Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 15

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 15
Þ riðjudaginn 4. nóvember komst fjöldi sjúklinga ekki í aðgerð vegna verkfallsað-gerða skurðlækna. Frestun á aðgerð hefur ekki bara áhrif á líf sjúklinga heldur allra þeirra sem standa þeim nærri. Að horfa upp á sína nánustu kveljast á meðan biðinni stendur getur tekið meira á en margan grunar. Grímur Rúnar Friðbjörnsson og Halldóra Björnsdóttir eru í hópi þessa fólks. Í sumar greindist Grímur óvænt með meðfæddan hjartagalla sem getur verið honum lífshættu- legur. Hjartagallinn er þess eðlis að Grímur finnur ekkert fyrir honum en hjartað gæti hætt að starfa, skyndi- lega og án nokkurrar viðvörunar. Eftir að hafa gengist undir grunnrannsókn- ir á haustmánuðum var Grími gefinn tími í hjartaskurðaðgerð þriðjudaginn 4. nóvember. Verulegt andlegt álag „Ég gæti þess vegna dottið niður hvenær sem er, hvað veit ég,“ segir Grímur þar sem hann situr í sófanum í stofunni heima hjá þeim hjónum. Dag- inn sem við hittumst ætti hann að vera að vakna upp eftir lífsnauðsynlega hjartaskurðaðgerð, en þess í stað sitja hjónin heima og bíða. Þau segjast ekki vita hvernig best sé að eyða tímanum og eru enn að ná áttum eftir atburði gærdagsins, en það var ekki fyrr en á síðustu stundu sem ljóst varð að fresta þyrfti aðgerðinni vegna verk- fallsins. Þrátt fyrir að vera Grími lífs- nauðsynleg þá fellur hún ekki undir bráðaaðgerð svo hjónin bíða eina viku í viðbót, samkvæmt nýjustu upplýsing- um. Aukin bið setur lífið úr skorðum. „Þetta truflar líf okkar allra. Ég sit með honum heima, börnin okkar og vinir hafa áhyggjur og auðvitað fer öll vinna úr skorðum,“ segir Halldóra. „Ég hef alltaf verið hraustur maður,“ segir Grímur, „og það er vissulega skrítin tilfinning að sitja bara heima og bíða. Og þar að auki vitandi að ég gæti dottið niður hvenær sem er, sem er óraunveruleg tilfinning. Þegar ég heyrði í gær að það yrði ekki af að- gerðinni varð ég svo reiður að ég sett- ist niður og skrifaði bréf til stjórnenda þessa lands.“ Þegar ég spyr Grím um innihald bréfsins verður fátt um svör. Honum er mikið niðri fyrir og í stað þess að svara bítur hann á jaxlinn. „Þetta er verulegt andlegt álag,“ segir Halldóra. „Auðvitað verður maður reiður og það er ekki gott fyrir fólk sem er á leið í stóra aðgerð að vera reitt. Við verðum auðvitað kvíðin og bara ómöguleg. Og nóg er nú álagið fyrir. Ég held að þetta sé mun erfiðara en fólk almennt ímyndar sér.“ Vorkenna læknunum Grímur segist vera að upplifa nú á eigin skinni það sem hann hafi lengi haft tilfinningu fyrir. „Þeir sem stjórna landinu núna hafa haft það að markmiði í áratugi að brjóta niður alla þá grunnþjónustu sem hefur verið byggð hér upp, til þess eins að rýma fyrir einkavæðingu. Ég er svo heppinn að vera orðinn það gamall og vera á leið á eftirlaun en fram- tíðin er ekki björt fyrir unga fólkið. Það verður engin þjónusta hér fyrir þá sem ekki eiga peninga ef þetta heldur svona áfram. Ef nú væri til staðar einkarekinn spítali þá hefði ég ekki haft efni á því að fara þangað í aðgerð, nema með því að skuldsetja mig verulega.“ „Það er búið að heilaþvo okkur,“ segir Halldóra, „með því að við séum með besta heilbrigðiskerfi í heimi sem er raunar hrunið – við erum bara ekki búin að fatta það.“ Þau hjónin hafa samt sem áður ekkert nema gott af Landspítalanum og öllu starfsfólkinu þar að segja. Grímur segist öruggur setja líf sitt í hendur þess. „Okkur líður illa en við höfum séð það síðustu daga að læknunum líður líka illa. Þetta fólk er búið að helga líf sitt því að bjarga mannslífum en vinnur við ömurlegar aðstæður og verkfall er það eina sem Ég gæti dottið niður hvenær sem er Grímur Rúnar Friðbjörnsson er hjartasjúklingur sem bíður eftir aðgerð sem var frestað vegna verkfalls. Hann og Halldóra Björnsdóttir, kona hans, sitja heima og bíða, kvíðin og áhyggjufull yfir stöðu mála. Grímur segist öruggur setja líf sitt í hendur starfsfólks Landspítalans en falli hann frá meðan á biðinni standi verði það ráðamönnum landsins að kenna. Grímur Rúnar Friðbjörnsson og Halldóra Björnsdóttir bíða eftir því að Grímur komist í hjartaskurðaðgerð. Biðin tekur á og eykur áhyggjur allra sem standa þeim nærri. Þau segjast vera í áfalli yfir áhuga-og virðingar- leysi stjórnvalda. „Er ég fórnarkostnaðurinn fyrir hagvöxt?“ spyr Grímur. Ljósmynd/Hari það sér í stöðunni. Ég sem sjúklingur sárvorkenni læknunum að vera í þess- ari stöðu. Starfsfólk Landspítalans hefur reynst okkur ótrúlega vel.“ Flyttust af landi brott ef þau gætu Þrátt fyrir allt sem dunið hefur á Grími og Halldóru létu þau sig ekki vanta á mótmælafund á Austurvelli á mánu- dagskvöldið. „Við erum bara í áfalli yfir virðingarleysi stjórnvalda. Er þeim alveg sama um fólk? Ætli Sigmundur Davíð hafi ekki bara haldið að við vær- um tónlistarkennarar. Það er nú meira hvað fólk getur verið úr sambandi við þjóðina sem það er í vinnu fyrir,“ segir Halldóra. Grímur tekur undir með konu sinni og nú getur þessi rólegi maður ekki lengur orða bundist. „Ég stundaði nám í Noregi á sínum tíma og bjó þar í nokkur ár og ef ég væri yngri þá færi ég aftur út. Börnin okkar hafa verið í námi erlendis og okkur dettur ekki til hugar að hvetja þau til að koma heim. Hvernig er hægt að tala um hallalaus fjárlög þegar svona stendur á? Eða hagvöxt? Er ég fórnarkostnaðurinn fyrir hagvöxt? Er virkilega hagvöxtur í landi sem getur ekki veitt veiku fólki boðlega þjónustu?“ spyr Grímur og getur að lokum sagt það sem hann skrifaði í bréfið til ráðamanna en kom ekki orðum að í upphafi; „Ef ég lifi ekki biðina af þá er það ekki læknum að kenna. Það verður þá stjórnvöldum að kenna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is læknaverkfall 118 skurðað- gerðum frestað í vikunni Fyrsta lota verk falls Skurðlækna fé lags Íslands hófst á mið- nætti aðfaranótt þriðjudagsins 4. nóvember og stóð þar til klukkan fjögur í gær, fimmtudaginn 6. nóvember. Síðastliðinn mánudag var 36 aðgerðum frestað, á þriðjudaginn 37 aðgerðum, miðvikudaginn 27 aðgerðum og í gær, fimmtudag, 18 aðgerðum. Þar að auki var 7-800 göngudeildarkom- um frestað. 16 viðtal Helgin 7.-9. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.