Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / BEINÞÉTTNI KVENNA amlegt álag var kannað með því að spyrja hvort kon- unum þætti hreyfingin erfið og hvort þær svitnuðu. Konurnar voru beðnar um að velja viðeigandi álags- þrep fyrir núverandi álag í vinnu (heima eða útivinn- andi) allt frá „aðallega kyrr“ til „erfiðisvinna með göngu“. Sömu álagsþrep voru notuð fyrir álag í vinnu á aldursbilunum: 20-29 ára, 30-44 ára og 45-65 ára. Tölfrœði: Samhengi líkamlegrar áreynslu og bein- þéttni var sérstaklega skoðað fyrir hverja beinþéttni- mælingu. Meðaltalsbeinþéttni var borin saman með ANOVA (analysis of variance). Einþátta greining var gerð til þess að meta fylgni ýmissa þátta (Pear- sons fylgnistuðull). Víxlverkun (interaction) var prófuð með endurteknum hlutdeildar F prófum (multiple partial F test) áður en fjölþátta aðhvarfs- greining var notuð til þess að meta áhrif valdra þátta á beinþéttni heildarbeinagrindar, nærenda lærleggs, lærleggsháls og lendhryggs. Þættirnir „fjöldi göngu- ferða“ og „önnur hreyfing" voru meðhöndlaðir sem samfelld breyta og hreyfing í vinnu var meðhöndluð á skalanum 1-4. Tölfræðigreining fór fram með SPSS (Statistical Product and Service Solutions), útgáfu 11. Niðurstöður Fjöldi gönguferða og annarrar hreyfingar í viku og líkamlegt álag í vinnu er sýnt í töflu I. Sautján konur (6,9%) svöruðu því játandi að þeim þætti hreyfingin erfið eða að þær svitnuðu. Rúmlega 30% kvennanna gengu aldrei og tæp 64% þeirra stunduðu enga aðra hreyfingu. Þegar heildarfjöldi æfinga á viku var skoð- aður kom í ljós að 32% stunduðu hreyfingu fimm sinnum í viku eða oftar en 22,6% kvennanna stund- uðu enga hreyfingu. Fylgni milli vinnuálagsflokka á mismunandi aldursbilum er sýnd í töflu II. Tvíþátta sambönd milli beinþéttni í lærlegg, lendhrygg, mjöðm og heildarbeinagrind og líkamsáreynslu og annarra heilsutengdra þátta eru sýnd í töflu III. Þyngri konur höfðu marktækt hærri beinþéttni á öllum mældum stöðum. Konur sem voru yfir 168 sm háar höfðu hærri beinþéttni í lærleggshálsi og nærenda lærleggs en lægri konur og þær konur sem voru lægri en 157 sm höfðu lægri beinþéttni í heildarbeinagrind en hærri konur. Marktækur munur var á beinþéttni lendhryggjar og nærenda lærleggs milli allra þyngdar- stuðlaflokka, hærri beinþéttni fannst hjá þeim sem höfðu hærri þyngdarstuðul (þyngdarstuðull = body mass index, BMI, sjá töflu III fyrir skýringu á flokk- unum). Beinþéttni lærleggs var marktækt hærri hjá þeim sem höfðu þyngdarstuðul yfir 25 en hjá þeim sem voru undir 25. í heildarbeinagrind höfðu konur með þyngdarstuðul yfir 30 marktækt hærri beinþéttni en þær sem höfðu lægri þyngdarstuðul. Enginn mun- ur á beinþéttni fannst meðal kvenna sem gengu 0-7 sinnum í viku eða stunduðu aðra þjálfun 0-7 sinnum í viku. Hins vegar var marktæk neikvæð fylgni milli hæðartaps frá 25 ára aldri (0-11 sm, samkvæmt spurn- Table 1. Description of the study population Mean ± SD Range Anthropometry Height (cm) 162.5 ± 5.4 145.5 - 179.0 Weight (kg) 70.2 ± 12.8 43.0-117.0 Body mass index (kg/m2) 26.6 ±4.6 16.7-43.0 Lean mass (kg) 36.1 ± 4.0 27.8-49.0 Fat mass (kg) 32.1 ± 10.5 9.6 - 68 Densitometry Lumbar spine BMD (g/cm2) 0.93 ± 0.1690 0.56-1.49 Femoral neck BMD (g/cm2) 0.68 ± 0.1060 0.42 - 1.23 Total hip BMD (g/cm2) 0.76 ±0.1242 0.44 -1.38 Total body BMD (g/cm2) 0.91 ± 0.1000 0.68 - 1.22 Hormone related Age at menarche 13.6 ± 1.4 10-20 Age at menopause 48.3 ± 4.7 26-60 Serum PTH (ng/l) 40.1 ± 18 8-108 Serum 25(OH)D (nmol/l) 53.1 ± 20 8-123 Lifestyle Number of children born 3.1 ± 1.9 0-10 N. of leisure walks per week 2.85 ± 2.6 0-7 N. of other exercise sessions per week 1.1 ± 1.8 0-7 Vitamin D intake (p.g/day) 14.7 ± 11 2-40 Calcium intake (mg/day) 1269 ± 570 % 370 - 3300 Smoking Current smoker 19.0 Former smoker 30.4 Never smoker 50.0 Table II. Correlation between occupationat activity in four different age periods. Work conditions Work conditions Work conditions 20-29 years 30-44 years 45-65 years of age of age of age Work conditions 20-29 years of age Work conditions 30-44 years of age 0.698* Work conditions 45-65 years of age 0.442* 0.600* Work conditions as of now 0.051 0.191* 0.171* * p<0,01 ingakveri) og fjölda gönguferða á viku (r=-0,211, p=0,001) í einþátta greiningu. Ekki var marktæk fylgni milli göngu eða annarrar hreyfingar og þyngdar, þyngdarstuðuls, fitumassa eða vöðvamassa. Hins vegar voru þær konur, sem á aldrinum 45-65 ára höfðu gengið mikið við vinnu sína án þungrar byrði, með hærra hlutfall vöðvamassa en þær sem unnu kyrrstöðuvinnu eða skiptust á að sitja og ganga (p=0,002). Fitumassi var minni hjá þeim konum sem unnið höfðu erfiðisstörf á aldrinum 45-65 ára en hjá þeim sem höfðu unnið kyrrsetustörf (p=0,004), skiptust á að sitja og ganga (p=0,022) og þeim sem aðallega gengu án þungrar byrði (p=0,02). Niðurstöður fjölþátta aðhvarfsgreiningarinnar milli beinþéttni og líkamsþjálfunar í frítíma eru sýndar í töflu IV. 13,0-24,4% af heildarbreytileikanum í bein- þéttninni skýrist af gönguferðum, annarri hreyfingu og magni vöðva- og fitumassa. Gönguferðir skýra 0,1- Læknablaðið 2003/89 587
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.