Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 62

Læknablaðið - 15.04.2004, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 165 Exposure (framhald 2) Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Jóhann Heiöar er meina- fræðingur á Landspítala Hringbraut. Áfram verður haldið umræðunni um notkun heit- isins exposure í læknisfræðilegum textum. Nokkur dæmi úr fræðigreinum og tvö úr lyfjalýsingum voru tilgreind í síðasta pistli og fleiri verða rakin hér. Markmiðið er annars vegar að sýna að þetta sér- kennilega heiti er notað á margvíslegan hátt, jafnvel ofnotað, og hins vegar að kanna hvort hægt sé að finna viðunandi þýðingarlausnir. Meira úr lyfjafræöi I umræðu um dýratilraunir, þar sem áhrif lyfjaefnis voru prófuð, kom fyrir þessi setningarhluti: - - tlte product has been shown to have no significant phar- macological effects other than at very high exposure concentrations - -. Petta má þýða þannig: Sýnt hefur verið fram á að efnið (lyfjaefnið) hafi engin marktæk lyfhrif (lyfjaáhrif) nema við rnjög háa þétlni (styrk). Orðið cxposurc er þá ekki þýtt sérstaklega og virðist það í fljótu bragði ekki koma að sök. Er þetta ef til vill aðeins hugsunarlaus stofnanamállýska eða skrúð- mælgi? Þó má velta því fyrir sér hvort höfundur text- ans bæti einhverju marktæku við með því að nota þetta orð og hvað það sé þá sem hann vill koma til skila. Spyrja má hvaða merkingarmunur sé á eftir- töldu orðalagi, annars vegar: very high exposure concentration in plasma og hins vegar very high concentration in plasma. í enn öðrum lyfjatexta kom eftirfarandi fyrir: It is unknown if clironic exposure to the prochict can increase the incidence ofmalignancies. Þetta má þýða þannig: Ekki er vitað hvort langtíma notkun afurðar- innar (efnisins) geti aukið líðni (nýgengi) illkynja æxla. Þar sem verið er að lýsa lyfi má setja annað- hvort orðanna gjöf eða inntaka í stað nafnorðsins notkun. Tilraunadýrum er gefið lyfjaefnið, en menn taka það gjarnan inn sjálfir. Sé hins vegar verið að fjalla um mengandi efni í umhverfinu geta lausnir orðið aðrar. Notkun gæti átt við í sumum tilfellum, en oft er það svo að menn og dýr verða fyrir mengandi efni sem áhrifalausir (berskjaldaðir) þátttakendur. Segja mætti þá: Ekki er vitað hvort tíðni illkynja æxla eykst þegar menn (dýr) verða fyrir (mengun af) af- urðinni um langan tíma. Síðasta dæmið snýst um að líkamsvefir, aðrir en þeir sem lyfinu er sérstaklega ætlað að verka á, geti orðið fyrir áhrifum efnisins. Systemic exposure (per- cutaneous penetration) was calculated - -. Þarna er verið að fjalla um húðlyf sem ætlað er til staðbund- innar notkunar, en í ljós kemur að lyfið smýgur gegn- um húð (og að lokum inn í blóðrás) þannig að al- menn líkamsdreifing á sér stað. Freistandi er að þýða þetta þannig: Almenn dreifing (smygni gegnum húð) var reiknuð út - -. Spyrja má þó hvort nafnorðið dreifing túlki nákvæmlega það sem við er átt. Dæmi úr faraldsfræði Laufey Tryggvadóttir sendi þrjár yfirlitsgreinar úr faraldsfræði. Þær eru frá sama tíma og eftir sömu höf- unda. Undirrituðum er ekki kunnugt hvort orða- notkun þeirra er alveg í samræmi við hefðir annarra faraldsfræðinga. Nafnorðið exposure kemur mjög oft fyrir í öllum greinunum, en sögnin to expose finnst ekki. Lýsingarhátturinn, exposed, og andheitið, une- xposed, koma hins vegar oft fyrir. Þessi tvö síðast- töldu orð valda ekki teljandi vandkvæðum. Þau eru notuð á samræmdan hátt til að tákna samanburðar- hópa sem annars vegar „urðu fyrir“ tilteknum áhrif- um og hins vegar „urðu ekki fyrir" sömu áhrifum. Samsetningin exposure to er notuð á þann hefð- bundna hátt, sem áður hefur verið rakinn (Lækna- blaðið 2004; 90: 271), og veldur heldur ekki vand- kvæðum. Það er því aðeins notkun nafnorðsins ex- posure sem er víða svolítið sérkennileg, miðað við það sem áður hefur komið fram. Benda má einnig á að fleirtölumyndin, exposurcs, er hiklaust og víða notuð í greinunum. Á einum stað segir: Investigators compare the frequency ofsmoking exposure in the case group with that in the control group, - -. Rannsakendur bera saman tíðni reykinga í tilfellahópnum og í viðmiðunarhópn- um, - -. Þarna virðist orðið exposure vera alveg óþarft. Reyndar kemur ekki ótvírætt fram hvort bæði er könnuð tíðni beinna og óbeinna reykinga í hópunum, en segja má að þeir sem ekki reykja geti „orðið fyrir“ reykingum án þess að ástunda þær sjálfir. Á öðrum stað er fjallað um rannsókn á tengslum fóstureyðingar og krabbameins í brjósti. Þar segir: They gathered information about exposures (previous abortion) from cases and controls - -. I þessu tilviki er rannsakað hvort fóstureyðing sé hugsanlegur áhrifa- þáttur hvað varðar myndun krabbameinsins, og þá má þýða setningarhlutann þannig: Þeir söfnuðu upp- lýsingum um áhrifaþætti (fyrri fóstureyðingar) hjá til- fellum og viðmiðunarlilfellum - -. Erfitt er að hugsa sér að orðalagið eigi almennt að gefa til kynna að konurnar hafi „orðið fyrir“ fóstureyðingu sem áhrifa- lausir þátttakendur. Á þriðja staðnum er setningarhlutinn: - - few exposttres lead to only one outcome. Aftur kemur til greina að nota nafnorðið áhrifaþáttur og þýða þannig: - - fáir áhrifaþættir leiða aðeins til einnar útkomu (hafa aðeins eina afleiðingu). Öðruvísi verður setn- 342 Læknablaðið 2004/90 Sérlyfjatexti á bls. 273

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.