Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / FERNA FALLOTS Figure 1. Tetralogy of Fallot. AO = aorta; PA = pulmortary artery; LA = left atrium; RA = right atrium; LV = left ventricle; RV = right ventricle. Fallot árið 1888 (1). Sjúkdómurinn er algengastur þeirra galla á hjarta sem valda bláma og er 3-4% af meðfæddum hjartagöllum (2-6). Við dæmigerða fernu Fallots er til staðar stórt op milli slegla (ventricular septal defect), þrengsli í eða undir lungnaslagæðarloku (pulmonal stenosis), tilfærsla á upptökum ósæðar (overriding aorta), og þykknun á hægra slegli (mynd 1). Þekkt eru afbrigði þessa sjúkdóms og af þeim er ferna Fallots með lungnaslagæðarlokun (TOF with pulmonal atresia) algengast. Birtingarform sjúkdómsins eru mismunandi og ræður þar mestu hve alvarleg þrengsli í útstreymishluta hægra slegils eru og þar með hversu skert blóðflæði til lungna er. Við væg þrengsli eru þetta einkennalausir nýburar sem grein- ast vegna hjartaóhljóðs, en við alvarlegri þrengsli er blámi lil staðar frá fyrstu tíð. Með tímanum aukast þrengsli í útstreymishluta hægra slegils og þannig dregur úr blóðflæði til lungna og blámi eykst. Með tilkomu hjartaskurðaðgerða hafa lífsgæði og lífslíkur einstaklinga með fernu Fallots batnað verulega. Upphaf skurðaðgerða við þessum sjúkdómi er 1944 með aðgerð þar sem blóðflæði til lungna var aukið með því að tengja neðanviðbeinsslagæð beint við lungnaslagæð og bæta þannig súrefnismettun í ltkamsblóðrás. Það var svo 1955 að Lillehei og félagar lýstu fyrstu árangursríku aðgerðinni þar sem gerð var leiðréttandi skurðaðgerð og var það forsmekkurinn að þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru enn í dag. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis varðandi meðferð og horfur þeirra sem hafa fernu Fallots (7-11). Þetta er hins vegar fyrsta samantektin sem gerð er hérlendis á þessum sjúkdómi. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna nýgengi fernu Fallots á íslandi, greiningu, meðferð og horfur. Einnig að athuga eftir föngum hvernig þessir þættir hafa breyst á þeim 34 árum sem rannsóknin nær til, en mikil framþróun hefur orðið í hjartalækningum barna á þessum tíma. Efniviöur og aðferöir Rannsóknin nær til þeirra einstaklinga á Islandi sem greindir voru með fernu Fallots á árunum 1968-2001. Greining var í öllum tilvikum gerð á Barnaspítala Hringsins en skurðaðgerðir í flestum tilvikum fram- kvæmdar erlendis. Tölvuskráning sjúklingabókhalds Landspítala (áð- ur Ríkisspítalar) nær aftur til ársins 1981. Gögn sjúk- linga fyrir það ár með sjúkdómsgreininguna 746,2 (ICD 8), frá 1982 með greiningu 745,2 (ICD 9) og frá 1997 númer Q21.3 (ICD 10) ásamt með keimlíkum greiningarnúmerum voru metin með tilliti til sjúk- dómsgreiningarinnar ferna Fallots. Upplýsingar um sjúklinga sem fæddir voru á árunum 1968-1980 feng- ust úr gögnum Landspítala og hjartasérfræðinga hans. f aftursýna hluta rannsóknarinnar var leitað fanga í sjúkraskrám, ómskoðunarskýrslum, hjartaþræðing- arskrám og krufningarskýrslum. Skráð var nákvæm sjúkdómsgreining, hvernig hún fékkst og hvort um aðra meðfylgjandi galla væri að ræða. Athugað var greiningarár, kyn og aldur við greiningu. Þá var skráð- ur aldur við skurðaðgerð, aðgerðarstaður og gangur eftir aðgerð. Hinn hluti rannsóknarinnar fólst í því að meta núverandi ástand eftirlifandi sjúklinga sem til náðist. Gerð var líkamsskoðun, hjartarit, hjartaóm- skoðun og sjúklingar flokkaðir eftir líkamsgetu (NYHA) (12). Leitast var við að bera saman fyrri helming rannsóknartímabilsins (1968-1984) við síðari helming þess (1985-2001) og loks er gerður sam- anburður við erlendar rannsóknir eftir því sem við á. Samþykki fyrir rannsókninni fékkst frá vísinda- siðanefnd Landspítala og tilkynning um hana var send Persónuvernd. Niðurstóöur Nýgengi, greiningarár, kynhlutfall Alls greindust 46 einstaklingar með fernu Fallots á þeim 34 árum sem rannsóknin nær til, fimmtán á fyrri 17 árum rannsóknartímans og 31 á seinni hluta hans. Nýgengi reyndist 1:3209 fæðingar. Drengir voru 25 og telpur 21, kynhlutfall 1,2:1. Mynd 2 sýnir greiningarár eftir kynjum. Fæstir, eða einungis tveir, greindust á ára- bilinu 1978-1982, en flestir, eða 12, á árunum 1993- 1997. Öll börnin að fjórum undanskildum voru full- burða (>37 vikur) við fæðingu. Eftirlitstími er frá tveim- ur mánuðum í 33 ár (miðgildi 10,5 ár). Greining Á mynd 3 kemur fram aldur við sjúkdómsgreiningu. Fjögur börn greindust á fósturskeiði, í viku 17,32,35 298 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.