Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPSKT SAMSTARF
mynd um stöðu heimilislækninga í hinum ýmsu lönd-
um eru pistlar og niðurstöður ýmissa kannana sem
lúta til dæmis að fyrirkomulagi náms og skipulagi
starfs. Fulltrúar landanna skrifa ýmist greinar eða
svara fyrirspurnalistum sem síðan er dreift með raf-
rænum hætti á milli félagsmanna og birt á heimasíð-
unni. Þannig er samstarf á netinu á milli funda. Einn-
ig gefst fulltrúum stundum kostur á að kynna á fund-
um einstök málefni er varða heilbrigðismál í þeirra
eigin landi. íslensku fulltrúarnir kynntu gagnagrunns-
málið á sínum tíma. Einnig hafa verið sendar skrif-
legar upplýsingar um skipulag íslenska heilbrigðis-
kerfisins, þar með talið heilsugæslunnar. Greint hef-
ur verið frá baráttu heimilislækna á íslandi um bætt
kjör og starfsaðstæður. Einig hafa íslensku fulltrú-
arnir átt innlegg í árbók félagsins (The UEMO Re-
ference Book). Hún verður væntanlega aðgengileg á
netinu þegar búið er að uppfæra síðuna og semja við
nýjan útgefanda, en samningi var rift við Kensington
Publications vegna vanda útgáfunnar.
Á þessum vorfundi lagði íslenska nefndin fram til-
lögu að beiðni formanns LÍ þess efnis að samtökin
álykti um hlutverk heimilislækna í baráttu fólks við
offitu en hún á stóran þátt í heilsubresti og er vaxandi
vandamál í vestrænum samfélögum. Var tillaga okk-
ar samþykkt einróma og verður það verkefni LÍ að
undirbúa drög að ályktun fyrir næsta fund með það í
huga að hana megi samþykkja þegar UEMO fundur
verður haldinn hérlendis vorið 2004.
Svíar sýndu mikla gestrisni á þessum vorfundi.
Gafst fulltrúum UEMO tækifæri til að hittast og eiga
skemmtilegar kvöldstundir, fyrra kvöldið var sigling í
sænska skerjagarðinum en síðara kvöldið máls-
verður í boði Sænska Læknafélagsins í Vasa safninu í
Stokkhólmi. Þá var tilefni til að skiptast á skoðunum
um hvaðeina sem snýr að heilbrigiðismálum og starfi Nokkrir fulltrúar Svía í
heimilislækna. Næsti fundur verður í Dubrovnik í stjórn UEMO.
Króatíu en að ári verða Islendingar gestgjafar í fyrsta
sinn.
Dr. Gordana Zivec-Kalan,
fulltrúi Sloveníu, Dr.
Christina Fabian, forseti
UEMO úsamt námslœkni
sínum, Dr. Reiner
Brettenthaler, forseti
CPME og Dr. Bernhard
Grewin, formaður Sœnska
lœknafélagsins.
Læknablaðið 2003/89 625