Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 52

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJARLÆKNINGAR Ahugakönnun heimilislækna á fjarlækningum meðal Margrét Valdimarsdóttir LÆKNIR Jörundur Kristinsson HKIMILISLÆKNIR Þorgeir Pálsson SVIÐSSTJÓRI LANDSPÍTALA Ásgeir Haraldsson BARNALÆKNIR Hannes Petersen HÁLS-, NEF- OG EYRNALÆKNIR Margrét Oddsdóttir SKURÐLÆKNIR Rúnar Reynisson HEIMILISLÆKNIR Sigurður Kristjánsson BARNA- OG OFNÆMISLÆKNIR Þann 1. október síðastliðinn var send út könnun til allra heimilislækna á landinu varðandi afstöðu þeirra til og áhuga á fjarlækningum. Þessi könnun er hluti af fyrsta áfanga rannsóknarverkefnis urn fjarlækningar. Verkefnið er samvinnuverkefni heilsugæslustöðva og Landspítala þar sem sjúkrahúslæknar innan nokk- urra sérgreina á spítalans veita sérfræðiráðgjöf með aðstoð fjarfundabúnaðar. Verkefnið er styrkt af Rann- ís og markmiðið með því er að setja fram líkan að skipulagi og starfrækslu fjarlækningaþjónustu sem henta myndi hér á landi. Með þetta í huga var áhugi heimilislækna á fjarlækningum kannaður. Fjarlækningar má skilgreina sem aðferð til að senda sjúklingagögn með rafrænum hætti frá einum stað til annars. Markmiðið er skjótvirk sending gagna til að fá sem fyrst úrlausn þess vanda er fyrir liggur. Gögnin geta annars vegar verið þess eðlis að sjúk- lingur sé óbeinn þátttakandi við sendingu gagna, svo sem þegar send er röntgenmynd eða hjartarit. Hins vegar getur sjúklingur sjálfur verið viðfangsefni læknisskoðunar með aðstoð fjarfundabúnaðar og í vissum tilvikum sérhæfðs jaðarbúnaðar. Þá er um að ræða bein samskipti læknis/lækna og sjúklings. Fjarlækningar bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir heilsugæslu og sjúkrahús. Möguleiki er á úrlestri mynda og annarra gagna, hægt að taka þátt í klínísk- um funduni, fá ráðgjöf sérfræðinga í öðrum greinum og svo framvegis. Sérfræðiráðgjöf í bráðatilfellum er einn möguleiki. I sumum nágrannalöndum okkar hef- ur slík þjónusta er að ofan greinir verið lil staðar und- anfarin ár, til dæmis í Noregi þar sem fjarlækningar hafa fengið fastan sess. Fjarlækningar á Islandi eru vart stundaðar í dag með skipulegum hætti en verk- efni á einstökum sviðum sérgreina hafa verið unnin á undanförnum árum. Niðurstöður Spurningalistinn var eins og áður sagði sendur í októ- ber 2003 til 219 lækna sem slörfuðu á heilsugæslustöð samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Félags íslenskra heimilislækna. Itrekunarbréf var sent nokkru síðar til að auka heimtur. Um áhugakönnun var að ræða, sjá spurningalista. Alls svöruðu 98 læknar könnuninni, eða 45% aðspurðra. Af þeim lýstu 79 læknar, eða rúm- lega 1/3 allra starfandi heimilislækna, yfir áhuga á að nýta sér fjarlækningar í sínu starfi, eða um 80% þeirra sem svöruðu. Ef miðað er við að hver heimilislæknir hafi að meðaltali 1500 manna upptökusvæði hafa heimilislæknar 118 þúsund íslendinga áhuga á að nota fjarlækningar í sínu starfi. Varðandi upplýsingar um þátttakendur vísast í töflu I. Um 86% læknanna sem þátt tóku í könnuninni voru með þéttbýli sem upptökusvæði, þar af sinnti 37% þeirra einnig dreifbýli, sbr. töflu I. Rúmur helm- ingur læknanna starfaði utan höfuðborgarsvæðisins. Ahuga læknanna við að nýta sér hinar ýmsu tegund- ir eða notkunarmöguleika Ijarlækninga sést í töflu II. Þar tróna efst á blaði fræðslufundir sem gefa möguleika á aukinni símenntun. Einnig var áhugi mikill á húð- lækningum, hjartalækningum og röntgenlækningum. Heimilislæknar af höfuðborgarsvæðinu höfðu í um 90% tilvika áhuga á fleiri greinum fjarlækninga en fræðslufundum eingöngu. Spurt var um þörf fyrir bráða sérfræðiráðgjöf (konsúlt) með fjarlækningum á heilsugæslustöðinni Tafla 1. Upplýsingar um þátttakendur. Fjöldi Fjöldi Kyn Upptökusvæði kvk 12 Einungis þéttbýli 48 kk 56 Einungis dreifbýli 10 Ekki svarað 30 Hvorutveggja 36 Ekki svaraö 4 Aldur yfir 65 ára 4 Staösetning 55-64 ára 19 Höfuðborgarsvæði 44 45-54 ára 41 Utan höfuöborgarsvæðis 53 35-44 ára 27 Ekki svarað 1 25-34 ára 2 Ekki svarað 5 Sjúkrahús á staðnum já 61 nei 31 ekki svarað 6 Tafla II. Áhugi heimilislækna fyrir hinum ýmsu sviöum IJarlækninga. Tegund fjarlækninga Áhugi lækna, fjöldi Fræðslufundir 64 Húðlækningar 63 Hjartalækningar 56 Röntgenlækningar 54 Bæklunarlækningar 38 Augniækningar 24 Öldrunarlækningar 23 Geðlækningar 22 Kvensjúkdómalækningar 19 Háls-, nef- og eyrnalækningar 18 Barnalækningar 17 Endurhæfingarlækningar 16 Lyflækningar 11 Skurðlækningar 11 332 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.