Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR / CAG-A MÓTEFNAVAKI dóma sem sýkillinn tengist eins og sárasjúkdómum og magakrabbameini en flest bendir til að þessir sjúk- dómar hverfi að mestu á næstu 10-20 árum (5). Þekkingu á samspili 77. pylori og magasjúkdóma hefur fleygt mjög fram á síðustu árum en samt er enn- þá margt á huldu um þetta samband. Það er ekki að fullu Ijóst hvers vegna aðeins 10-15% þeirra sem sýkjast fá sár. Sú kenning hefur verið sett fram að /7. pylorí hafi verið meinlaus hluti af örveruflóru mag- ans eins og hún var lengst af á þróunarskeiði manns- ins. Það er einungis á 20. öld sem H. pylori kemur fram sem meinvaldur þegar örveruflóran breytist eða hverfur í þróuðum löndum vegna aukins hreinlætis og /7. pylori situr einn eftir í magaslímhúð (6). Far- aldsfræði sárasjúkdóma í maga á íslandi kemur mjög vel heim við þessa kenningu (7). H. pylori er einnig megin orsakavaldur magakrabbameins sem er næst algengasta krabbameinið á heimsvísu í dag (eftir lungnakrabbameini) og kemur heim við útbreiðslu H. pylorí (8). Nýgengi magakrabbameins hefur minnk- að í þróuðum löndum í takt við að 77 pylori er sjald- séðari. Þrátt fyrir þessa sterku faraldsfræðilegu fylgni er margt óljóst varðandi það hvernig H. pylori veldur magakrabbameini en einungis örlítill hluti þeirra sem sýkjast fá krabbamein. Tveir þættir eru taldir spila þar saman. Meinvirkni H. pylori og erfðaþættir mannsins. Meinvirkni 77. pylori ræðst mest af Cag-A sem er 120 kD mótefnavaki tjáður á yfirborði bakter- íunnar og finnst hjá um 50% 77. pylorí stofna (8). Tíðni Cag-A hjá þeim stofnum sem tengjast skeifu- garnarsári eða magakrabbameini er um 80-90% (9). Engar rannsóknir eru til um tíðni Cag-A í íslensk- um 77 pylorí stofnum en þekking á því er nauðsynleg til að skilja breytta faraldsfræði magasjúkdóma. Sterkar vísbendingar eru um að sýking með Cag-A jákvæðum 77. pylorí stofnum sé verndandi fyrir vél- indabakflæði en tíðni þess hefur aukist mjög á sama tíma og 77. pylori og sérstaklega Cag-A jákvæðir stofnar eru að hverfa (10). Besta aðferðin til að fá rétta mynd af tíðni Cag-A væri að rannsaka H. pylori stofna fyrir þann tíma sem uppræting var almennt útfærð, eða fyrir 1993. Ekkert safn er til af H. pylori stofnum en hins vegar eru til mælingar á serum sýn- um frá sjúklingum með skeifugarnarsár sem tekin voru á árunum 1993-96. Markmið: Að kanna algengi mótefna gegn 77. pylorí frá íslenskum sjúklingum með skeifugarnarsár og algengi Cag-A mótefna hjá sömu sjúklingum. Efniviöur og aðferðir Skoðuð voru gögn frá 62 sjúklingum með skeifugarn- arsár sem voru speglaðir og greindir á Landspítala á árunum 1993-1996. Serum sýni voru tekin í þeim til- gangi að greina mótefni fyrir 77. pylori og fylgjast með upprætingu. f hópnum voru 33 karlar og 29 kon- ur á aldrinum 24-81 árs, miðgildi 50 ár. Enginn sjúk- linganna hafði fengið upprætingar meðferð gegn 77. pylori áður en sýnin voru tekin. Rannsóknin var ekki framskyggn og upplýsingar um lyfjanotkun voru því ekki skipulega skráðar. Notkun á aspiríni var skráð hjá tveim sjúklingum og notkun gigtarlyfja hjá tveim. Notaðar voru tvær aðferðir við greiningu mótefni til að fá öruggari niðurstöður og til að fá betri saman- burð við aðrar rannsóknir. Ennfremur til að meta notagildi aðferðanna. Western blot var notað til að greina 77. pylori mótefni og tíðni Cag-A mótefna var sérstaklega skoðuð. IgG, IgA og IgM immunoglobu- lin voru mæld með óbeinni ELISA aðferð. Þegar Westem blot tækni er notuð með heil- fmmublöndu hefur fengist 96% næmi og 94% sér- tæki (11) þar sem hvert mótefni gefur sérstakt band og greiningin byggist á mótefnum sem vitað er að bindast ekki öðrum sýklum (12, 13). Mörg mismun- andi bönd koma fram en þau bönd sem eru talin sér- tæk fyrir 77. pylori eru bönd sem eru 19- 36 kD á þyngd og 120 kD band (Cag-A mótefnavaki). Til að sýni teljist jákvætt fyrir 77. pylori verður það að vera jákvætt fyrir öðru þessara. Fjórar tegundir mótefnavaka eru notaðar til serm- ismælingar með ELISA aðferð. Þær eru búnar til úr heilum sýklum eða grófum (sonicate), hálfgrófum eða hreinum mótefnavökum. Margir 77. pylori mót- efnavakar eru breytilegir milli stofna þannig að not á hreinum mótefnavökum gefur oft lítið næmi. Grófir mótefnavakar hafa marga mótefnavaka sem sumir bindast öðrum Gram-neikvæðum sýklum og gefa þannig falsk-jákvæð svör og lítið sértæki (14). Þess vegna er nauðsynlegt að nota blöndur af 77. pylori mótefnavökum þegar mælingar eru gerðar með ELISA (14, 15). í þessari rannsókn var notast við blöndu hitastöðugra mótefnavaka og lágmólekúlar blöndur (framleitt á Rigshospitalet og staðlað á dönskum sjúklingum) (16,17). Niðurstöður Við mótefnagreiningu með Western blot reyndust 54 af 62 (87,1%) sjúklingum vera jákvæðir fyrir 77. pyl- orí sértækum mótefnavökum og af þessum 54 voru 53 (98,1%) jákvæð fyrir Cag-A. Einn sjúklingur sem var 77. pylori neikvæður tók gigtarlyf (naproxen). Af sjúklingunum 62 höfðu 46 (74,2%) jákvæð svör gagnvart mótefnavökum 19-36 kDs. Til að mæla IgG mótefni var stuðst við þrjú mismunandi próf: HS (heat stable) mótefnavaki gaf 67,7% jákvætt svar, LMW (low-molecular weight) mótefnavaki gaf 25,8% og heilfrumu-mótefnavaki 84,1%. Umræða Mótefnamælingar til greiningar á 77. pylorí hafa tölu- vert notagildi, en Western blot er bæði næmara og 596 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.