Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 62

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR & LÖG Hvernig er bótaábyrgð háttað samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklíngatryggingar? Gunnar Ármannsson Höfundur er héraðsdómslög- maður og framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands. I GREiN þessari er fjallað um nokkur álitaefni sem varða bótaábyrgð samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingar. Ekki er um tæmandi umfjöllun að ræða heldur er sjónum fyrst og fremst beint að völdum greinum laganna. Að mestu er stuðst við greinargerð með lögunum til skýringar ásamt grein Arnljóts Björnssonar í 4. hefti Tímarits lögfræðinga frá 1994, um bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana. Fram til ársins 1989 áttu sjúklingar sem urðu fyrir heilsutjóni við læknismeðferð eingöngu bótarétt ef þeir gátu sannað sök eða önnur atvik sem eru skilyrði bótaskyldu eftir skaðabótareglum. Á árinu 1989 var bætt inn í lög um almannatryggingar, nr. 67/1971 (nú lög nr. 117/1993), ákvæði um bætur vegna tjóns sem sjúklingar urðu fyrir vegna læknisaðgerða eða mis- taka starfsfólks sem starfar á sjúkrastofnunum. Bóta- réttur var þó takmarkaður við bætur eftir almanna- tryggingalögum sem oftast eru mun lægri en þær sem menn geta átt eftir almennum skaðabótareglum. Tjónsatvik sem lög nr. 111/2000 taka til Með lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingar var réttur sjúklinga til bóta rýmkaður verulega frá því sem áður var. Skilyrði fyrir rétti til bóta eru mjög frá- brugðin bótaskilyrðum almannatrygginga, hefð- bundinni slysatryggingu og reglum skaðabótaréttar. Tryggingarnar greiða bætur fyrir tjón sem koma hefði mátt í veg fyrir með því að haga rannsókn eða með- ferð sjúklings öðruvísi en gert var. í vissum tilvikum stofnast bótaréttur þótt ekki hefði verið unnt að af- stýra tjóni. Nánar segir í lögunum: Tjónsatvik sem lögin laka til 2. gr. Bætur skal greiða án tillits til þess hvort einhver ber skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabóta- réttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til einhvers eftirtalinna atvika: 1. Ætla má að komast hefði mátt hjá tjóni ef rannsókn eða meðferð við þær aðstæður sem um ræðir hefði verið hagað eins vel og unnt hefði verið og í samræmi við þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði. 2. Tjón hlýst af bilun eða galla í tæki, áhöldum eða öðrum búnaði sem notaður er við rann- sókn eða sjúkdómsmeðferð. 3. Mat sem síðar er gert leiðir í ljós að komast hefði mátt hjá tjóni með því að beita annarri meðferðaraðferð eða -tækni sem völ var á og hefði frá læknisfræðilegu sjónarmiði gert sama gagn við meðferð sjúklings. 4. Tjón hlýst af meðferð eða rannsókn, þ.m.t. að- gerð sem ætlað er að greina sjúkdóm og tjónið er af sýkingu eða öðrum fylgikvilla sem er meiri en svo að sanngjarnt sé að sjúklingur þoli það bótalaust. Annars vegar skal líta til þess hve tjón er mikið og hins vegar til sjúkdóms og heilsufars sjúklings að öðru leyti. Þá skal taka mið af því hvort algengt er að tjón verði af meðferð eins og þeirri sem sjúklingur gekkst undir og hvort eða að hve miklu leyti gera mátti ráð fyrir að hætta væri á slíku tjóni. Fram kemur í þessari grein að skilyrði greiðslu- skyldu er að tjón tengist rannsókn eða sjúkdómsmeð- ferð. Nánari skilyrði eru talin upp í fjórum liðum og nægir að einn liðurinn eigi við. Skilyrði um að tjón tengist rannsókn eða sjúk- dómsmeðferð leiðir til þess að ákvæðið tekur ekki til skaðlegra afleiðinga eða annars tjóns sem hlýst af sjúkdómi sem sjúklingur þjáðist af fyrir. Bætur skal því ekki greiða fyrir tjón sem eingöngu verður rakið til þess að aðgerð eða önnur sjúkdómsmeðferð tókst ekki. Tjón skal hafa hlotist af meðferð eins og sagt er frá í 1. gr. laganna. Því skal ekki greiða bætur fyrir tjón af eðlilegum afleiðingum sjúkdómsins eða fylgikvillum sem rekja má til sjúkdómsins. Hafi hins vegar sjúk- dómur dregist á langinn vegna þess að sjúklingur fékk ekki viðeigandi meðferð, t.d. af því að sjúk- dómsgreining var röng, getur sjúklingur átt rétt á bót- um, skv. 1. eða 2. tölul. 2. gr. Við mat á því hvort nauðsynlegt orsakasamband sé milli tjóns og rannsóknar eða meðferðar sjúklings er nægilegt að sýnt sé fram á að tjón hafi að öllum lík- indum hlotist af þessari rannsókn eða meðferð, sbr. upphafsákvæði 2. gr. Samkvæmt þessu tekur greinin til tjóns sjúklings ef könnun á málsatvikum leiðir í ljós að líklegra sé að tjónið stafi af rannsókn eða meðferð en öðrum or- sökum, t.d. fylgikvilla sem upp getur komið án þess að meðferð sjúklingsins hafi á það áhrif. Ef engu verður slegið föstu um orsök tjóns verður að vega og meta allar hugsanlegar orsakir. Ef niðurstaðan verð- ur sú að eins líklegt sé að tjónið sé óháð meðferðinni er bótaréttur ekki fyrir hendi. Sama gildir ef ekkert verður sagt um hver sé líklegasta orsök tjóns. Bótaskilyrði 2. gr. eru byggð á því að bætur skuli 346 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.