Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 31

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 31
FRÆÐIGREINAR / SVEFNRANNSÓKNIR Heimamælingar þolast betur en inniliggjandi mælingar á svefnháðum öndunartruflunum Karl Æ. Karlsson1 DOKTORSNEMI í TAUGAVÍSINDUM Bryndís Halldórsdóttir2 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Þorbjörg Sóley Ingadóttir2 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Þórarinn Gíslason2 SÉRFRÆÐINGUR 1 LUNGNASJÚKDÓMUM Eyþór Björnsson2 SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNASJÚKDÓMUM 'Department of Psychology, University of Iowa, 2Land- spítala, Lyflækningadeild 1, lungnaskor. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eyþór Björnsson, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. eythorbj@landspitali. is Lykilorð: kœfisvefn, heimamœlingar. Ágrip Tilgangur: Niðurstöður rannsókna á svefnháðum önd- unartruflunum eru mjög háðar því að svefn sé full- nægjandi rannsóknarnóttina. Spítalaumhverfi og óþæg- indi af mælitækjum geta haft þar umtalsverð áhrif. Þessari rannsókn var ætlað að bera saman svefngæði einstaklinga sem gengust undir svefnmælingar í heimahúsi og þeirra sem mældir voru á sjúkrahúsi. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 70 sjúkling- ar með áður greindan kæfisvefn sem kailaðir voru inn í eftirlitsmælingu vegna meðferðar með blásturstæki (continous positive airway pressure - CPAP). Mæl- ingarnar fóru fram á legudeild á Vífilsstöðum annars vegar og á heimili sjúklings hins vegar. Samskonar mælitæki voru notuð hjá báðum hópunum. Einstak- lingarnir svöruðu spurningaeyðublaði um væntingar til svefns rannsóknarnóttina og um raunveruleg gæði svefnsins að henni lokinni. Niðurstöður: Sjúklingar sem mældir voru í heimahúsi sváfu yfirleitt betur, áttu auðveldara með að sofna og voru minna kvíðnir en þeir sem mældir voru á legu- deild. Ályktun: Mælingar á svefnháðum öndunartruflunum ætti fremur að gera á heimili sjúklings en inniliggj- andi hvenær sern slíkt er framkvæmanlegt. Inngangur Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu veldur því að sífellt er leitað leiða til að minnka útgjöld, þar með talið við rannsóknir af ýmsu tagi. Til að fækka dýrum legudögum hefur verið reynt að færa bæði meðferð og rannsóknir út af sjúkrahúsunum. í takt við þá til- hneigingu hafa sjúklingar grunaðir um svefnháðar öndunartruflanir á undanförnum árum verið skimað- ir í heimahúsi fremur en að þeir séu lagðir inn nætur- langt á sjúkrahús lil slíkrar rannsóknar. Þó svo skim- anir heima fyrir séu án efa ódýrari valkostur, hafa inniliggjandi rannsóknir augljósa kosti (1). Heil- brigðisstarfsmaður getur fylgst með mælingu yfir nóttina og brugðist við ef eitthvað fer úrskeiðis. Á hinn bóginn getur sjúkrahúsumhverfið sem er sjúk- lingnum framandi valdið honum erfiðleikum, sér- staklega við að sofna. í versta falli sefur sjúklingurinn lítið eða ekki og ónýtist þá rannsóknin. Þegar valið er hvort mælingar skulu gerðar inniliggjandi eða í heima- húsi þarf því ekki einungis að taka tillit til fjárhags- legra og tæknilegra þátta heldur einnig þæginda fyrir sjúklinginn. Telja verður líklegt að svefngæði við ENGLISH SUMMARY Karlsson KÆ, Halldórsdóttir B, Ingadóttir ÞS, Gíslason Þ, Björnsson E Ambulatory measuraments are better tolerated than in-hospital measuraments of sleep apnea Læknablaöið 2004; 90: 311-3 Objective: This study compares self reported measures of sleep quality between groups of patients undergoing ambulatory or in-hospital annual control of Continuous Positive Airway Pressure (CPAP) therapy. Methods: 70 consecutive Obstructive Sleep Apnea Syndrome (OSAS) patients scheduled for an annual control of CPAP therapy were randomly assigned to either ambulatory or in the hospital conditions. The same recording equipment was used in both conditions. Results: Overall the ambulatory group slept better, had less difficulties falling asleep, and was less anxious about the study than the in-hospital group. Conclusion: The results provide one reason for regarding ambulatory recordings more favourably than similar registration done in-hospital. Key words: sleep apnea, ambulatory measurements. Correspondance: Eyþór Björnsson, eythorbj@landspitali. is heimamælingu séu að jafnaði betri en eftir svipaða mælingu innan sjúkrahúsveggja. Þetta hefur þó ekki fyrr verið staðfest í samanburðarrannsókn og er það markmið eftirfarandi greinar. Aöferöir Þátttakendur Rannsóknin fór fram á Vífilsstaðaspítala í maí til júní 1999. Sjötíu sjúklingum með greindan kæfisvefn var boðin þátttaka. Þetta var gert, fremur en að rannsaka áður ógreinda sjúklinga, til að minnka truflandi áhrif af sjúkdómnum sjálfum. Þessir einstaklingar sem allir voru á meðferð með CPAP blásturstæki (continuous positive airway pressure) voru fengnir jafnóðum af biðlista fyrir árlega eftirlitsmælingu. Sjúklingum var af handahófi skipt í hópa fyrir inniliggjandi mælingu eða heimamælingu. 35 sjúklingur voru í hvorum hóp: 6 konur og 29 karlar í inniliggjandi hópnum og 4 kon- ur og 31 karl í heimamælingarhópnum (tafla I). Upplýsingum um sjúklinga var safnað afturvirkt úr Læknablaðið 2004/90 311

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.