Læknablaðið - 15.07.2003, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / BEINÞÉTTNI KVENNA
amlegt álag var kannað með því að spyrja hvort kon-
unum þætti hreyfingin erfið og hvort þær svitnuðu.
Konurnar voru beðnar um að velja viðeigandi álags-
þrep fyrir núverandi álag í vinnu (heima eða útivinn-
andi) allt frá „aðallega kyrr“ til „erfiðisvinna með
göngu“. Sömu álagsþrep voru notuð fyrir álag í vinnu
á aldursbilunum: 20-29 ára, 30-44 ára og 45-65 ára.
Tölfrœði: Samhengi líkamlegrar áreynslu og bein-
þéttni var sérstaklega skoðað fyrir hverja beinþéttni-
mælingu. Meðaltalsbeinþéttni var borin saman með
ANOVA (analysis of variance). Einþátta greining
var gerð til þess að meta fylgni ýmissa þátta (Pear-
sons fylgnistuðull). Víxlverkun (interaction) var
prófuð með endurteknum hlutdeildar F prófum
(multiple partial F test) áður en fjölþátta aðhvarfs-
greining var notuð til þess að meta áhrif valdra þátta
á beinþéttni heildarbeinagrindar, nærenda lærleggs,
lærleggsháls og lendhryggs. Þættirnir „fjöldi göngu-
ferða“ og „önnur hreyfing" voru meðhöndlaðir sem
samfelld breyta og hreyfing í vinnu var meðhöndluð
á skalanum 1-4. Tölfræðigreining fór fram með SPSS
(Statistical Product and Service Solutions), útgáfu 11.
Niðurstöður
Fjöldi gönguferða og annarrar hreyfingar í viku og
líkamlegt álag í vinnu er sýnt í töflu I. Sautján konur
(6,9%) svöruðu því játandi að þeim þætti hreyfingin
erfið eða að þær svitnuðu. Rúmlega 30% kvennanna
gengu aldrei og tæp 64% þeirra stunduðu enga aðra
hreyfingu. Þegar heildarfjöldi æfinga á viku var skoð-
aður kom í ljós að 32% stunduðu hreyfingu fimm
sinnum í viku eða oftar en 22,6% kvennanna stund-
uðu enga hreyfingu. Fylgni milli vinnuálagsflokka á
mismunandi aldursbilum er sýnd í töflu II. Tvíþátta
sambönd milli beinþéttni í lærlegg, lendhrygg, mjöðm
og heildarbeinagrind og líkamsáreynslu og annarra
heilsutengdra þátta eru sýnd í töflu III. Þyngri konur
höfðu marktækt hærri beinþéttni á öllum mældum
stöðum. Konur sem voru yfir 168 sm háar höfðu
hærri beinþéttni í lærleggshálsi og nærenda lærleggs
en lægri konur og þær konur sem voru lægri en 157
sm höfðu lægri beinþéttni í heildarbeinagrind en
hærri konur. Marktækur munur var á beinþéttni
lendhryggjar og nærenda lærleggs milli allra þyngdar-
stuðlaflokka, hærri beinþéttni fannst hjá þeim sem
höfðu hærri þyngdarstuðul (þyngdarstuðull = body
mass index, BMI, sjá töflu III fyrir skýringu á flokk-
unum). Beinþéttni lærleggs var marktækt hærri hjá
þeim sem höfðu þyngdarstuðul yfir 25 en hjá þeim
sem voru undir 25. í heildarbeinagrind höfðu konur
með þyngdarstuðul yfir 30 marktækt hærri beinþéttni
en þær sem höfðu lægri þyngdarstuðul. Enginn mun-
ur á beinþéttni fannst meðal kvenna sem gengu 0-7
sinnum í viku eða stunduðu aðra þjálfun 0-7 sinnum í
viku. Hins vegar var marktæk neikvæð fylgni milli
hæðartaps frá 25 ára aldri (0-11 sm, samkvæmt spurn-
Table 1. Description of the study population
Mean ± SD Range
Anthropometry Height (cm) 162.5 ± 5.4 145.5 - 179.0
Weight (kg) 70.2 ± 12.8 43.0-117.0
Body mass index (kg/m2) 26.6 ±4.6 16.7-43.0
Lean mass (kg) 36.1 ± 4.0 27.8-49.0
Fat mass (kg) 32.1 ± 10.5 9.6 - 68
Densitometry Lumbar spine BMD (g/cm2) 0.93 ± 0.1690 0.56-1.49
Femoral neck BMD (g/cm2) 0.68 ± 0.1060 0.42 - 1.23
Total hip BMD (g/cm2) 0.76 ±0.1242 0.44 -1.38
Total body BMD (g/cm2) 0.91 ± 0.1000 0.68 - 1.22
Hormone related Age at menarche 13.6 ± 1.4 10-20
Age at menopause 48.3 ± 4.7 26-60
Serum PTH (ng/l) 40.1 ± 18 8-108
Serum 25(OH)D (nmol/l) 53.1 ± 20 8-123
Lifestyle Number of children born 3.1 ± 1.9 0-10
N. of leisure walks per week 2.85 ± 2.6 0-7
N. of other exercise sessions per week 1.1 ± 1.8 0-7
Vitamin D intake (p.g/day) 14.7 ± 11 2-40
Calcium intake (mg/day) 1269 ± 570 % 370 - 3300
Smoking
Current smoker 19.0
Former smoker 30.4
Never smoker 50.0
Table II. Correlation between occupationat activity in four different age periods.
Work conditions Work conditions Work conditions
20-29 years 30-44 years 45-65 years
of age of age of age
Work conditions 20-29 years of age Work conditions 30-44 years of age 0.698*
Work conditions 45-65 years of age 0.442* 0.600*
Work conditions as of now 0.051 0.191* 0.171*
* p<0,01
ingakveri) og fjölda gönguferða á viku (r=-0,211,
p=0,001) í einþátta greiningu.
Ekki var marktæk fylgni milli göngu eða annarrar
hreyfingar og þyngdar, þyngdarstuðuls, fitumassa
eða vöðvamassa. Hins vegar voru þær konur, sem á
aldrinum 45-65 ára höfðu gengið mikið við vinnu sína
án þungrar byrði, með hærra hlutfall vöðvamassa en
þær sem unnu kyrrstöðuvinnu eða skiptust á að sitja
og ganga (p=0,002). Fitumassi var minni hjá þeim
konum sem unnið höfðu erfiðisstörf á aldrinum 45-65
ára en hjá þeim sem höfðu unnið kyrrsetustörf
(p=0,004), skiptust á að sitja og ganga (p=0,022) og
þeim sem aðallega gengu án þungrar byrði (p=0,02).
Niðurstöður fjölþátta aðhvarfsgreiningarinnar milli
beinþéttni og líkamsþjálfunar í frítíma eru sýndar í
töflu IV. 13,0-24,4% af heildarbreytileikanum í bein-
þéttninni skýrist af gönguferðum, annarri hreyfingu og
magni vöðva- og fitumassa. Gönguferðir skýra 0,1-
Læknablaðið 2003/89 587