Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 53

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJARLÆKNINGAR og svöruðu 39 læknar því lil að svo væri og þá helst í slysa- og hjartalækningum. Barnalækningar, kven- lækningar, röntgen og húðsjúkdómar voru einnig nefndir í þessu samhengi. Nokkrir sögðu að nú þegar væri fyrir hendi bráðafjarlækningaþjónusta þar sem hægt væri að faxa hjartarit og senda röntgenmyndir í pósti eða tölvupósti. Bent var á að þægilegra yrði að nota stafræna röntgentækni í þessu samhengi. Það kom fram hjá einum lækni að bráðasérfræðiráðgjöf hafi til þessa verið símleiðis og að alltaf hafi verið greiður aðgangur að sérfræðingum á sjúkrahúsum. Einum fannst sjaldan þörf fyrir flóknari fjarlækning- ar en hægt væri að sinna gegnum venjulegan síma eða með pósti. Ef það dugi ekki þurfi venjulega að senda sjúklinginn hvort sem er. Þegar spurt var hvort eitthvað væri að vanbúnaði til að taka við fjarlækningaþjónustu sögðu 12 áhugann vanta, 33 tiltóku fjárskort, 19 tímaskort og 59 sögðu nauðsynlegan tækjabúnað ekki til staðar. Einn læknir nefndi skort á þekkingu á notkun tæknibúnaðar. Bent var á að læknar á báðum endum þyrftu að kunna að nota búnaðinn og einnig var auglýst var eftir nýmæl- um og tæknilausnum. Jafnframt var bent á að hægt væri að senda blóðrannsóknir með hjálp tölvu í stað bréfa eða pósts. Sömuleiðis að nota stafrænar rönlgen- myndir og að senda hjartalínurit í tölvu. Gagnrýnar raddir voru nokkrar og taldi einn lækn- ir notagildi fjarlækninga vera takmarkað og nýtast á takmörkuðu sviði og þá helst fræðslu. Sami læknir benti á notkunarmöguleika fjarlækninga í teymis- vinnu margra fagstétta, til dæmis við meðhöndlun endurhæfingarsjúklinga. Fram kom að skipulag fjar- lækninga á sjúkrahúsunum mætti bæta, það þyrfti að tryggja að læknir í sérgreininni væri til staðar á sjúkrahúsunum þegar fjarlækningar ættu að fara fram. Nokkrir höfðu notað fjarlækningar til röntgen- myndasendinga en með þeirri tækni sem þá var not- uð tók sendingin langan tíma. Einn læknir benti á að fjarlækningar krefðust tvöföldunar í mönnun og að þær myndu trúlega ekki gagnast þeim sem þyrftu mest. Tveir sögðu fjarlækningar vera dúsu stjórn- málamanna fyrir dreifbýlislækna. Þá sagði einn lækn- ir að fjarlækningar hafi nýst dreifbýlislæknum illa. Þörfin væri oftast ekki mikil þegar á reyndi og erfið- leikar væru við svarenda búnaðarins. Lokaorð Hér er um áhugakönnun að ræða og verða það að teljast jákvæðar undirtektir þegar 1/3 heimilislækna lýsir yfir áhuga á notkun fjarlækninga í starfi sínu og því rétt að gefa þessu gaum. Erlendis hefur slík þjón- usta á sumum stöðum gengið vel, svo sem í Tromsp í Noregi þar sem boðið er upp á fjarlækningaþjónustu innan margra sérgreina. Annars staðar hefur ekki gengið eins vel af ýmsum orsökum. Ahugavert er að heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu jafnt sem úti á Spurningalistinn um áhuga á fjarlækningum Merkiö viö meö krossi þar sem viö á: 1. Fjarlækningar □ Hef áhuga á aö nýta mér fjarlækningar t mínu starfi væri aðstaöa fyrir hendi □ Hef ekki áhuga á nýta mér fjarlækningar í mtnu starfi 2. Tel mig geta haft not af fjarlækningum fyrir konsúltationir t tengslum viö eftirfar- andi sérgreinar: □ Augnlækningar t.d.myndir af augnumbúnaði og augnbotnum. □ Barnaiækningar t.d. meö fjarfundabúnaði □ Bæklunarlækningart.ó. í tengslum við röntgenmyndaúrlestur □ Endurhæfingarlækningar t.d. með fjarfundabúnaði □ Geöiækningar t.d. meö fjarfundabúnaði □ Háls- nef- og eyrnaiækningar m.a. eyrnaholsjá, skoðun t háls og nef □ Hjartalækningar Úrlestur hjartarita. Úrlestur hjartahljóöa (rafræn hlustpípa) □ Húðlækningar t.d. stafrænar myndir af útbrotum og öörum húöbreytingum □ Kvensjúkdómaiækningar □ Lyflækningar m.a. aöstoð v. speglana □ Röngten Úrlestur myndgreiningarannsókna □ Skurölækningar t.d.aðstoö v. speglana og vegna vandamála eftir aögerðir □ Öldrunarlækningar t.d. meö fjarfundabúnaði □ Klíniskir fundir s.s. fræöslufundir spttala Annaö, og þá hvaö__________________________________________________________ 3. Er á heilsugæslustöðinni til staðar þörf fyrir braöakonsúltationir meö fjarlæking- um? □ Nei □ Já, og þá í hvaöa sérgreinum helst? □ Slysalækningum □ Hjartalækningum □ Kvenlækningum Annað 4. Er eitthvaö aö vanbúnaði til aö taka viö fjarlækningaþjónustu á heilsugæslu- stööinni? □ Áhugann vantar □ Fjárskortur □ Nauðsynlegur tækjabúnaöur ekki til staöar □ Tímaskortur □ Engin þörf fyrir fjarlækningar Annaö, og þá hvaö__________________________________________________________ 5. Staðsetning þín á landinu □ Vesturland □ Vestfiröir □ Noröurland □ Suðurland □ Austurland □ Reykjanes □ Höfuöborgarsvæöiö 6. Upptökusvæöi □ þéttbýli □ dreifbýli □ þéttbýli og dreifbýli 7. Er sjúkrahús meö sérfræðiþjónustu á staönum? □ Já □ Nei 8. Aldur og kyn □ kvk □ kk □ >65 ára □ 55-64ára □ 45-54 ára □ 35-44 ára □ 25-34 ára 9. Annað sem þú vilt láta koma fram varðandi fjarlækningar: landi sýna áhuga á notkun fjarlækninga. Kom það nokkuð á óvart þar sem fyrirfram var búist við að áhuginn væri mun meiri úti á landi. Flestir hafa áhuga á því að taka þátt í fræðslufundum með hjálp tækn- innar en áhuginn tekur einnig til margra sérsviða Iæknisfræðinnar. Niðurstaða könnunarinnar bendir til að margir heimilislæknar séu tilbúnir til að nýta sér nýja tækni, svo sem fjarlækningar við vinnu sína. Læknablaðið 2004/90 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.