Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / FERNA FALLOTS Ferna Fallots á íslandi 1968-2001 Herbert Eiríksson SÉRFRÆÐINGUR f BARNALÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM BARNA Gunnlaugur Sigfússon SÉRFRÆÐINGUR f BARNALÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM BARNA Hróðmar Helgason SÉRFRÆÐINGUR í BARNALÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM BARNA Barnaspítala Hringsins, Læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Herbert Eiríksson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000. herbert@landspitali. is Lykilorö: ferna Fallots, hjartagallar, meöfæddir hjartasjúkdómar Ágrip Tilgangur: Ferna Fallots (tetralogy of Fallot - TOF) er algengastur þeirra hjartagalla sem valda bláma. Þessi rannsókn varðar fernu Fallots á Islandi á 34 ára tímabili, frá 1968 til og með 2001. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra þeirra sem greindir voru með fernu Fallots á íslandi á til- greindu árabili. Gagna var aflað úr sjúkraskrám sem innihéldu hjartaómskoðunar-, hjartaþræðingar- og krufningaskýrslur. Niðurstöður: Fjörutíu og sex einstaklingar reyndust hafa fernu Fallots á tímabilinu. Nýgengi 1:3209 fæð- ingar og kynhlutfall 1,2 drengir á hveija telpu. Eftir- litstími er frá tveimur mánuðum í 33 ár, miðgildi 10,5 ár. Þrjátíu og sjö einstaklingar höfðu dæmigerða fernu Fallots en af þeim níu bömum sem höfðu flóknari sjúkdóm voru sex með femu Fallots með lungnaslagæðarlokun (TOF with pulmonal atresia). Af heildarhópnum voru sex með staðfestan litninga- galla og fimm að auki með sköpulagsgalla utan hjarta. Af 46 sjúklingum hefur verið gerð fullnaðar- skurðaðgerð hjá 38 (82,6%). í helmingi tilvika var gangur í kjölfar aðgerðar erfiður og tvö börn dóu á fyrstu dögum eftir hana. Af 46 einstaklingum með fernu Fallots sem þessi rannsókn nær til eru sjö látnir (15,2%) og þrír hafa tapast úr eftirliti. Af 36 einstak- lingum sem á lífi eru og upplýsingar liggja fyrir um telst ástand viðunandi eða gott hjá 32 (88,9%), hjá hinum fjórum eru fyrirhugaðar frekari skurðaðgerðir sem ætlað er að bæta ástand. Af 30 einstaklingum sem hafa dæmigerðan sjúkdóm hafa tveir þurft með- ferðar við vegna hjartsláttartruflana og í fjórum til- vikum hefur verið gripið til inngripshjartaþræðinga þremur til 24 árum eftir leiðréttandi skurðaðgerð. Við síðustu hjartaómskoðun var ástand mjög gott hjá 20 þessara 30 sjúklinga, en í 10 tilvikum var um mark- verð frávik að ræða. Oftast var um að ræða nokkra eða verulega stækkun á hægra slegli með markverð- um leka á lungnaslagæðarloku. Alyktun: Fema Fallots er alvarlegur meðfæddur hjartasjúkdómur með hárri tíðni meðfylgjandi litn- ingagalla og/eða sköpulagsgalla utan hjarta. Með ár- unum hafa framfarir hvað varðar greiningu, skurðað- gerðir og meðferð almennt verulega bætt horfur þeirra sem fæðast með þennan alvarlega sjúkdóm. Inngangur Ferna Fallots (tetralogy of Fallot - TOF) er alvarlegur meðfæddur hjartagalli sem var fyrst lýst af ENGLISH SDMMARY Eiríksson H, Sigfússon G, Helgason H Tetralogy of Fallot in lceland from 1968 to 2001 Læknablaðið 2004; 90: 297-303 Objective: We reviewed our experience regarding tetralogy of Fallot (TOF) in lceland over a 34 year period from 1968 to 2001. We looked at incidence, diagnosis.treatment and outcome and any changes in these parameters during the study period. Materials and methods: Data were obtained from hospital records containing echocardiographic, cardiac catheteri- zation, surgical and autopsy reports. Results: Forty six children were diagnosed as having TOF during the study period. The incidence was 1:3209 births and male to female ratio 1.2:1. The followup period was from two months to 33 years (median 10.5 years). Thirty seven patients had classic TOF, six had TOF with pulmonal atresia and three had other anatomical variants. Six children had chromosomal abnormalities and another five had physical anomalies outside of the heart. Nine children (24.3%) with classic TOF had a systemic to pulmonary artery shunt placed. Thirty eight (82.6%) of the patients have had corrective cardiac surgery and five in addition are scheduled to undergo such procedure in the near future. Three patients died before corrective surgery. All corecctive operations were carried out abroad. Half of the patients had difficulties following surgery and two (5.3%) died in the immediate post operative period. Of the 46 children born with TOF during the study period, seven (15.2%) have died and three are lost to followup. Corrective heart surgery had been done in four of the seven patients who died. Of the 36 patients alive in whom current information is available, 32 (88.9%) are in good physical condition leading full active lives. Corrective surgery which is planned for the other four is expected to improve their condition. Of 30 patients with classic TOF, two are being treated for arrhythmia and four have had interventional cardiac catheterizations three to 24 years following corrective surgery. In 10 of 30 pateints with classic TOF the most recent echocardiogram showed significant abnormalities. Most commonly this consisted of moderate to severe enlargement of the right ventricle with significant pulmonary valve insufficiency. Conclusions: TOF is a complex congenital heart defect with high incidence of coexistant chromosomal and physical abnormalities. Progress in recent years regarding surgical treatment and care of these patients in general has dramatically improved outcome. Key words: tetralogy ofFallot, congenital heart defects, congenital heart disese. Correspondence: Herbert Eiríksson, herbert@landspitali.is Læknablaðið 2004/90 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.