Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 32
FRÆÐIGREINAR / SVEFNRANNSÓKNIR
Table I. Patient characteristiscs: mean and standard deviation.
ln-hospital Ambulatory P
Age (years) 58.2 ± 10.6 55.2 ± 12,1 ns
Gender (male/female) 29 /6 31 /4 ns
AHI* 20.34 ± 6.6 19.55 ± 6.6 ns
BMI* 28.7 ± 8.2 26.6 ± 7.1 ns
Number of measuraments 1.43 ± .7 1.80 ± 0.8 ns
Years with CPAP 1.49 ± 1.4 1.66 ± 2.0 ns
Number of oresc. medication 2.77 ± 1.5 2.43 ± 1.6 ns
* At the time of diagnosis.
AHI - apnea/hypopnea index; BMI - body mass Index; CPAP - continuous positive airway pressure
Table II. t-test for equality of means - research variables.
In-hospital Ambulatory P
(Nr) Question (Night) (6) Do you feel exited or nervous because of the research? (7 item scale) 1.7 ± 1.4 1.4 ± 1.0 0.36
(7) Do you think that the equipment will disturb your sleep? (7 item scale) 4.5 ± 2.2 3.1 ± 2.4 0.016
(Nr) Question (Morning) (1) Did you fall asleep easily? (7 item scale) 3.0 ± 2 1.9 ± 1.4 0.013
(2) How long time did it take to fall asleep? (Minutes) 46 ± 40 27 ± 20 0.024
(3) Did it take longer or shorter than usual? (7 item scale) 4.2 ± 1.2 4.1 ± 1.3 0.90
(5) Did you sleep longer or shorter than usual? (7 item scale) 3.6 ± 1.5 3.8 ± 1.1 0.58
(6) How often did you wake up? (count) 3.3 ± 2,5 2,2 ± 1,7 0.043
(8) How did you sleep? (7 item scale) 4.3 ± 1.8 5.1 ± 1.8 0.055
(9) Did the equipment disturb you? (7 item scale) 3.2 ± 1.8 2.9± 1.9 0.48
Sleep Quality Index (calculated from the 7 item scales) 7.8 ± 4.9 4.9 ± 2.5 <0.00
sjúkraskrám. Hóparnir voru bornir samna með lilliti
til mögulegra truflandi þátta (confounders) svo sem
apnea/hypopnea index (AHI) við greiningu, kyn,
fjölda ára á CPAP meðferð, fjölda af eftirlitsmæling-
um og fjölda lyfja sem sjúklingar notuðu. Ekki var
marktækur munur á þessum þáttum milli hópa (tafla
I). Ekki var heldur marktækur munur á hópunum
hvað varðar AHI eða oxygen desaturation index
(ODI) þá nótt sem mælingin fór fram.
Spumingalisti
Samkvæmt venju svara allir sjúklingar sem gangast
undir svefnrannsókn á Landspítala, stöðluðu spurn-
ingaeyðublaði um svefngæði. Allir þátttakendur fengu
sömu leiðbeiningar um hvernig svara skyldi eyðu-
blaðinu og svöruðu því ýmist heima fyrir eða á spítal-
anum. Þetta eyðublað sem áður hefur verið notað í
rannsóknaskyni er í tveimur hlutum. Fyrri hluta er
svarað kvöldið fyrir rannsóknina og inniheldur spurn-
ingar um væntingar um svefn næstu nótt og kvíða fyrir
rannsókninni, notkun á kaffi, te eða öðrum drykkjum
deginum áður og á verkjum. Seinni hluta er svarað
morguninn eftir rannsóknina og fjallar um svefngæði
næturinnar og truflanir sem urðu af mælitækjum.
(Dæmi um spurningu: „Hversu fljótt gekk þér að
sofna miðað við venjulega? mun seinna - nokkuð
seinna - svipað - nokkuð fyrr - mun fyrr).
Urvinnsla
Tölfræðiforritið „Statistical package for social scien-
ces“ (SPSS) var notað við tölfræðiúrvinnslu og Emb-
letta® mælitæki og Somnalogica® hugbúnaður frá
Flaga Medical devices við svefnmælingar og úr-
vinnslu úr niðurstöðum mælinga. Sami tækjabúnaður
var notaður hjá báðum hópum.
Niðurstöður
Allir þátttakendur svöruðu spurningaeyðublaði á
viðunandi hátt. Eftirfarandi svör voru skoðuð í þess-
ari rannsókn: Erfiðleikar við að sofna, lengd á svefni,
heildarsvefngæði og truflanir af mælitækjum. Til að
auðvelda samanburð voru gildi frá sjö af spurningun-
um (tvær kvöldspurningar og fimm morgunspuming-
ar) lögð saman til að búa til skala yfir svefngæði
(sleep quality index). Lægri gildi hér gefa til kynna
betri svefn en há gildi.
Marktækur munur var milli hópsins sem mældur
var í heimahúsi og þess sem mældur var á sjúkrahúsi
í fleiri atriðum. Hópurinn sem mældur var í heima-
húsi taldi svefn sinn að öllu jöfnu betri en hópurinn
sem mældur var á sjúkrahúsi. Þeir áttu auðveldara
með að festa svefn, sofnuðu fyrr, vöknuðu sjaldnar og
höfðu minni áhyggjur af mælitækjunum (P<0,05).
Enginn mismunur var á hópunum hvað varðaði draum-
farir þessa nótt eða hvort þeir sváfu skemur eða leng-
ur en venjulega. Ekki var marktækur munur milli
hópanna þegar skoðað var hvort mælitæki höfðu
raunverulega haft truflandi áhrif (P>0,05) (tafla II).
Umræða
Þessar niðurstöður gefa til kynna að sjúklingar sem
mældir eru heima fyrir meta svefn sinn þar betri en
sjúklingar sem mældir eru innan veggja spítalans.
Ekki er ólíklegt að það sama gæti átt við um aðrar
næturrannsóknir.
Hóparnir tveir gerðu engan mun á óþægindum
sem mælitækin ullu mælingarnóttina. Þetta ætti ekki
að koma á óvart þar sem mælitækin eru þau sömu. Á
hinn bóginn var marktækur munur á væntingum hóp-
anna hvað þetta varðaði kvöldið fyrir rannsóknina.
Þar sem allir aðrir þættir eru staðlaðir ætti að vera
óhætt að draga þá niðurstöðu að þetta stafi af um-
hverfinu þar sern mælingin fór fram. Líklegt er að
spítalaumhverfi sé í sjálfu sér kvíðaskapandi sem get-
ur aftur haft áhrif á svefngæði og þar með gæði slíkrar
rannsóknar.
312 Læknablaðið 2004/90