Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2003, Side 65

Læknablaðið - 15.04.2003, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL og Læknafélagið Formaður LÍ sendi mér kveðjur í síðasta Lækna- blaði. Tilefnið var að ég hafði haft samband við Jó- hann Heiðar varðandi túlkun ýmissa stjórnmála- manna, til dæmis núverandi og fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, á hugtakinu einkavæðing. Jóhann skýrði málið að sjálfsögðu mjög vel hér í blaðinu og sam- kvæmt okkar hernaðaráætlun fylgdi ég því eftir með pistli í Morgunblaðinu. Eitt er víst að Einar Oddur Kristjánsson kom fram í sjónvarpi nokkru síðar og var okkur Jóhanni algerlega sammála um hvað orðið einkavæðing þýðir. Formaður vor hvetur til umræðu á þessum vett- vangi um heilbrigðismál og setur fram sínar eigin hugmyndir um heilbrigðiskerfið og uppbyggingu þess. En þá kámar gamanið því að þetta skipulag hef ég aldrei heyrt um áður! Formaður telur um að ræða þrjú „kerfi“ sem hann nefnir X, Y og Z og kallar þetta einföldun! I öllum menningarlöndum sem ég þekki til er heilbrigðiskerfi skipt í tvo meginþætti, tryggingaþátt og rekstrarþátt. Við breytingar á þessum kerfum hafa skilin milli þeirra verið skerpt og menn talið nauðsynlegt að skilja á milli þeirra sem kaupa þjón- ustu og selja hana. í Evrópu er um tvær meginað- ferðir að ræða, annars vegar þá sem við ásamt Bret- um og Skandinövum notum en hina sem þjóðir í Mið-Evrópu nota. í okkar kerfi eru „iðgjöld“ innheimt af sköttum og eru því tekjutengd. Ríkið sér algerlega um þennan þátt og um réttindi sjúklinga er til dæmis fjallað í stjórnarskrá okkar, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um réttindi sjúklinga. Gallinn er sá að réttindi þeirra sem eru tryggðir eru ekki skilgreind á nokk- urn hátt nema í áðurgreindum lögum. Eina skil- greiningin sem ég þekki er reglugerð nr. 471/2001 sem fjallar um að fegrunaraðgerðir séu ekki greiddar úr þessu kerfi. Annar galli er sá að ríkisvaldið hefur takmarkað þau með ófullnægjandi fjárlögum sem sögð eru öllum lögum æðri. Mér vitanlega hefur eng- inn stjórnmálaflokkur á íslandi rætt um breytingar á þessu fyrirkomulagi. í Mið-Evrópu eru tryggingakerfin víða einkarek- in en á grundvelli strangra laga sem tryggja almenn- ingi aðgang að þjónustunni. Skilin á milli þáttanna eru mjög skörp og tryggingafélögin reka ekki þær stofnanir sem veita þjónustuna. Kostimir við þetta kerfi hafa verið taldir þeir að almenningur er frekar tilbúinn að leggja meira fjármagn í þjónustuna þegar hann veit til hvers fjármagnið verður notað. Annað er að biðlistar eru stuttir því að einkarekin trygginga- félög vita að sjálfsögðu upp á hár hvað biðlistar kosta. Mjög athyglisvert er að Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð um þjónustu við sjúklinga. Niðurstaðan var sú að Rómarsáttmálinn gildir um heilbrigðisþjónustu. íbúar Evrópulanda eiga fullan rétt á þjónustu án óeðlilegrar tafar og fái þeir hana ekki innan heimalandsins geta þeir leitað hvert sem er innan sambandsins og fengið þjónustu á kostnað heimalandsins. Þessi niðurstaða mun einnig gilda hér á landi og nauðsynlegt er að látið verði reyna á það fljótlega. Þegar kemur að rekstrarþættinum er hægt að fela hann ýmsum aðilum á grundvelli samninga við trygg- ingakerfið, í okkar tilviki ríkið. Eðlilegast væri að ein- hver stofnun utan ráðuneytisins, til dæmis Trygginga- stofnun ríkisins, fengi það hlutverk að semja við alla rekstraraðila. í rekstrarþættinum er auðvitað beitt ýmsum rekstrarformum, spítalar og mest af heilsu- gæslu er rekið af ríkinu, sérfræðiþjónusta að miklu leyti rekin af læknum og hjúkrunarheimili rekin af sjálfseignarstofnunum og jafnvel viðskiptafyrirtækj- um sem sérhæfa sig á þessu sviði. Heilbrigðisráðherra áformar nú að einkavæða rekstur heilsugæslu í Kópa- vogi. Það sem fer illa með okkar heilbrigðiskerfi í dag er að kostnaður við hina ýmsu starfsemi er ekki nógu vel þekktur. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt atriði ef við erum sammála skilgreiningu prófessors John Övretveit á gæðum í heilbrigðisþjónustu sem er: Að veita sjúklingi þá þjónustu sem hann þarfnast fyrir sem minnstan kostnað. Að mínu viti skiptir litlu máli hver rekur heil- brigðisstofnanir á meðan ríkið heldur í föst fjárlög. Fyrst verður að breyta því, síðan getum við farið að ræða um hvaða leiðir eru bestar til að við nýtum það fjármagn sem fyrir hendi er þannig að sem flestir geti fengið þá þjónustu sem þeir eiga fullan rétt á. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir á eftirlaunum. Læknablaðið 2003/89 349

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.