Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 55

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ■ Læknabók Þorleifs ornssonar Fundin handrit í fyrstu útgáfu Lækna á íslandi (1945) segir að þegar á þjóðveldistímann líður, höfum vér að kalla engar heimildir um lækna hér á landi, allt þar til bartsker- ar koma til sögu. Þó sýna jarteiknasögur, að afskipti kirkju og klerka af þessum málum hafa frá upphafi verið hin sömu hér sem annars staðar í Norðurálfu. Þá má og telja fullvíst, að alþýða manna hefir á þessu tímabili, sem jafnan áður og síðar, átt sér úr sjálfs sín hópi úrlausnarmenn í þessum efnum sem öðrum, auk þess, sem til hafa verið menn, sem hafa haft meiri eða minni kynni af lækningum eftir bók- um, bæði lærðir og leikir. Bera fornar lækninga- bækur íslenzkar þessu glöggt vitni, en hinar elztu þeirra, sem geymzt hafa vorum tímum, eru árfærð- ar fyrir 1300 og geyma þegar menjar fræða þeirra Hippókratesar og Galenosar. Lækningabækur þessar verða ekki raktar til nafngreindra manna, fyrr en kemur að Jóni Halldórssyni, biskupi í Skál- holti (1322-1339). Var hann talinn ágætur læknir og ritaði lækningakver. Jón biskup er venjulega talinn, og þó ef til vill með hæpnum heimildum, einn hinna útlendu biskupa, sem hér sátu að stóli, og hafði stundað nám m. a. í Bologna, en þar stóðu lækna- vísindi með miklum blóma um þessar mundir ... Þá er þess að geta að fundist hefir í Dyflinni á ír- landi „læknabók" Þorleifs hirðstjóra Björnssonar (|1486). Ekkert verður þó fullyrt um að Þorleifur sé höfundur bókarinnar né að hann hafi farið með lækn- ingar. Er bókin safnrit fjölda læknisráða, bæði alþýð- legra og fræðilegra. Er auðsætt að höfundurinn hefir gert tilraun til þess að draga saman allan þann lækn- ingafróðleik sem kunnur var um hans daga, enda ritið ýtarlegra en allar slíkar bækur aðrar sem varðveitzt hafa á Norðurlöndum frá þessurn tímum. Sum atriði bókarinnar eru bersýnilega mjög forn að stofni (töfr- ar) og verða rakin allt aftur til þess tíma er fræðileg læknislist var enn ókunn. Aðra kafla má rekja til Henriks Harpestræng (fl244, þá kórbróðir í Hróars- keldu). Hefir hann mjög sett svip sinn á norrænar lækningabækur á þessum tíma og lengi síðan. Skrá samsettra lyfja í bókinni (antidotarium) er talin ein- stæð í norrænum lækningabókum, en að miklu leyti samhljóða lyfjaskrá Salernóskólans sem mun vera frá því um 1000. Handritin í Dublin Læknabók hirðstjórans fannst fyrir tilviljun snemma á tuttugustu öldinni þegar verið var að skrá keltnesk handrit í The Royal Irish Academy. Er það skinn- handrit rneð íslenzkum texta sem gefið var auðkenn- ið 23 D 43. Ritinu var komið í hendur Carls Marstran- der sem þá starfaði við The School of Irish Learning í Dublin. Leitaði hann til Mariusar Kristensen sem á árunum 1908 til 1920 gaf út ritröðina: Harpestræng. Gamle Danske urtebpger, stenböger og kogebpger. Kristensen staðfesti að textarnir í MS Royal Irish Academy 23 D 43 tengdust fyrrnefndum Henrik Harpestræng, samtímamanni Hrafns Sveinbjarnar- sonar á Eyri. American Scandinavian Foundation lagði fram fé til þess að hægt yrði að ráða ritstjóra sem gæti helgað sig verkefninu. Til þess verks fékk Marstrander árið 1923 Henning Larsen sem starfaði í lowa. Síðan kost- aði Det Norske Videnskabs-Akademi í Osló dvöl Larsens í Dublin við endanlegan samanburð afrits og skinnhandritsins og þar gat hann að auki fyllt í skörð- in því að í Trinity College fékk hann aðgang að papp- írshandriti, MS Trinily College L-2-27, sem er upp- skrift úr fyrrnefndu MS Royal Irish Academy 23 D 43. Þannig eru í útgáfu Larsens tuttugu og tveir kaflar sem ekki eru í skinnhandritinu. Efnið skiptist í eftirfarandi hluta: - Töfraþulur og særingar sem ætlað er að lækna hitasótt og stöðva blæðingar. - Örstuttur kafli um dýpt sjávar. - Eitt hundrað fjörutíu og sjö kaflar um einföld lyf. - Greinar um fimmtíu og þrjú samsett lyf og eru nefnd nokkur form: Smyrzl, plástur og lyfja- deig. - Tvær greinar um steina og lækningamátt þeirra og í viðauka er síðan bætt við tuttugu og tveim- ur greinum úr MS L-2-27 í Trinity College. - Lækningabók (eða hlutar margra slíkra) þar sem nefndir eru ýmis einkenni, teikn og kvillar og svo læknisdómar, en flesta þeirra er að finna í kaflanum um einföld lyf. - Matreiðslubók. Örn Bjarnason Seinni hluti þessarar greinar birtist í næsta blaði. Útgáfa Hennings Larsen Þessi efniviður var gefinn út í Osló árið 1931 undir heitinu An Old Icelandic Miscellany, MS Royal Irish Academy 24 D 43 with Supplement from MS Trinity College (Dublin) L-2-27. í inngangi að ritinu segir Henning Larsen meðal annars að skinnhandritið sé mikilvægasta íslenzka lækn- isfræðiskjalið sem varðveizt hafi frá miðöldum. Það sé í raun alfræðirit því að sá sem tók það saman, virð- ist hafa gert sér far um að safna í eitt bindi öllu því sem varðveitt hafi verið í öðrum norrænum læknis- Höfundur var ritstjóri Lækna- blaðsins 1976-1993. Hann er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækninga- handritum frá miðöldum og skýringum á þeim. Læknablaðið 2004/90 335

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.