Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.04.2004, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDI OG SIÐFRÆÐI Grein um MMR-bólusetningu dregin til baka - Lancet afneitar grein sem haft hefur mikil áhrif í bresku heilbrigðiskerfi í febrÚar gerðist sá óvenjulegi atburður í Bretlandi að Richard Horton ritstjóri hins virta tímarits The Lancet dró til baka að hluta til grein sem birst hafði í blaðinu sex árum fyrr. f greininni höfðu höfundar leitt að því líkum að ónæmisaðgerð með svonefndu MMR-bóluefni (MMR: measles, mumps and rubella; mislingar, hettusótt og rauðir hundar) gæti valdið heilaskaða í börnum og leitt til einhverfu. Greinin olli töluverðu fjaðrafoki þegar hún birtist árið 1998 og hefur hún gert marga breska foreldra óttaslegna við að láta bólusetja börn sín. Meginástæða þess að greinin var dregin til baka var sú að aðalhöfundur hennar, Andrew Wakefield, hafði látið undir höfuð leggjast að geta þess að hann hafði verulega fjárhagslega hagsmuni af því að sýna fram á umrædd tengsl MMR-bólusetningar ung- barna og einhverfu. í kjölfar yfirlýsingar Hortons birtu tíu af 12 höfundum greinarinnar yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að þótt þeir stæðu við rann- sóknina sem slíka gætu þeir ekki fallist á túlkun Wake- fields á tengslum MMR og einhverfu. Tengsl maga- bólgu og einhverfu væru hugsanleg og full þörf á að rannsaka þau betur. Hins vegar væri þessi rannsókn á 12 börnum allt of takmörkuð til þess að hægt væri að fullyrða eitthvað um tengsl MMR við magabólgum- ar. Læknir og lögmaöur smíöa kenningu Hugmyndin að þeirri rannsókn sem greinin var byggð á kviknaði í samræðum Wakefields og lög- mannsins Richards Barr en sá síðarnefndi hafði tekið að sér málarekstur gegn þremur lyfjafyrirtækjum fyrir hönd foreldra tíu barna sem greindust einhverf. Foreldrarnir héldu því fram að börnin hefðu sýnt merki um heilaskaða skömmu eftir að þau voru bólusett með MMR og réðu Barr til að höfða mál gegn framleiðendum bóluefnisins. Þeir Barr og Wakefield bjuggu til kenningu sem var á þá leið að bóluefnið, einkum þó mislingahluti þess, gæti valdið bólgum í mjógirni en við það losnaði eitthvert efni sem bærist í blóðið og þaðan í heilann þar sem það ylli skaða og hamlaði eðlilegum þroska barnanna. Barr tókst að útvega styrki að upphæð rúmar sjö milljónir króna til að rannsaka þessa kenn- ingu frá Legal Aid Board, stjórnarstofnun sem að- stoðar fólk til að ná rétti sínum í dómsmálum. Wake- field tók að sér að skipuleggja rannsóknina sem gerð var á Royal Free sjúkrahúsinu í Lundúnum árið 1997. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í Lancet og vöktu mikla athygli. Rannsökuð voru 12 börn sem verið höfðu fullkomlega eðlileg þangað til þau fengu magabólgur en í kjölfar þeirra fór þeim að fara aftur í andlegum þroska. Átta af þessum börnum höfðu ver- ið bólusótt skömmu áður en magaveikin gerði vart við sig. Wakefield lá ekkert á þeirri skoðun sinni að bóluefnið væri valdur að magaveikinni og hvatti stjórnvöld til þess að hætta að nota MMR-bóluefnið. Spilaö á tortryggni almennings Wakefield láðist hins vegar að geta þess við ritstjóra Lancet og raunar einnig við flesta meðhöfunda sína að hann hefði beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta af því að fá fram nákvæmlega þessa niðurstöðu. Hann þagði einnig um það á fundi sem Medical Research Council efndi til skömmu eftir að greinin birtist. Þau tengsl urðu ekki ljós fyrr en nú í febrúar þegar blaða- maðurinn Brian Deer hjá Sunday Times birti ítarlega grein um Wakefield. Þar kom einnig fram að Wake- field hafði ekki einu sinni haft fyrir því að segja koll- egum sínum frá því að fimm af þeim 12 börnum sem rannsóknin beindist að voru skjólstæðingar Richards Barr. I millitíðinni hafði þessi grein haft mikil áhrif í bresku samfélagi. Hún birtist um svipað leyti og kúa- fárið geisaði sem harðast en þá voru stjórnvöld staðin að því að reyna að leyna tengslum kúariðu og Creuz- feldt Jacobs sjúkdómsins. Margir foreldrar drógu þá ályktun að þarna væri stjórnvöldum rétt lýst, þau væru að hylma yfir mistök lyfjafyrirtækjanna og troða upp á breskan almenning gölluðu bóluefni. Fjölmarg- ir foreldrar tóku þann kost að láta ekki bólusetja börnin sín. Af þeim sökum hafa verið að koma upp faraldrar barnasjúkdóma sem hægt hefði verið að komast hjá. Samkvæmt faraldsfræðunum þarf ónæmi gegn sjúk- dómum að vera á bilinu 90-95% til þess að koma í veg fyrir að faraldur brjótist út. í Lundúnum er þetta hlut- fall hins vegar komið niður í 79%. Það segir sína sögu um andrúmsloftið sem ríkir í Bretlandi að viðbrögð dagblaða á borð við Daily Mail við skrifum Sunday Times og Lancet nú í febrúar voru þau að beija hausn- um við steininn og halda því til streitu að MMR-bólu- efnið væri stórhættulegt. Áðurnefnd stjórnarstofnun, Legal Aid Board, hef- ur veitt stórum fjárhæðum til að styrkja foreldra til málaferla gegn framleiðendum MMR. Alls hefur slík aðstoð numið 15 milljónum punda, tæpum tveimur milljörðum króna. Þar af hefur lögmannsstofa Rich- Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2004/90 325
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.