Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 23

Fréttatíminn - 07.11.2014, Qupperneq 23
24 viðtal Helgin 7.-9. nóvember 2014 Fyndið og sorglegt að vera unglingur Bryndís Björgvinsdóttir hefur gefið út sína aðra skáld- sögu, Hafnfirðingabrandarann, en hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2011 fyrir sína fyrstu bók, Flugan sem stöðvaði stríðið. Bryndís segir sína fyrstu meðgöngu eflaust hafa ráðið úrslitum um að unglinga- bók varð fyrir valinu í þetta sinn. Áhrif meðgönguhorm- óna séu eflaust ekki ósvipuð tilfinningasveiflum ung- lingsáranna. Bryndís, sem er þjóðfræðingur og kennari í Listaháskólanum, stefnir á að skrifa fræðibók næst. Þ etta átti í upphafi að vera svona ekta unglingabók með vinsældakosningum, ein- elti og jólaballi en svo fór ég að sjá að það væri hægt að láta allt aðra baksögu fylgja með,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem tileinkar bók- ina tveimur látnum ættingjum sem hún fékk aldrei að kynnast því þeir létust áður en Bryndís fæddist. „Ég ólst upp við sögur af Ingimar og Hall- beru og hafði alltaf langað til að skrifa um þau. Þau voru sérstakir karakt- erar sem fóru ótroðnar slóðir. Sagan þeirra endurspeglar sögu Klöru, því báðar sögurnar fjalla um það hvað það er að vera öðruvísi og að vera álitinn skrítinn,“ segir Bryndís en á upphafssíðum bókarinnar er einnig að finna tilvitnanir í Karl Marx, Curt Cobain og Kurt Vonnegut sem allar vísa í þennan þráð. „Tilvitnunin frá Curt Cobain: „Þau hlæja að mér því ég er öðruvísi, ég hlæ að þeim því þau eru öll eins,“ lýsir þeim öllum vel.“ Tíundi áratugurinn tilvalið sögusvið „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið lík Klöru sem unglingur,“ segir Bryn- dís. „Ég var miklu rólegri en hún. Klöru finnst líka rosalega erfitt að koma fram en sjálf var ég með mikla leiklistarbakteríu sem unglingur og notaði öll tækifæri til að koma fram, hvort sem það var í leikfélagi eða lúðrasveit. Hún er taugaveiklaðari en ég, meiri svona Woody Allen týpa sem stöðugt oftúlkar aðstæður. Það getur verið mjög fyndið að vera ung- lingur og bókin er fyndin þó það sé líka sorglegur tónn í henni.“ Bryndís var sjálf unglingur á tí- unda áratugnum og fannst stemn- ingin sem ríkti þá vera tilvalið sögu- svið fyrir Klöru. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég tíunda áratuginn svo dramtískan, bæði í pólitík, listum og menningu, og mér fannst það henta vel fyrir unglingasögu. En ætli það finnist ekki öllum sín unglingsár ein- kennast af mikilli dramatík, hlátri og gráti,“ segir Bryndís og hlær. Skrifaði undir áhrifum hormóna Aðalpersóna bókarinnar er dæmi- gerður unglingur sem þaulhugsar allar athafnir svo allt verður mjög ýkt og fyndið eða jafnvel grátbros- legt. Bryndís segir það örugglega hafa haft sín áhrif að hún gekk með sitt fyrsta barn þegar hún byrjaði að skrifa bókina. „Það verður allt svo dramatískt og merkilegt á þessum tíma. Tilfinningarnar á meðgöng- unni voru svo sterkar og djúpar. Ég gat bara ekki horft á fréttir án þess að fara gráta því sem móðir setur maður alla atburði í nýtt samhengi. Mér fannst mjög gott á þessum tíma að geta bara farið í söguna og fengið útrás fyrir tilfinningarnar þar, bæði sorg og gleði. Bókin er örugg- lega svona dramatísk því hún teng- ist einhverju hormónaflæði hjá mér,“ segir Bryndís og hlær. „Kannski ég hafi einmitt valið að skrifa unglinga- bók út af því. Þegar maður er ung- lingur skiptir allt svo miklu máli, það verður allt svo stórt og mikilvægt. Jafn lítil athöfn og að fara út í sjoppu getur skipt öllu máli, því þú veist ekki hvað gæti gerst á leiðinni eða hvaða fólk verður í sjoppunni.“ Stefnir á fræðibók næst Bókina segir Bryndís vera unna í þúsund klukkutíma skorpum hér og þar, enda ekki auðvelt að finna tíma með lítið barn og í fullu starfi. „Ég var mjög heppin því sonur minn svaf vel svo ég gat nýtt allan frítíma, jólafrí, páskafrí, kvöld og helgar. Það var allt í lagi en ég er samt dá- lítið forvitin að komast að því hvern- ig það væri að hafa heilu vinnudag- ana, bara til að sinna skriftum. Ég veit ekkert hvernig það er,“ segir Bryndís sem er þjóðfræðingur að mennt og kennir menningarfræði í Listaháskólanum. Hún stefnir á að skrifa fræðibók næst. „Mig langar að gera bók fyrir unglinga um flökkusagnir, brandara og húmor og jafnvel drauga og álfa eða yfirnáttúruleg fyrirbæri. Ég hef verið að tala við unglinga um þessi efni og langar núna að skrifa ein- hverskonar fræðilegan texta sem væri samt í leiðinni skapandi og uppspretta innblásturs og gleði.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Bryndís Björgvins- dóttir skrifaði sína aðra skáldsögu, unglingabókina Hafn- firðingabrandarann, í þúsund klukkutíma skorpum. „Það var allt í lagi en ég er samt dálítið for- vitin að komast að því hvernig það væri að hafa heilu vinnudag- ana, bara til að sinna skriftum.“ Mynd Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.