Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 15
RITSTJÓRNARG REINAR Sumarþankar af slysadeild Ég var beðin um sumarhugleiðingu af slysadeild- inni. Var þá nýkomin á kvöldvakt og þykir við hæfi að byrja þar ... Strax á leið inn í húsið - í gegnum biðstofuna á Slysa- og bráðadeildinni - sé ég að sumarið er komið með öllu tilheyrandi. Börnin með skrapsár í andliti og á útlimum, sárin full af möl og sandi og stundum líka beinbrot. Þegar dyrnar opnast þeysast þeir hvítklæddu um, skoðunarstofurnar fullar og sumir skjólstæð- ingar því á göngunum. A bekkjunum liggja þeir sem hafa meiðst á neðri útlimum eða fengið alvar- legri áverka og höfuðhögg. Afram geng ég inn, heyri að von sé á fólki úr um- ferðarslysi. Mér dettur strax í hug Kringlumýrar- braut ef slysið varð í bænum, en annars Reykjanes- braut, Vesturlandsvegur eða Hellisheiði. En slysin geta svo sem átt sér stað hvar sem er. Það flögrar í gegnum huga minn hvemig það geti gerst að verið sé að tvöfalda Reykjanesbraut í báðar áttir, kostnaður á hvem kílómetra litlar 125 miiljónir króna. A meðan er lítið eða ekkert verið að gera til dæmis fyrir Vesturlands- eða Suðurlandsveg. Ég óttast að með fleiri akreinum verði bara meiri hraði og því verri slys. Mér skilst að fyrir svipaða upphæð og á að fara í tvöföldun Reykjanesbrautar mætti aðskilja akst- ursstefnur og gera 2+1 veg (ein akrein í hvora aksturs- stefnu og þriðju akreininni víxlað fyrir framúrakstur) til Selfoss, Reykjaness og að Hvalfirði. Eins skil ég ekki, fyrst íjármunir hins opinbera eru takmarkaðir, af hverju ekki var frekar úthlutað 50 milljónum króna til að halda uppi löggæslu við Reykjanesbraut allan sólar- hringinn, alian ársins hring. Þessi upphæð samsvarar kostnaði við að tvöfalda um 400 rnetra af Reykjanes- braut. Með löggæslu allan sólarhringinn myndi draga úr hraða og með því fækka slysum og vegurinn yrði öruggari. Auk þess sem allt að 3700 miUjónir myndu sparast og nota mætti til úrbóta víðsvegar í vegakerfi landsins, meðal annars á Reykjanesbraut. Ég skil ekki heldur að þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ráðamanna um að stefna beri að fækkun umferðar- slysa og búið er að margsýna fram á að með aukinni löggæslu verður veruleg fækkun slysa, veita þessir ráðamenn minna fé til lögreglunnar sem á því erfiðara með að sinna löggæslu, meðal annars í umferðinni. Mér þykir því sérstaklega athyglisvert nú í upp- hafi sumars, þegar vitað er að umferð mun aukast og því aukin hætta á slysum, að hugsa til þess að engar sumarafleysingar verða í umferðardeild lög- reglunnar þar sem ekki fæst til þess fjárveiting. Geng áfram eftir ganginum. Þar liggur kona á mínum aldri (sem sagt á besta aldri) með línuskaut- ana hjá sér. Það þarf hvorki skoðun né röntgen til að sjá að hún er brotin. Önnur anatomía um úlnliðinn sem hún hefur getað fæðst með (ætli hún sé með radíalis púls?) Engin merki um hlífar eða hjálm. Heyri lækninn hennar segja að hún komist ekki í aðgerð í kvöld þar sem hún borðaði rétt áður en hún fór út að skauta. Það er þá annaðhvort að nota hlífar og hjálm eða að vera fastandi (því þá þarf ekki að fresta aðgerð til að rétta brotið). Minnisstæðar eru margar vaktir í Bretlandi þar sem endurtekið komu ljót brot hjá börnum eftir slys á línuskautum. Þar er lítið um hlífa- og hjálmanotkun. Hinsvegar sá ég ekki eins marga fullorðna slasaða þar á skautum og hér. Spurning hvort fólk á besta aldri hér sé virk- ara eða bara meiri klaufar? Astandið hér á landi hefur batnað hvað varðar notkun á hjálmum, til dæmis á hestum, hjólum, línu- skautum og brettum, þó enn vanti töluvert upp á, því miður. Miklu fleiri börn og fullorðnir nota hjálma í dag en fyrir nokkrum árum, og það skilar sér tví- mælalaust í fækkun alvarlegra höfuðáverka. Er nú komin fyrir hom og fer inn í gáminn á skrif- stofuna mína. Fer í hvítu fötin, breytist í enn eina hvítklædda veru. Svo er það vaktin. Hún er nú eigin- lega efni í nýja grein. Hún kemur kannski síðar ... Vaktin er búin og þegar ég geng útaf deildinni verð ég að viðurkenna að vera fegin að vera á heim- leið. Fyrstu næturgestir deildarinnar byrja að mæta, þeir sem skemmtu sér of mikið eða slösuðust í nætur- gleðinni. Hugsa um útihátíðina sem á eftir að verða í nótt og verðandi fórnarlömb hennar. Ég hef ekkert á móti stórum mannfögnuðum undir beru lofti, síður en svo, og hlakka alltaf mikið til Þorláksmessu og 17. júní. Vandinn er hins vegar óhófið sem okkur íslend- ingum hættir svo við, ofurölvun og neysla fíkniefna og sá harði heimur sem þeim fylgir. Eitl er að taka á móti og reyna að sinna þeim sem hafa sjálfir komið sér í vandræði sökum hegðunar sinnar en það er erf- iðara og oft yfirbugandi að taka á móti fórnarlömb- um ofbeldis sem fylgir ofneyslu. Sérstaklega sláandi er það viðhorf að í lagi sé að berja liggjandi mann. Óskiljanleg þykir mér sú lausn að lengja opnunar- tíma veitingastaða og bæta við súlum í miðbænum, en fækka lögreglumönnum á móti. Með þessa hugsun í kollinum geng ég út í góða veðrið. Lesendur góðir, njótið sumarsins, hreyfingar, úti- vistar, ferðalaga, góða veðursins og gleðinnar sem þessu fylgir. En farið skynsamlega og munið eftir og minnið á hjálma og hlífar, akið á löglegum hraða og miðað við aðstæður, verið allsgáð undir stýri og sleppið á meðan spjallinu í farsímann. Reynið að sannfæra stjórnmálamenn um að auka fjárframlög til löggæslu í landinu og bæta umferðarmannvirki á skynsamlegan hátt. Við erum nefnilega líka þátttak- endur í þessu lífi þó við séum heilbrigðisstarfsmenn. Þegar kemur að ráðum og forvörnum eru það helst tveir hópar sem almenningur hlustar á, það eru fórnarlömb slysa og svo þeir sem koma að og sinna slösuðum. Þannig geta raddir okkar allra skipt máli til að fækka fórnarlömbum slysa. Nóg er nú samt. Kristín Sigurðardóttir Höfundur er slysa- og bráðalæknir á Landspítala Fossvogi. Læknablaðið 2003/89 571
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.