Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 73

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 73
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 114 Atak í lyfjamálum heilbrígðisstofnana Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mikil umræða verið um lyfjanotkun og lyijakostnað hér á landi. Einkum hefur verið rætt og deilt um hækkun á lyfjakostnaði Landspítala og þá sérstaklega hækkun vegna sérhæfðra sjúkrahúslyíja (S-merkt-lyf) sem hefur verið veruleg að undanförnu. Eins og oft áður greinir menn á um orsakir og afleiðingar. Þegar leit- að er leiða til að sporna við hækkun lyfjakostnaðar er gjarnan horft til lyfjaverðs og bent á að lyfjaverð hér á landi sé hærra en í nágrannalöndunum. Hátt lyfja- verð skiptir vissulega máli en þó ekki jafn miklu máli og val lyfja. Kostnaðarlega er höfuðvandinn sá að læknar velja fremur nýrri og dýrari lyf en eldri og ódýrari, jafnvel þó að vitað sé að oft komi þau eldri og ódýrari að jafn góðum notum. Þetta sést einkar vel þegar litið er til þróunar síðasta árs en þá varð veruleg kostnaðaraukning þrátt fyrir um 6% lyfja- verðslækkun sem varð á árinu vegna styrkingar ís- lensku krónunnar. í þessu sambandi er vert að minna á grunnlyfjahugtakið (the essential drug concept) sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mjög haldið á lofti. Full ástæða er til að minna á grunnlyf þar sem mikilvægi þeirra virðist gleymast hraðar hér á landi en í öðrum löndum og hér hefur jafnvel verið gengið svo langt á undanförnum mánuðum að sum þessara lyfja hafa verið afskráð og markaðurinn skil- inn eftir með mun dýrari og óhagkvæmari lausnir. Vegna þessarar þróunar hefur ráðherra ákveðið að efna til átaks í lyfjamálum heilbrigðisstofnana meðal annars með það að markmiði að tryggja að- gang og forgang að grunnlyfjalista í heilbrigðisþjón- ustunni. Skipaður hefur verið stýrihópur til að vinna að þessum málum. Stýrihópnum er ætlað að vinna að sparnaði og hagræðingu í innkaupum lyfja, lyfjavali og réttri notkun þeirra, meðal annars með því að: • Stuðla að stefnumörkun heilbrigðisstofnana í lyfjamálum (drug policy). • Samræma val lyfja á lyfjalista byggða á grunn- lyljalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, klín- ískum leiðbeiningum landlæknis og öðrum við- urkenndum leiðbeiningum (evidence based medicine). • Sjá um útgáfu og kynningu hins sameiginlega lyfjalista. • Stuðla að sameiginlegum innkaupum og útboð- um á vegum Ríkiskaupa á þeim lyfjum sem val- in eru á sameiginlega lyfjalista. • Semja reglur um lyfjakynna og aðra sölumenn, um takmarkaðan aðgang þeirra að starfsfólki heilbrigðisstofnana, hvað þeir mega og hvað þeir mega ekki gera. • Semja leiðbeiningar (stefnu) um með hvaða hætti ný og dýr lyfjameðferð er tekin í notkun á heilbrigðisstofnunum. Einar Magnússon Höfundur er yfirlyfjafræðingur í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Læknablaðið sækir fram á netinu Nú er rétt ár frá því Læknablaðið leysti landfestar og fór að reyna fyrir sér á netinu jafnhliða prentútgáfunni. Eins- og að var stefnt eru öll tölublöð árgang- anna 2000, 2001 og 2002 komin á sinn stað þar sem og Fylgirit þessara ár- ganga. Því miður eru fyrri árgangar blaðsins ekki tiltækir á rafrænan hátt. Öflug leitarvél er á vefnum og svarar á augabragði þegar leitað er eftir einstök- um efnisorðum eða höfundum. Það tekur allajafna skemmri tíma að leggja efni blaðsins út á netið en að renna því í gegnum prentvélarnar og því er netútgáfan yfirleitt klár 2-3 dög- um fyrr á netinu en áskrifendur fá blað- Heimsóknir á vef blaðsins ið inn um póstlúguna. 2002 Eðli netmiðla er slíkt að ýmsum Maí 333 mælitækjuin má bregða upp til að leggja Júní 291 kvarða á miðilinn. Meginniðurstaðan er Júlí 426 sú að oftast er komið inn á vefinn frá ís- Ágúst 488 landi, flestir af neti Landspítalans, og September 673 heldur meira er um heimsóknir á virk- Október 767 um degi í fyrri hluta mánaðar. Mest er Nóvember 954 skoðað af nýjasta efni vefsins, hvort heldur er Fylgirit eða hefðbundið tölu- Desember 847 blað. Meginumferðarþunginn er á vinnu- 2003 tíma; milli níu og fimm, en heimsóknir Janúar 2069 eru þó drjúgar á kvöldin. Febrúar 1715 Mars 1755 Læknablaðið 2003/89 357
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.