Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 21

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 21
FRÆÐIGREINAR / FERNA FALLOTS flokki I samkvæmt flokkun New York hjartasamtak- anna (NYHA class I) og einungis tveir af heildar- hópnum eru í flokki II (5,6%). Af 30 einstaklingum með dæmigerðan sjúkdóm eru einungis tveir á hjarta- lyfjum. Annar þeirra er á þvagræsilyfi en hann bíður þess að gangast undir leiðréttandi skurðaðgerð og hinn sjúklingurinn er á beta hemli vegna hjartsláttar- óreglu. Einn úr hópnum er með gangráð vegna gátta- slegla leiðnirofs af gráðu tvö sem fram kom við 25 ára aldur. Fullnægjandi hjartarit liggja fyrir hjá 24 af þeim 28 sem hafa dæmigerða fernu Fallots og gerð hefur verið fullnaðarskurðaðgerð á. Par af er lengd QRS ferils undir 180 millisekúndum í öllum tilvikum nema einu. Við síðustu hjartaómskoðun var ástand mjög gott hjá 18 af þeim 28 (64,3%) sjúklingum sem hafa dæmigerðan sjúkdóm og gengist hafa undir leið- réttandi skurðaðgerð. Hjá hinum 10 er í flestum til- vikum um að ræða nokkra eða verulega stækkun á hægra slegli með markverðum leka á lungnaslagæð- arloku og þrír einstaklingar hafa marktæk þrengsli í útstreymishluta hægra slegils. Af þeim sem hafa mark- tæka stækkun á hægra slegli og/eða marktækan leka á lungnaslagæðarloku hafði í sjö tilvikum af níu verið sett bót við aðgerð til víkkunar á útstreymishluta hægra slegils. Þetta hafði einnig verið gert hjá þeim þremur einstaklingum sem hafa þrengsli í útstreymis- hluta slegilsins. Umræöa Nýgengi fernu Fallots hérlendis er sambærilegt við það sem annars staðar gerist (3, 4), en nokkru hærra en til dæmis á Ítalíu og í Tékklandi (5,6). Af íslensk- um börnum með hjartagalla hafa 3% fernu Fallots (2) sem er mjög áþekkt því sem gerist erlendis (4-6). Þrír fjórðu hlutar barnanna eru sjúkdómsgreind á fyrstu viku eftir fæðingu, en af þeim sem greindust síðar voru flest fædd á fyrri hluta rannsóknartímans. Tilkoma hjartaómskoðunar á Bamaspítala Hringsins 1983 varð til þess að einfalda greiningu sjúkdómsins og gera hana öruggari. Bættur tækjabúnaður hefur síðan leitt til þess að unnt er að ómskoða fósturhjörtu af nákvæmni og í fjórum tilvikum í þessari rannsókn var sjúkdómsgreining gerð á fósturskeiði. Þetta gerir mögulegt að gera ráðstafanir þannig að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi með viðeigandi viðbúnaði. Yfirgnæfandi hluti sjúklingahópsins hefur dæmi- gerða fernu Fallots. Af þeim sem höfðu frekari galla á hjarta voru flestir með lungnaslagæðarlokun sem viðbót við grunnsjúkdóm, en forvitnilegt er að þessi börn eru öll fædd 1995 eða síðar. Hátt hlutfall eða fjórðungur sjúklinga hafði litn- ingagalla og/eða sköpulagsgalla utan hjarta. Þetta er í samræmi við það sem lýst er annars staðar, en við fernu Fallots eru einmitt marktækt oftar meðfylgj- andi gallar utan hjarta en á við um aðra hjartagalla (13). Tilgangur hjáveituaðgerðar er að bæta súrefnis- mettun í líkamsblóðrás með því að auka blóðflæði til lungna. Þessi aðgerð getur átt við í þeim tilvikum sem sjúkdómurinn veldur óásættanlegum bláma eða erf- iðum blámaköstum og aðstæður leyfa ekki leiðrétt- andi aðgerð á þeim tíma. Athyglisvert er að hlutfall hjáveituaðgerða hefur ekki minnkað á síðara helm- ingi rannsóknartímans borið saman við fyrri helming. Þetta er þrátt fyrir að fullnaðaraðgerð sé gerð á sífellt yngri einstaklingum sem alla jafna ætti að draga úr þörfinni á hjáveituaðgerð. Liðlega 80% hópsins hafa gengist undir fullnaðar- skurðaðgerð og í fimm tilvikum (10,9%) liggur fyrir að gera slíka aðgerð á næstunni. Hjá tveimur þriðju þeirra sem fullnaðaraðgerð hefur verið gerð á var sett bót til víkkunar á útstreymishluta hægra slegils, en rannsóknir hafa leitt í ljós að slíkt hvetur til leka á lungnaslagæðarloku og stækkunar hægra slegils (14, 15). Aldur við leiðréttandi skurðaðgerðir er frá þrem- ur mánuðum í sex ár, en með árunum hafa aldurs- mörk þessara aðgerða sífellt verið að færast neðar. Af þeim 10 í rannsóknarhópnum sem gengust undir leiðréttandi aðgerð fyrir eða við sex mánaða aldur voru níu fæddir á síðari helmingi rannsóknartímans. Erlendis eru þessar aðgerðir nú jafnvel framkvæmd- ar á nýburaskeiði ef frábendingar fyrir því eru ekki fyrir hendi (16,17). Það sem talið er ávinnast með því að gera fullnaðarskurðaðgerð snemma er að komast hjá aukinni þykknun hægra slegils, minnka þann tíma sem blámi er til staðar, minnka líkur á hjartsláttar- truflunum og ýta undir samhæfðan vöxt lungnaslag- æðargreina (18,19). Það er þó áhyggjuefni að þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru á nýburum virðist fylgja aukin notkun á bót í útstreymishluta hægra slegils (18,20). Þar með er aukin hætta á marktækum leka um lungnaslagæðarloku með stækkun á hægra slegli og líkum á hjartsláttartruflunum sem geta verið lífshættulegar (21). Síðustu ár hefur almennt verið miðað við að íslensk börn með fernu Fallots gangist undir fullnaðarskurðaðgerð við fjögurra til átta mán- aða aldur. í rétt um helmingi tilvika var afturbati eftir skurð- aðgerð áfallalaus. Tuttugu sjúklingar lentu hins vegar í erfiðleikum og þar af þurfti í sjö tilvikum að grípa til frekari skurðaðgerða. Önnur helstu vandamál voru ífarandi sýkingar, vökvasöfnun í brjósthol og tíma- bundnar hjartsláttartruflanir. Ekki var marktækur munur á tíðni erfiðleika tengt skurðaðgerð á fyrri hluta borið saman við síðari hluta rannsóknartíma- bilsins. Tvö böm dóu fljótlega í kjölfar aðgerðar (5,3%) samanborið við 0-4,8% snemmtilkomin dauðsföll í erlendum rannsóknum (18,22,23). Hins vegar hefur ekkert snemmtilkomið dauðsfall orðið í kjölfar skurð- aðgerðar í rannsóknarhópnum eftir 1977, þannig fylli- lega sambærilegt við það sem gerist erlendis. Ferna Fallots með lungnaslagæðarlokun er erfið- ur sjúkdómur. Stærsta vandamál þessara sjúklinga Læknabladið 2004/90 301

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.