Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 5

Fréttatíminn - 07.11.2014, Síða 5
Neytendur geta verið stór valda- hópur ef þeir taka sig til, við ráðum hvað er selt ef við nennum að nota það vald. R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I Æ V I n t ý R A l E g s m áVA R A ! Broste kerti Verð: 2.490 Broste Vasi Verð: 8.990 Broste Vasi Verð: 3.490 Broste Vasi Verð: 1.990 Broste Vasi Verð: 4.990 Broste Vasi Verð frá: 2.990 Broste lukt Verð: 11.990 Broste lukt Verð: 4.690 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti en varar jafnframt við því að miklar launahækkanir gætu stuðlað að vaxtahækkun á ný. Ljósmynd/Seðlabankinn  Peningamál Stýrivextir lækkaðir um 0,25 PróSentur Miklar launahækkanir gætu hækkað vexti á ný Peningastefnunefnd Seðla- banka Íslands ákvað á mið- vikudaginn að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir lækka því úr 6% í 5,75 prósent. Samkvæmt spá bankans eru horfur á heldur minni hagvexti í ár en spáð var í ágúst. Áfram er gert ráð fyrir kröftugum vexti innlendrar eftirspurnar og þróttmiklum hagvexti á næstu þremur árum. Batinn á vinnumark- aði heldur einnig áfram, þótt nokkuð hafi dregið úr vexti vinnuaflseftirspurnar. Verðbólga hefur verið undir markmiði í níu mánuði sam- fleytt. Hún hefur minnkað enn frekar á haustmánuðum og skýrist hún að mestu leyti af hækkun húsnæðisverðs. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu stuðla að lítilli verðbólgu þrátt fyrir töluverð- ar launahækkanir. Verðbólgu- horfur til skemmri tíma eru af þessum sökum betri en í ágúst. Samkvæmt spá bankans eru líkur á að verðbólga hjaðni frekar á næstu mánuðum og verði við eða undir markmiði fram yfir mitt næsta ár. Nafnvextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í tvö ár, en raunvextir bankans hafa að undanförnu hækkað meira en búist var við sökum hrað- ari hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga og umfram það sem staða hagsveiflunnar og nærhorfur gefa tilefni til. Því eru forsendur til að draga úr hækkun raunvaxta, segir Peningastefnunefndin. -jh  HúSgögn eftirlíkingar frægrar Hönnunar Tollstjóri fargaði fullum gámi af stolinni hönnun í vikunni en gámurinn kom hingað til lands frá Kína. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir ekkert annað koma til greina en að farga stolnu hugverki. Hún bendir á að ábyrgðin liggi ekki aðeins hjá inn- flytjanda heldur líka hjá neytendum. f immtíu stykkjum af fölsuðum hús-gögnum var fargað í vikunni undir eftirliti tollstjóra. Um var að ræða eft- irlíkingar af stólum Arne Jacobsens, Egg- inu og Svaninum, Corona stólnum eftir Eric Jorgensen, Arco lampanum eftir Achille Ca- stiglioni, ásamt Cassina húsgögnum eftir Le Corbusier. Húsgögnin komu hingað til lands í tveimur gámum frá Kína sumarið 2011 en tollstjóri frestaði afgreiðslu varanna þar sem talið var að um eftirlíkingar væri að ræða. Erlendir rétthafar stefndu innflytj- andanum og nú á árinu kvað Héraðsdómur upp þann dóm að húsgögnin skyldu afhent rétthöfum til eyðingar. Innflytjandinn var dæmdur til að greiða 1,5 milljónir í máls- kostnað. Stuldur á hugverki „Auðvitað er þessi sóun agaleg, að það sé verið að farga nothæfum húsgögnum, en það er ekkert annað í stöðunni því þetta er ekkert nema stuldur á hugverki,“ seg- ir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Fólk seg- ist nú stundum ekki hafa vitað að það væri að flytja inn eða selja falsanir en þegar þú ert farinn að flytja inn risastóran gám af stórum húsgögnum þá held ég að það geti nú varla farið fram hjá neinum. Þú hlýtur að vita hvað þú ert að gera. Það er hægt að komast upp með að smiða eftirhermur heima hjá sér en að fjöldaframleiða þær og selja er bara ekki löglegt.“ Neytendur bera líka ábyrgð Vörurnar sem um ræðir eru allar framleidd- ar í Kína en þar hefur lengi verið stór mark- aður fyrir falsanir. Það hefur færst í vöxt að Íslendingar kaupi vörur beint frá Kína í gegnum netsíður og segir Halla vera fulla ástæðu til að fylgjast með því. „Falsanir sem koma hingað til lands fara nú örugg- lega aðallega í sölu á netinu. Neytendur geta verið stór valdahópur ef þeir taka sig til, við ráðum hvað er selt ef við nennum að nota það vald. En ég skil alveg að fólk vilji kaupa ódýra hluti, oft langar mann bara í eitthvað þrátt fyrir að vera blankur. En við þurfum að átta okkur á því að þetta eru oft á tíðum stolnar vörur sem eru framleiddar á markaðssvæði þar sem fólk fær ekki borgað fyrir vinnuna sína. Með því að kaupa þessar vörur hagnast þú á fátækt annars fólks og ferð auðvitað illa með hagkerfið hér í leið- inni.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Tollstjóri fargaði gámi af húsgagnaeftirlíkingum Hér sést í marglituð sætisbök „sjöunnar“ en hönnun Arne Jacobsen er framleidd í Danmörku undir ströngu gæðaeftirliti. Öll framleiðsla á hans hönnun utan viðurkennds framleiðslufyrirtækis er með öllu ólögleg. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands. Ljósmynd/Adriana Pacheco 6 fréttir Helgin 7.-9. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.