Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 3

Fréttatíminn - 07.11.2014, Page 3
É g hef greint framlög til bókasafna og árangur þeirra og mín niðurstaða er í samræmi við erlendar rannsóknir – sérhver króna sem varið er til bókasafna skilar sér fjórfalt til baka,“ segir dr. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Í nýútkominni bók hans, Hag- ræn áhrif ritlistar, fjallar hann um þau efnahagslegu umsvif sem eru tengd ritlist, eftirspurn og framboð innan ritlistar, útgáfu og bókasöfn. Þegar hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að Ágúst áætlar að hagræn áhrif ritlistar til lands- framleiðslu á Íslandi nemi 1,5% eða 27 milljörðum króna á þessu ári til verðmætasköpunar. Um tímamóta- verk er að ræða en aldrei hefur verið lagst í jafn umfangsmiklar rannsóknir á hagrænum áhrifum ritlistar á Íslandi. Á Íslandi eru yfir 300 bókasöfn af ýmsum stærðum og gerðum og á þeim starfa yfir 700 manns. „Starfsemi bókasafna er lykilatriði í ýmsum sveitarfélögum og eru stór þáttur í menntun á hverjum stað. Bókasöfn snúast ekki aðeins um útlán bóka heldur eru þau mið- stöð þekkingar og jafnvel félags- miðstöð. Niðurstaða mín er sú að það sé ábatasamt að styðja betur við bókasöfn. Þau eru að mestu leyti á vegum sveitarfélaganna og þar má sannarlega gera betur. Fjöldi rannsókna hefur einnig sýnt að skólabókasöfn eru í miklum vandræðum. Eftir hrun hafa fjár- framlög til skólabókasafna verið skorin niður sem er sérlega alvar- legt í ljósi þess að lesskilningur barna á Íslandi er slakur og hefur farið hnignandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir hann. Ágúst bendir á að bókasöfn séu mun meira en almennings- bókasöfn. Hér eru háskólabókasöfn, fag- bókasöfn hjá fyrir- tækjum og félögum, auk Stofnunar Árna Magnússonar. „Bóka- söfn eru mikilvæg fyr- ir viðhald menningar okkar, aukinn lestur leiðir til aukinnar menntunar og mennt- un eykur framleiðni. Bókasöfn eru miðstöð þekkingar og verða það áfram. Það sem ég hef gert í mínum rannsóknum er það sama og gert er erlendis, ég hef metið áhrif bóksafna í menntun á ákveðnu svæði. Niðurstaðan er sú að þar sem eru lítil eða engin bókasöfn er minni uppgangur og menntun,“ segir hann. Aukin tæknivæð- ing kemur ekki í veg fyrir nauðsyn þess að góð bókasöfn séu starfrækt, að sögn Ágústs. „Því hefur oft verið spáð að rafbókin taki yfir en þróunin hefur alls ekki verið þannig. Það er frekar þannig að það sem við getum nálgast á netinu er hrein viðbót. Bókasöfn eru ekki að verða úrelt. Formið á því sem má nálgast á bókasöfnum er heldur ekki alltaf prentað. Miðlunarmöguleikar hafa aukist.“ Ágúst segir að bókasöfn hafi verið vanmetin og í bók sinni leggur hann fram nokkrar tillögur um hvernig stjórnvöld geti eflt rit- list á Íslandi. „Ég legg beinlínis til að fjárframlög til bókasafna verði aukin. Fjárframlög til ritlistar skila sér fljótt og margfalt til baka,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Spaugstofan tekin af dagskrá Grínþátturinn Spaugstofan hefur verið tekinn af dagskrá Stöðvar 2. Karl Ágúst Úlfsson segir að Spaugstofumenn hafi hug á að setja upp sýningu í leikhúsi. Í útrás til Kaupmannahafnar 66°Norður hefur opnað verslun í Kaup- mannahöfn. Verslunin er 130 fermetrar og er við Sværtegade 12. 7.200 manns hafa skráð sig rafrænt sem líf- færagjafa á vef Landlæknis. Af skjánum í stjórastólinn Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri N4. Kristján hefur starfað hjá N4 frá árinu 2011 og sinnt ýmsum störfum, nú síðast var hann framkvæmdastjóri framleiðslu- deildar auk þess að láta til sín taka á skjánum. 4.500 manns mótmæltu aðgerðum ríkis- stjórnarinnar á Austurvelli á mánudag. Aðalræðumaður var tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson.  Vikan sem Var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, hlaut verðlaunin Markaðs- maður ársins þegar markaðsverðlaun ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Ís- landi, voru afhent í gær. Nova var valið Markaðsfyrirtæki ársins. Markaðsmaður ársins Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- www.siggaogtimo.is Demantshringur 2.25ct Verð 2.100.000.- Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur N-átt og kólNaNdi vEður. SNjóar á fjallvEgum N- og a-laNdS. HöfuðborgarSvæðið: StREKKiNGuR oG LéttiR tiL. froSt um laNd allt. HríðarvEður a-laNdS, EN bjart Sv-til. HöfuðborgarSvæðið: LéttSKýjAð oG fREMuR KALt Í VEðRi. Hægari N-átt og Hiti uNdir froStmarki. Él N- og a-laNdS. HöfuðborgarSvæðið: ÁfRAM BjARtViðRi MEð VæGu fRoSti. veðrabrigði og með kólnandi vetrarveðráttu Í dag, föstudag, er einn af þessum umbreyt- ingardögum í veðrinu, þegar veðurlagi sem ríkt hefur í nokkra daga lýkur og annað tekur við. NA og N-átt í dag og á morgun laugardag. Allhvass vindur og gæti hæglega orðið stormur um austanvert landið. Þar mun snjóa nokkuð fram á sunnudag, en úrkoma meira sem él á Norðurlandi og Vestfjörðum. Sunnan- og vestanlands birtir upp og þar frystir sem og annars staðar á landinu. Gæti snjóað syðst seint á sunnudag. 3 0 2 2 4 -2 -3 -5 -1 -3 -4 -4 -6 -2 -3 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Dr. Ágúst Einarsson var að senda frá sér bók þar sem hann kortleggur hagræn áhrif ritlistar á Íslandi.  menntun FjárFramlög til ritlistar skila sÉr margFalt til baka Hver króna til bókasafna skilar sér fjórfalt til baka Dr. Ágúst Einarsson segir að hver króna sem varið er til bókasafna skili sér fjórfalt til baka. Bókasöfn eru meðal þess sem hann skoðar í nýrri bók sinni, Hagræn áhrif ritlistar. Ágúst bendir á að skólabókasöfn grotna niður á sama tíma og lesskilningi barna hrakar. Hann leggur til að fjár- framlög til bókasafna verði aukin. Ágúst leggur til að fjárframlög til bókasafna verði aukin enda skili fjárframlög til þeirra sér margfalt til baka. 4 fréttir Helgin 7.-9. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.