Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPSKT SAMSTARF Vorfundur UEMO 2003 Katrín Fjeldsted Steinunn Jónsdóttir Höfundar eru heimilislæknar. Vorfundur Evrópusamtaka heimilislækna, UEMO, var haldinn í Stokkhólmi í lok maí. Tvisvar á ári eru haldnir fundir á vegum samtakanna og þá fundi hafa Islendingar sótt frá árinu 1993, fyrst sem áheyrnarað- ilar en frá 1996 með fullri aðild. Sigurbjöm Sveinsson formaður LÍ og fyrrverandi formaður FÍH var aðal- fulltrúi íslands hjá samtökunum til ársins 1999 er Steinunn Jónsdóttir tók við. Katrín Fjeldsted hefur setið flesta fundi UEMO síðan árið 1996 sem fulltrúi FIH. Megináhersla Evrópusamtaka heimilislækna er að fylgjast með og tryggja gæði þjálfunar og símennt- unar heimilislækna í Evrópu, verja stöðu heimilis- lækna í heilbrigðisþjónustunni, gæta siðlegra, vís- indalegra, stéttarlegra, félagslegra og fjárhagslegra hagsmuna evrópskra heimilislækna og frelsis þeirra við störf. Ennfremur að koma skoðunum aðildarfé- laganna og samþykktum félagsins á framfæri við rétt yfirvöld og stofnanir auk þess að vinna með öðrum hagsmunafélögum lækna. Aðildarlönd UEMO eru nú 22 og sóttu Slóvakar síðast um inngöngu. Frá janúar 2002 hafa Svíar verið í forsvari og er Dr. Christina Fabian nú forseti UEMO. Á fundinum í Stokkhólmi voru ýmis málefni sem viðkoma heimilislæknum tekin fyrir. í ársskýrslu sinni lagði Dr. Fabian áherslu á mikilvægt hlutverk heimilislækna í heilbrigðisþjónustunni. Hún undir- strikaði gildi góðrar framhaldsmenntunar og fjöl- breyttrar símenntunar þar sem lagður væri grund- völlur að gæðum í starfi heimilislækna. Starf heimilis- læknisins er mjög yfirgripsmikið, krefst þekkingar, þjálfunar og ekki síst innsæis, þar sem gagnkvæmt traust læknis og sjúklings er lykillinn að árangri. Þótt heilbrigðiskerfi landanna séu skipulögð með ólíkum hætti er kjarni heimilislækninga alls staðar sá sami. Hlúa þarf að starfsgreininni, bæta nýliðun, menntun og starfsaðstæður til þess að tryggja gott aðgengi sjúklinga og ánægju læknanna í starfi. Svíar hafa það á stefnuskrá sinni að auka sam- skipti og samvinnu UEMO við önnur samtök lækna á á Evrópu- og alþjóðavettvangi. Tilgangurinn er að samnýta krafta enda eru mörg málefni sameiginleg hagsmunamál allra lækna. Til þess að auka líkur á slíkri samvinnu fékk stjórnin á þessum vorfundi um- boð til þess að vinna að flutningi varanlegrar skrif- stofu UEMO til Brussel. Stjórn Fastanefndar lækna í Evrópu (CPME) hefur lýst yfir vilja sínum til að veita UEMO aðstoð á ýmsum sviðum. CPME hefur lengur haft tengsl inn í Evrópuráðið og nefndir á vegum Evrópusambandsins og er því mikilvægt að eiga þá að. Forseti CPME er Reiner Brettenthaler og er hann heimilislæknir. Vorfundur hófst með ræðu heilbrigðisráðherra Svía þar sem hann rakti stefnu og helstu viðfangsefni í sænsku heilbrigðiskerfi. Þá var flutt mjög áhugaverð kynning á fyrstu samevrópsku rannsókninni (17 lönd tóku þátt, þó ekki ísland) um heilsufar karla í Evrópu („The European Men’s Health Forum and the First Report on Men's Health"). Það er vel þekkt og stað- fest að karlar leita síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur, einkum á fyrri æviskeiðum. Samtök þessi vilja vekja lækna og almenning til umhugsunar um þá staðreynd í von um að gripið sé til forvarna. Til frek- ari glöggvunar skal bent á vefsíðu samtakanna: www.emhf.org Dr. Klas Winell átti næsta innlegg sem fjallaði um stöðu tóbaksvarna í alþjóðlegu samhengi. Hann er í forsvari fyrir tóbaksvarnanefnd á vegum WHO. Hlut- verk heimilislækna í baráttunni við tóbaksvandann er augljóst. Hann lýsti ánægju sinni með það að UEMO hafi tekið ákveðna afstöðu í tóbaksvörnum. Starfs- hópur UEMO í forvarnarmálum, þar sem Steinunn Jónsdóttir hefur verið formaður, lagði fram stefnu- mörkun samtakanna í tóbaksvörnum og var hún samþykkt samhljóða. Þessi nefnd fékk einnig sam- þykkta almenna stefnu UEMO í forvörnum á síðasta haustfundi í Flórens. Hefur hún verið kynnt öðrum læknasamtökum, meðal annars CPME, sem vilja gjarnan eiga samvinnu við UEMO í þessum mála- flokki. Nánari upplýsingar um skipulag og stefnu UEMO má nálgast á vefsíðunni: www.uemo.org Næst á dagskrá var vinna í starfshópum. Fjallað var um eftirtalin málefni og niðurstaða hópvinnunn- ar kynnt í lok fundar: a) Jöfnun tækifæra til starfa í heimilislækningum b) Gæðastjórnun c) Viðhalds- og símenntun d) Framhaldsnám í heimilislækningum e) Fjarlækningar og upplýsingatækni f) Forvarnir í heilsugæslu Islendingar hafa tekið virkan þátt í starfshópum og haft áhrif þar á umræðu og stefnumörkun í þeim hópum sem þeir hafa verið þátttakendur. Síðari fundardagurinn snerist fyrst og fremst um innri málefni samtakanna. Vaxandi rekstrarkostnað- ur er áhyggjuefni og voru lagðar fram tillögur í sparn- aðarskyni. Túlkaþjónusta hefur átt drjúgan þátt í þessum vanda og var tekin ákvörðun um að draga verulega úr henni þannig að enska verður aðaltungu- málið og gerðar verða kröfur um að meðlimir skilji ensku til hlítar þótt þeir megi tjá sig á eigin tungu (ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku). Mikilvægur þáttur í að miðla af reynslu og fá hug- 624 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.