Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 58

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN sinna og þegar hér var komið var nánast ekkert orðið til skiptanna. Ungir menn gengu í þjónustu höfðingja á Suður- Ítalíu og börðust með og móti Beneventó, Salernó, Napólí og Kapúa. Þar kom að þeir framtakssamari fóru að berjast fyrir eigin reikning. Meðal þeirra var Robert Guiscard, en hann var einn tíu bræðra sem allir lágu í hernaði þar syðra. Með því að taka lendur frá Langbörðum og Aust-rómverska keisaradæminu hafði honum um 1053 tekizt að stofna eigið konungs- ríki og um 1070 var suðurhluti Ítalíuskaga á valdi Normanna. Handan Messínasunds var höfuðvígi Már- anna á Ítalíu og þegar 1060 hafði Robert Guiscard sent Roger bróður sinn til þess að hernema Sikiley. Páfastóll og Sikileyjarnar tvær Til norðurs lá ríki páfa og nú þarf að nefna til sögunn- ar einhvern merkilegasta persónuleika sem setið hef- ir á hásæti Heilags Péturs. Hildebrand frá Savanó í Toskanahéraði var fædd- ur um 1025 og var af lágum ættum, en hlaut góða menntun í Rómaborg. Þegar Gregorius páfi 6. var hrakinn frá árið 1046 fylgdi Hildibrandur honum í út- legð til Þýzkalands, en sneri aftur til Rómar eftir dauða páfa tveimur árum síðar. Hildibrandur hafði snemma skipað sér í flokk þeirra sem vildu gera endurbætur á skipun kirkjunnar og starfi hennar og næstu tuttugu og fimm árin þjónaði hann þremur páfum og áhrif hans jukust stöðugt. Hann átti þátt í að móta utanrík- isstefnu páfaríkisins, þar á meðal samdi hann árið 1059 við Normannana um þegnlega hollustu þeirra. í rauninni var þetta viðurkenning á landvinningum þeirra og á frekari fyrirætlunum því Robert Guiscard ætlaði sér ekkert minna en að steypa Aust-rómverska keisaradæminu. Hildibrandur var kjörinn páfi árið 1073 og tók sér heitið Gregorius og varð hinn sjöundi til að bera það nafn. Hann hóf þegar umbótastarf sitt og þessari sögu viðkomandi þarf að nefna eitt atriði öðrum fremur. Páfi einsetti sér að losa páfadóm undan afskiptum rómverskra aðalsmanna og þýzkra konunga og kjör- fursta. Fyrstu leikirnir í þeirri fléttu voru að færa kjör páfa til kardínálanna og að banna að þjóðhöfðingjar útnefndu biskupa. Framvegis skyldu söfnuðirnir og prestarnir hafa það verkefni og síðan legðu páfi eða umboðsmaður hans blessun sína yfir. Hinrik IV (1050-1106) konungur og verðandi keisari hins þýzk-rómverska ríkis lét sér þetta ekki lynda og boðaði til kirkjuþings í Worms árið 1076 í því skyni að koma páfa frá völdum. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og í janúar 1077 mátti hann bíða við harðræði í þrjá daga í Canossa eftir að fá aflausn páfa. Málið varð þó ekki leyst og árið 1084 hélt Hinrik með her sinn til Rómar, gaf kirkjuþingi skipun um að setja Gregorius af og kjósa nýjan páfa (Clement III). Viku seinna krýndi hann Hinrik IV keisara Hins heilaga þýzk-rómverska keisaradæmis. Róbert Guiscard var víðs fjarri við hernað í austri, en árið eftir kom hann með her sinn aftur heim til Ítalíu, frelsaði Gregorius VII og tók hann undir sinn verndarvæng í Salernó. Skömmu síðar létust þeir báðir. Við völdum tók nú Roger, bróðir konungs, sem þá hafði að fullu tryggt yfirráðin á Sikiley og varð hann nú konungur „beggja Sikileyjanna", auk þess sem hann hafði árið 1090 gert Möltu að skattlandi sínu. Verður nánar sagt frá framhaldinu að mánuði liðnum og þá verður getið helztu heimilda. 338 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.