Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALÞJÓÐLEG HEILBRIGÐISMÁL Höfuðstöðvar WHO í Evrópu eru í þessu húsi sem stendur við kyrrláta hliðargötu steinsnar frá Eyrarsundi. sem standa höllum fæti því hinir sem betur mega sín bjarga sér sjálfir. Það er hins vegar mikill mun- ur á löndum Austur-Evrópu og Afríku hvað það varðar að í fyrrnefndu ríkjunum er almennt mennt- unarstig hærra og þess vegna auðveldara að koma upplýsingum til almennings. Auk þess var ástand- ið í nokkuð góðu horfi fyrir ekki svo löngu síðan og hægt að minna fólk á það. Þetta er hægt að nýta til að koma á nýju heilbrigðiskerfi sem tryggir fólki aðgang að þjónustu og stuðningi sem er mjög mikilvægt að veita. Það þarf að vera hægt að veita mæðra- og ungbarnaeftirlit sem byggist á nýjustu tækni og aðferðum og þar sjáum við alltaf betur og betur að þetta er fyrst og fremst spurning um kunnáttu fagfólksins en ekki bara tækjabúnað- inn.“ Fordómar í garð geðsjúkra Þriðji málaflokkurinn sem Guðjón og starfsfólk hans sinnir eru langvinnir sjúkdómar og geðsjúk- dómar. „Já, þar eru einungis tíu starfsmenn en þyrftu að vera fleiri. Þar er stærsta verkefnið kallað CINDI en það snýst um forvarnir og nær til 40 landa. Það beinist gegn hjarta- og æðasjúkdómum, gigt og að hluta til krabbameini. Þetta eru fyrst og fremst lífsstílssjúkdómar og forvarnirnar eru eink- um í því fólgnar að auka hreyfingu og bæta matar- æði. Þetta er 20 ára gamalt verkefni sem hefur fært okkur í hendur miklar upplýsingar sem hafa gert okkur kleift að koma á fót svipuðum verkefnum í Suður-Ameríku og Asíu. A sviði geðsjúkdóma er stórt verkefni í gangi sem beinist að því að hjálpa íbúum Balkanland- anna að takast á við afleiðingar langvarandi ófrið- ar, auka samstöðu milli ríkja og þjóðarbrota og draga úr streitu og ofbeldi. Þetta verkefni hefur gengið vel og borið góðan árangur því ástandið á svæðinu hefur batnað verulega. Næsta skref er að koma á fót kennslu í lýðheilsu í þessum löndum. Baráttan gegn fordómum í garð geðsjúkra er alltaf á dagskrá enda eru þeir enn mjög útbreiddir í Evrópu. Við höfum færst í jákvæða átt en erum þó ekki komin lengra en svo að það vekur enn athygli ef þjóðarleiðtogar eða aðrar áberandi per- sónur viðurkenna að hafa átt við geðsjúkdóma að stríða. Við erum hægt og bítandi að vinna á þess- um fordómum og liður í starfi okkar er að halda ráðherraráðstefnu sem verður í Finnlandi í janúar 2005. Þar verður farið yfir sviðið og lagt mat á hvaða árangur hefur náðst í baráttunni við geð- sjúkdóma í Evrópu. I undirbúningi ráðstefnunnar hafa verið haldn- ar margar minni ráðstefnur þar sem fjallað hefur verið um ýmsar hliðar þessara mála, svo sem mann- réttindi geðsjúkra sem verða fyrir forræðissvipl- ingu og einnig um áhrif fjölmiðla á viðhorf al- mennings til geðsjúkdóma. Þar hefur því verið haldið fram að fjölmiðlar skapi og viðhaldi for- dómum með því að gera meira úr hlutunum þegar geðsjúkir fremja ofbeldisverk heldur en þegar aðr- ir eiga í hlut. Við það fá lesendur á tilfinninguna að geðsjúkir séu almennt ofbeldishneigðari en annað fólk þótt rannsóknir sýni að svo sé alls ekki.“ Heilsusamlegir skólar „Hvað geðsjúkdóma áhrærir þá er það áhyggju- efni að víða hefur gömlum stofnunum verið lokað og meðhöndlun geðsjúkra færst út af sjúkrahúsum og breyst í ferliverk sem sveitarfélög eða samfé- lagið á að sinna. Þessi breyting hefur ekki gengið sem skyldi þannig að í mörgum borgum hafa orðið til stórir hópar geðsjúkra sem ekki njóta neinnar meðhöndlunar. Þeir eiga hvergi höfði að halla og verða oft fyrir barðinu á ofbeldi eða misgjörðum. Það eru líka vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum, atferlistruflanir, átröskun, sjálfs- morðsfaraldrar og fleira sem ástæða er til að taka á um alla álfuna. Víða er áhættuhegðun ungs fólks mikil og allt að því óskiljanleg. En þegar betur er að gáð og hugað að þeim aðstæðum sem það býr við þá getur þetta verið þeim alveg eðlilegt. Við erum að vinna að því að skoða hvernig hægt er að koma við forvörnum vegna sjálfsvíga. Það er því ýmislegt í gangi hvað varðar geð- heilbrigðismálin." Guðjóni er greinilega hugleikið ástandið í aust- anverðri álfunni, en er allt í sómanum hjá okkur í vestrinu? „Nei, það er það ekki. Ég hef verið að undirbúa fyrirlestur fyrir ársfund Evrópusvæðisins í haust og sett mig inn í heilbrigðisástand barna og ung- menna í álfunni. Þá kemur í ljós að yngra fólk á við 614 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.