Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 57

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN ljóði í sexliðahætti: De viribus herbarum eftir Macer Floridus. Er talið trúlegt að ljóðið hafi verið skrifað af Odo Magdunensis (Odo frá Meung-sur-Loire), ábóta í Beuprai sem uppi var í lok 11. aldar. Ljóðið var prentað í fyrsta sinn í Napólí árið 1487. Ekki hefir fengizt skýring á því hvers vegna höfundurinn tók sér þetta heiti en bent hefir verið á að við samtímamann og vin þeirra Óvíds og Virgils, Aemilianus Macer frá Verona, er kennt ljóð um eigindi jurtanna (De herb- arum virtutibus Aemilii Macri Veronesis elegantiss- ima poesis cum succincta admodum difficilum et ob- scurum locorum Georgii Pictorii expositione antea nunquam in lucem edita. Basel 1559) Hitt er deginum ljósara að Macer Floridus hefir fengið textana að láni frá ýmsum eldri höfundum og þá hvað ríflegast frá Díoskórídesi. Pedanius Dioscourides var upprunninn í Grikk- landi og var herlæknir á tímum Nerós. Hann dó 70 ár- um eftir Krists burð og var því samtímamaður Pliní- usar eldri. Hann er talinn hafa orðið fyrstur til að rita skipulega um læknisfræðileg efni og var rit hans talið fremst texta um lyfjafræði í sextán aldir (Pedanii Dio- scoridis Anazarbei de materia medica libri VI, Jo- anne Ruellio interpreto. Nunc primum studio cuis- dam viri doctissimi ad græcum exemplar recogniti; ac eadem opera in Iuniorum gratiam vulgatis officin- arum nominibus passim aspersis. Lugduni 1543). Enn einn höfundurinn sem lagði til efni í dönsku jurtabókina var Peter Juliani. Hann fæddist í Lissa- bon og var kenndur við þann stað og við Compostela á Spáni, en er betur þekktur innan læknisfræðinnar og heimspekinnar sem Petrus Hispanus. Hispanus ritaði meðal annars bækur um rökfræði, Summulae logicales, um auglæknisfræði, Liber de oculo og sálfræði, De anima. Hann ritaði einnig vin- sælustu handbók miðalda um læknisfræði, Thesaurus pauperum, Gersemar hinna fátæku. Hann kenndi í Síena og í París, varð líflæknir Gregors páfa X erkibis- kup í Braga í Norður-Portúgal, síðan kardínáh og síðasta æviár sitt bar hann páfaheitið Jóhannes XXI. Nú er nokkuð á reiki hvenær menn álíta að Hisp- anus hafi fæðst og bera þar á milli allt að tuttugu og fimm ár (um 1200 til 1226). Væri síðara ártalið rétt hefði Hispanus aðeins verið átján ára þegar Harpe- stræng lézt og þá útilokað að Harpestræng hafi sjálf- ur tekið upp heilu kaflana úr Thesaurus pauperum. Þá væri nærtækt að ætla að við síðari afritanir hafi köflunum úr Gersemum alþýðunnar verið bætt við, enda sjást mjög snemma áhrif frá Hispanusi í dönsk- um og sænskum handritum. Kemur þetta einnig heim og saman við þær hugmyndir manna að Harpestræng hafi ekki sjálfur skrifað alla jurtabókina. Kemur það til dæmis fram í umsögn frá 15. öld að ,Hæræ byrghes lægæ bogh aa danskæ then ther mæster henrik harpestrængh aff syth mpklæ mæsterskap diktæthæ‘ (Lægebogen í Thottske Samling 710. 4° og Læge- bogen i Ny Kgl. Samling 314 b. 4°) Þá er eftir að nefna til sögunnar Constantinus Africanus sem uppi var um 1018 til 1087. Frá honum er komin hin aðaluppspretta dönsku jurtabókarinnar, De gradibus liber. Hefir Marius Kristensen sýnt fram á það að nálega allt sem ekki verður rakið til Macers Flórídusar er frá Konstantínusi Afríkanusi komið. En áður en hægt verður að víkja að ritum þessa merka þýðanda þarf að hverfa til Suður-Italíu og 11. aldar og kanna hvað þar var að gerast efni okkar viðkomandi. Hrun Rómarveldis Eftir fall Rómar árið 475 tók við valdaskeið Aust- gota. Því lauk 553 eftir átján ára átök við Aust-róm- verska keisaradæmið. Gotneska stríðið fullkomnaði eyðileggingu Italíu. Eitt sinn bjó um milljón manna í Rómaborg, en um miðja 6. öld áttu þar búsetu innan við fimmtíu þúsund. Mílanó hafði verið eyðilögð og íbúarnir drepnir. Hundruð bæja og þorpa urðu gjald- þrota vegna skattpíningar, rána og gripdeilda. Heilu héruðin fóru í órækt og vatnsveiturnar voru vanrækt- ar. Afleiðingin varð fátækt og örbirgð. Bókasöfn höfðu orðið fyrir barðinu á innrásar- herjunum. Þannig brenndu Húnar söfn í Bæjaralandi, Víkingar í Norður-Frakklandi og Márar á Italíu, svo dæmi séu nefnd. Textar voru ritaðir á papírus, pappír og skinn. Eft- ir að kalífarnir lögðu Egyptaland undir sig tók fyrir almenna notkun papírus á Vesturlöndum. Pappír varð að kaupa dýrum dómum frá arabalöndunum því það var ekki fyrr en rétt fyrir lok 12. aldar að verksmiðju- framleiðsla hófst í Frakklandi og Þýzkalandi. Með minnkandi landbúnaðarframleiðslu urðu skinn illfá- anleg og þar af leiðandi rándýr. Þannig lagðist allt á eina sveif og fáfræði og ólæsi héldu innreið sína og upp runnu hinar fimm myrku aldir, sem svo eru nefndar. Þær stóðu frá því um miðja 6. öld til miðrar 11. aldar. Normannar og Suður-Ítalía Þó Víkingarnir kynnu ekki að meta latínutextana við komuna til Norður-Frakklands áttu afkomendur þeirra eftir að bæta um betur og það ævintýri hófst fyrir hreina tilviljun: Árið 1016 sátu Márar sem réðu fyrir Sikiley um borgina Salernó á Suður-Ítalíu. Þá bar þar að Nor- manna sem voru á heimleið úr pflagrímsför til Lands- ins helga. Þó þeir væru um aðeins um fjörutíu talsins gripu þeir þetta ágæta tækifæri til þess að berja á höf- uðóvinum kristinna manna og gengu svo vasklega fram að umsátursliðið hvarf á braut. Frásagnir þeirra við heimkomuna af þeim at- vinnutækifærum sem í boði væru þar syðra féllu í góðan jarðveg því að sá var siður í sveitum í Nor- mandí að feður skiptu landi sínu jafnt á milli sona Læknablaðið 2004/90 337
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.