Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 7

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 7
G uðmundur Karl Snæbjörns-son hefur unnið í Svíþjóð í rúmlega tuttugu ár og ákvað að stofna atvinnumiðlunina Hvítir sloppar þegar kreppan skall á 2008, en það ár fækkaði læknum á Íslandi um allt að 10%. Hann segist vera með hundruð af lausum stöðum í hverri viku, tímabundnar stöður og fastar stöður, fyrir al- menna lækna og fyrir sérfræðinga. „Þetta er ein stærsta atvinnu- skrifstofa lækna á Norðurlöndun- um en ég sé um íslenska hlutann,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir hafa verið vöntun á læknum í Svíþjóð síðan í bankakrísunni 1992 og að íslenskir læknar séu og hafi alltaf verið mjög eftirsóttir starfs- kraftar. „Ég sit oft á fundum með sænsk- um yfirmönnum spítala og það er ítrekað talað vel um íslenska lækna í sérfræðinámi. Þeir eru valdir fram yfir sænska lækna því þeir eru svo ótrúlega góðir.“ Vinnuumsóknum hefur fjölgað vegna verkfallsins Á Íslandi eru byrjunarlaun lækna eftir 6 ára háskólanám 340.734 kr. en laun sérfræðings, eftir 6 ára nám í viðbót, eru 530.556. kr. Flestir auka tekjurnar með vakta- vinnu á kvöldin og um helgar til að auka tekjurnar. Læknir með sérfræðileyfi í Svíðjóð fær frá 53.100 sænskum krónum, eða um 1.056.690 íslenskar krónur í grunnlaun, en það fer allt eftir staðsetningu og stöðu. En dæmið snýst ekki bara um launin. Lækna- starfið er fjölskylduvænna í Sví- þjóð þar sem hvíldarákvæðin eru rýmri og hægt er að fá yfirvinnu greidda í fríi. Þess utan er leigan í flestum tilfellum lægri en í Reykja- vík og leikskólar eru ókeypis. Í ljósi þessa spyr maður sig af hverju læknar ættu að kjósa Ísland fram yfir Svíþjóð. Guðmundur Karl segir lang- flesta íslenska lækna vilja koma heim eftir sérnám því hjartað slái alltaf á heimaslóðunum. Þegar hann hafi verið í sérnámi ætluðu allir hans kollegar að snúa heim, ekkert annað hafi komið til greina. En nú sé öldin önnur og ungir sérlæknar kjósi í auknum mæli að vera eftir úti. Hann segir vinnu- msóknum hjá Hvítum sloppum hafa fjölgað um leið og verkfallið barst í tal. 20% íslenskra sérfræðinga vinna líka erlendis Samkvæmt félagatali Lækna- félagsins hafa tæplega 40 fleiri læknar flutt frá landinu en til þess á síðastliðnum fimm árum. Læknafélagið áætlar að um 400 starfandi læknar hafi nú fasta búsetu í Svíþjóð en þar að auki vinna mjög margir læknar, sem og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, sem verktakar erlendis, meðfram vinnu á Íslandi. Læknafélagið gerði könnun á því hversu margir sérfræðilæknar á Landspítalanum ynnu sem verktakar erlendis árið 2012. Niðurstaðan var 20%. Guð- mundur Karl hjá Hvítum sloppum segir eðlilegt að fjöldi lækna fari út sem verktakar. „Af hverju ættu þeir ekki að gera það þegar þar er hægt að vinna sér inn íslensk mánaðarlaun á nokkrum dögum?“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Verkfallið togar lækna út Eftirspurn eftir vinnu lækna á Norðurlöndunum hefur aukist að sögn Guðmundar Karls Snæ- björnssonar, en hann rekur atvinnumiðlunina Hvítir sloppar sem sérhæfir sig í að finna störf fyrir íslenska lækna í Svíþjóð. Hann segir íslenska lækna vera mjög eftirsótta starfskrafta sem slegist sé um. Það eina sem þeir þurfi að gera til að fá betri lífskjör en bjóðast hér, sé að sækja um starf því af nógu sé að taka. Nú hafa um 400 íslenskir læknar fasta búsetu í Svíþjóð. „Slopparnir bjóða öllum almennum læknum á Íslandi kjaratilboð í tilefni komandi verkfalls og skerðingar launa. Við bjóðum yngri kollegum hærri tekjur, frítt flugfar (fram og til baka) ef vinnu- tímabilið er 2 vikur eða fleiri í senn. Þar að auki er húsnæðið innifalið eins og áður og jafnvel útvegun stærra hús- næðis ef því er við komið, t.d. ef maki eða barnapía fylgja með. Skoðaðu tilboðin okkar og láttu freistast.“ Svona hljóðar auglýsing frá Hvítum sloppum, en það er atvinnumiðlun sem sérhæfir sig í að finna störf fyrir ís- lenska lækna í Svíþjóð. 20% íslenskra sérfræðilækna vinna erlendis meðfram fastri vinnu á Íslandi til að auka tekjurnar. Um 400 íslenskir læknar hafa fasta búsetu í Svíþjóð. Laun á Íslandi: Byrjunarlaun eftir 6 ára háskólanám 340.734 kr. Laun sérfræðings, eftir 6 ára nám í viðbót, eru 530.556. kr. Laun í Svíþjóð: Laun sérfræðings; frá 53.100 sænskum krónum, eða 1.056.690 íslenskar krónur í grunnlaun, fer eftir staðsetningu og stöðu. www.icewear.is ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412 EMILIA Vatteraður jakki Verð áður: 22.900 Verð nú: 4.990 Rauði krossinn á Íslandi leitar að góðu húsnæði, helst neðarlega á Laugavegi, Skólavörðustíg eða á því svæði. Um er að ræða rekstur verslunar sem nú er á Laugavegi 12. Traustur leigutaki. Allar nánari upplýsingar veitir Sandra Grétarsdóir í síma 898 7179 eða sandra@redcross.is. Óskum eir verslunarhúsnæði H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 4 5 6 DRAGÐU FRAM ÞAÐ BESTA Í MATNUM Gerðu engar málamiðlanir – notaðu Santa Maria næst þegar þú eldar. 8 fréttaskýring Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.