Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Side 13

Fréttatíminn - 07.11.2014, Side 13
Ý Ýmsir hafa átt sér þann draum að Ísland verði í framtíðinni olíuvinnsluríki. Það er skiljanlegt, einkum vegna þess að rann- sóknir á Drekasvæðinu svokallaða, á hafs- botni norðaustur af Íslandi, hafa gefið það til kynna að þar finnist olía í vinnanlegu magni. Slíkt er skoðað vegna þess ábata sem olíuvinnsla getur skilað til samfélags- ins. Í því ferli öllu loga þó viðvörunarljós og þeim fer fjölgandi. Íslendingar hljóta því að hugsa sig vel um áður en þeir semja um slíka vinnslu í norðurhöfum. Haf- dýpið á Drekasvæðinu er frá 800-2000 metrar, þar er kalt úthafsloftslag og meðalhiti undir 10 gráðum allt árið, um 5-8 stig á sumrin en 2 til 0 stig að vetri til. Þar er þokusamt og ísingarhætta. Í viðtali Ríkisútvarpsins á dögunum við Stephen Macko, prófessor í jarðefnafræði við Háskólann í Virginíu, kom það mat fram að olíuvinnsla á þessum slóðum væri ekki áhættunnar virði en Macko hélt erindi á ráðstefnu á vegum Rannsóknarseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Hann segir olíuvinnslu á norðurslóðum varhugaverða þar sem erfitt geti verið að bregðast við mengunarslysum. Hann segir sömu aðferðir notaðar til að hreinsa upp olíuleka nú og fyrir 25 árum – og olíuvinnslu fylgi alltaf einhver leki – stór eða smár. Jarðefnaprófessorinn segir að mörgum spurningum sé ósvarað um hvernig bregð- ast eigi við olíuslysi á norðurslóðum. Á með- an það ástand ríki sé olíuvinnsla á þessum slóðum vart áhættunnar virði. Það sé til að mynda ekki víst hvernig best sé að hreinsa upp olíu þar sem ís er fyrir. Olían leggist utan á ísinn og fari undir hann. En ekki sé aðeins erfiðara að hreinsa upp eftir stóran olíuleka á þessum slóðum, heldur geti að- stæður til að stöðva slíkan leka verið miklu erfiðari en víðast hvar annars staðar. Þetta eitt og sér hlýtur að vera Íslending- um umhugsunarefni, fiskveiðiþjóðinni við Norður-Atlantshaf sem á svo mikið undir fiskistofnum allt umhverfis landið, stofnum sem þrífast í ómenguðum sjó. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Coumbia háskóla í New York, vakti fyrir tveimur árum athygli á ábyrgð Íslendinga kæmi til olíuslyss á þessu svæði og minnti á olíuslysið mikla sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 þegar sprenging varð í olíuborpalli British Petrolium. Í því slysi flæddi olía án afláts í hafið í þrjá mánuði áður en unnt var að loka borholunni. Jón nefnir að þetta hafi átt sér stað á yfirráðasvæði voldugra Banda- ríkjanna þar sem stjórnvöld settu mikinn þrýsting á þau fyrirtæki sem að komu. Hann veltir því hins vegar fyrir sér við hver slagþungi íslenskra stjórnvalda væri í þeim efnum, jafnvel þótt þau nytu fulltingis norskra yfirvalda. Þá hefur að undanförnu verið vakin at- hygli á því að olíumarkaðurinn í heiminum hafi breyst, olíuverð lækkað og framboð aukist. Í tímaritinu Economist hefur komið fram að olíuiðnaðurinn sé að hætta við ýmis verkefni sem verið hafa á döfinni, sér- staklega á norðurslóðum, þar sem olíuverð standi ekki undir vinnslukostnaði. Við þetta bætist síðan, sem kann að hafa einna mest áhrif þegar til lengdar lætur, að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna er afdráttarlaus hvað varðar notkun jarðefna- eldsneytis. Í skýrslu hennar, sem kynnt var í vikubyrjun, kemur fram að ríkis- stjórnir verði að bregðast hratt við vegna styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúms- lofti jarðar, sem sé nú 40% meira en fyrir iðnbyltinguna og hafi ekki verið meira í að minnsta kosti 800.000 ár. Því verði að draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis, olíu og gass, og hætta henni algerlega fyrir lok þessarar aldar. Það er því augljóst að þróunin verður í átt að „hreinni“ orkugjöfum, líklega kjarnorku með kostum hennar og göllum. Ásókn stórþjóða á svæði norðurslóða hefur aukist mjög. Framtíðarbarátta Íslend- inga snýst því líklega frekar um vörn fyrir ósnortnar norðurslóðir en áhættusama olíu- vinnslu. Viðvörunarljósunum fjölgar Olíuvinnslan vart áhættunnar virði Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTÝsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.sagamedica.is Sama góða varan í nýjum umbúðum E N N E M M / S IA • N M 6 49 16 Ég nota SagaPro Helga Arnardóttir, húsmóðir „Stóla á SagaPro á daginn“ 14 viðhorf Helgin 7.-9. nóvember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.