stjórnend- ur að mestu leyti komið úr röðum annarra stétta en lækna. - En læknar hafa ekkert breyst, sagði hann. Þeir snúast fyrst og fremst í kringum þessa þröngu þjálfun sem þeir fá í sjúkdómsgreiningu og meðferð og vilja sinna því. Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri skaut því inn að ef læknar breyttust ekki á meðan allt annað breyttist þýddi það að læknar væru að dragast aftur úr öðrum. Þá var bent á að læknar héldu fast í gömlu ímyndina af hinum allsráðandi yfirlækni, hún væri ekki lengur í gildi en læknar fylgdust ekki með. Jón Snædal sagði að í raun væru tvö stjórnkerfi í gangi á sjúkrahúsum. Annars vegar hefðbundinn pýramídi þar sem læknirinn er á toppnum og gefur út tilskipanir. Hins vegar teymi þar sem læknirinn væri einn af mörgum og alls ekki sjálfgefið að hann væri leiðtogi því teymið velur hann sjálft. Undir þetta tóku fleiri og bent var á að ef læknar einblíndu um of á starfið væri hætta á að völdin lentu hjá öðrum, sá dug- legasti tæki forystuna. Ófeigur Þorgeirsson sagði að teymisskipulagið endurspeglaði þá breytingu sem orðið hefði á læknisstarfinu, það væri ekki lengur ein- staklingsbundið heldur væru flestir sjúklingar með margþættan vanda sem kallaði á afskipti margra starfsstétta. Sigurður Bjömsson rifjaði það upp að fyrir 40 ár- um þegar hann var að heíja störf sem læknir hefðu læknar verið eina háskólamenntaða starfsstéttin á sjúkrahúsum. Þeir voru sjálfkjörnir leiðtogar og réðu því sem þeir vildu ráða. Nú eru um 30 háskólamennt- aðar stéttir innan heilbrigðiskerfisins og læknamir ekki lengur sjálfkjörnir forystumenn. Sigurður E. Sig- urðsson benti á að læknar legðu ólíkan skilning í hug- takið stjómun. Sumir létu sér nægja að ráða sjúk- dómsgreiningu og meðferð sjúklingsins meðan aðrir vildu hafa áhrif á fjárstreymið inn á deildina og þar með á allt kerfíð upp í ráðuneyti. Eru læknar aga- og ábyrgðarlausir? Talið beindist að viðhorfum lækna til stjómunar sem fæstir voru sáttir við. Þorvaldur og Sigríður Dóra Magnúsdóttir (sem sat fundinn í fjarveru Þóris B. Kolbeinssonar) sögðu að í huga margra lækna væri stjórnun nánast skammaryrði og þeir sem henni sinntu yrðu sjálfkrafa að skotspæni kolleganna. Sig- ríður sagði að þessu væri þveröfugt farið hjá hjúkrun- arfræðingum því þar væri hjúkrunarforstjórinn greinilega forystumaður í sínum hópi og nyti stuðn- ings kollega sinna. Sigurbjörn formaður sagði að LÍ hefði barist fyrir því að búnar yrðu til stöður lækningaforstjóra en það hafi ekki gerst fyrr en eftir að hjúkrunarforstjórar vom komnir til skjalanna. Spumingin væri hins vegar hvers vegna læknar rækjust svona illa í flokki. Ef til vill væri það vegna þess að þeir væru í eðli sínu ein- yrkjar. Nokkuð var rætt um val á stjómendum og gagnrýnt að oft væri farið eftir reynslu manna og þekkingu á allt öðrum sviðum en stjómun. Aðrir bentu á að þetta væri að breytast, nú væri fyrst spurt um stjórnunarhæfileika og -reynslu. Óskar Einarsson varpaði fram skýringu sem oft var vitnað í en hún var á þá leið að landlægt agaleysi veikti stöðu lækna. Vitnaði hann til þess að flestir þekktu þess dæmi að læknar mættu ekki á fundi án þess að boða forföll. Þetta gripu margir á lofti og Þor- valdur nefndi það dæmi að hann gæti ekki treyst læknum til að skipuleggja sumarfríið sitt sjálfir, þá færu þeir aldrei í frí. Bima Jónsdóttir var sú eina í hópnum sem starfar eingöngu í eigin fyrirtæki og hún hafði aðra sögu að segja. Að vísu hefði verið erfitt að fá lækna til að laga sig að þeirri kröfu að ekki gætu allir farið í frí á sama tíma en nú væri sá björn unninn. Það var líka hennar reynsla að læknar tækju allt það frí sem þeir mögulega gætu. Hins vegar staðfesti Birna það sem aðrir höfðu minnst á að læknar ættu erfitt með að laga sig að almennum reglum á vinnustað. Til dæmis hefði hún tekið upp þann sið að bjóða starfsmönnum sínum starfsmannaviðtöl en þeir eru um 40 talsins og hefðu allir mætt - nema læknarnir sjö. Þetta vildi Birna kalla ábyrgðarleysi. 2. Fara hagsmunir lækna ekki saman við hags- muni sjúklinga lengur og veldur það minni tiltrú almennings á læknastéttinni? Er lækna- stéttin talin sinna eigin hagsmunum fyrst og fremst og er hún tilbúin að fórna hagsmunum sjúklinga fyrir bætt laun og réttindi? Jón Snædal hóf umræðuna með því að halda því fram að ánægja lækna í starfi væri skilyrði fyrir því að þeir gætu gætt hagsmuna sjúklinga. Því fylgdi að þeir hefðu áhrif á umhverfi sitt og ættu góð samskipti við stjórnendur. Á því væri oft misbrestur og spurning hver væri lausnin á því. Þar væri hægt að benda á læknadeild Háskóla Islands sem væri á margan hátt gamaldags. Læknafélagið hefði líka stóru hlutverki að gegna og það væri langtímaverkefni að breyta hugarfari lækna. f framhaldi af þessum orðum Jóns varð nokkur umræða um læknadeild og þeirri spurningu varpað fram hvort ef til vill þyrfti að stofna nýja læknadeild Læknablaðið 2003/89 329

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.